Friday, June 06, 2008

Þvílík landkynning

Ég fór í skólann í gær á inniskónum, oftar sem áður enda er að verða sjúklega heitt hérna í veðri. Ég þurfti að hitta hina og þessa kennarana, skila verkefnum og spyrja spurninga um hitt og þetta. Sat fyrir utan stofuna hjá einum kennaranum ásamt fleirum þegar ein skólasystir mín spurði af hverju ég væri í sokkum, hvort það væri ekkert heitt. Ég sagði henni bara að ég væri vön að vera í sokkum og finndist skrítið að vera berfætt í skónum.
Þegar ég var svo að labba heim og var að horfa niður til að passa mig á hundaskítnum á gangstéttinni fattaði ég það. Þegar ég fór í sokkana um morguninn sá ég lítið gat, en mjög lítið. Þarna sá ég hvar stóratáin var búin að troða sér í gegnum litla gatið og var þarna utan-sokks í öllu sínu veldi.
Ég leyfði henni bara að viða sig áfram þarna á heimleiðinni, enda leið henni ágætlega þarna. Sýndi Gumma svo þegar ég kom heim. Hann fórnaði bara höndum, sagði að ég væri heimsins mesti drullusokkur og ömurleg landkynning.
Honum fannst hugmyndin mín um sandalasokka ekkert sniðug... glatað viðskiptatækifæri...

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ömurleg landkynning já... var það þá táin sem slík eða bara allt settið hehehehe
kv. Gréta syss
p.s.tærnar mínar eru fín landkynning, svona ef ég væri froskur whahahhaha

5:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

AAAAAAAAARRRG Snéri kannski sokkurinn líka öfugt, þ.e.a.s. hællinn á sokknum upp. Mig minnir að það hafi oftar en einu sinni komið fyrir frúna þegar hún fór út á videóleigu á inniskónum og benti mér á það (ekkert lágt sko) "nei, sjáðu Árni hællinn á sokknum er kominn upp á ristina á mér". (þetta voru sko ekki alveg hreinir sokkar megiði vita) Ég hins vegar reyndi að fela mig bak við spólurekkana en hún elti mig, bara til að láta alla viðstadda vita að þessi sóði væri mér mér.

Ég er sammála Guðmundi, þú ert slæm landkynning og sennilega er best að þú drífir þig þá heim sem fyrst.

11:27 PM  
Blogger Katrin said...

Hahaha :) Ég man hvað þú þoldir ekki hvítu íþróttasokkana mína úr rúmfatalagernum. Kannski af þvi að þeir voru sjaldnast hvítir og oftar en ekki með náttúrulegum öndunaropum :)

Það er bara mánuður eftir ;)

9:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bahahaha þetta er nmeð skemmtilegri bloggfærslum sem ég hef lesið..og þetta er líka svo mikið þið að ég sver að ég bæði sá ykkur og heyrði í ykkur híhíhí... Annars er ég allveg viss um að stóru tærnar á ykkur systrunum eru fyrirtaks landkynning :)
Berglind www.husavikurhestar.is

12:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með bóndagreyið

10:37 PM  

Post a Comment

<< Home