Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Þetta var tær snilld. Hélt að einhver fótboltatuðra myndi lítið hreyfa við blóðinu í mér en heldur betur !!!
Fór yfir til strákanna að horfa á leikinn og er marin, blá og daufdumb þeim megin sem Pablo sat því hann stökk svo oft af stað og argaði eins og vitfirrtur. Það var samt ekki annað hægt en að hrífast með. Þetta er sko langþráður sigur, þeir hafa ekki unnið neitt svona í tugi ára.
Þeir eru enn svekktir yfir leiknum við Ítali þar sem úrslitamarkið var á síðustu stundu og dómarinn búinn að fara horðalega með þá. Það sem þeir geta talað um þann leik. Enda var hefndin sæt þegar þeir slóu Ítalina út.
Og það er allt vitlaust hérna. Það liggja allir á flautunni, fólk gengur um götunar með fánann vafinn um sig og syngur Que viva Espana . Það sem verra er að lögreglu og sjúkrabílavæl eru um allt.
Það var rústað helling af bílum í hverfinu eftir leikinn við Rússana. Fullt af bílum færðir, lyfti upp og settir þvert í stæðin. Rúður og speglar brotnir. Ég sé ekki alveg hvaða ánægju þeir fá af því að fagna svoleiðis ,en þetta fylgir víst með.
Það verður lítið um svefnfrið í nótt, svo mikið er víst !!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
6 Comments:
Til hamingju með "sveitunga þína", það var þokkalega stemmari á Spáni sá maður, spænska drottningin hoppaði í sætinu og allt!! Þeir áttu þetta líka svo skilið eftir 44 ár... skilst mér á kærastanum mínum sem hefur vit á þessu, haha. Kveðjur af klakanum,
Ringa
Svona letu Portugalirnir lika 2004. Thad vard allt vitlaust thegar their unnu, verid ad velta bilum og krota a veggi og svona, en thegar their topudu i urslitum voru their bara mellow og sorgmaeddir! En thetta er rosaleg stemning, ekki leidinlegt ad upplifa svona einu sinni a aevinni hvad sem fotboltaahuga lidur.
Hin fína Doña Sofía, áður fyrr Grísk-dönsk prinsessa. Alltaf svo ótrúlega pen og fín, með litla sæta veskið sitt og saklausa brosið. Skondið að sjá hana á fótboltaleik ;) Liðið að tapa sér í kringum hana og Juan Carlos næstum kominn með hjartaáfall, og hún svo fín og brosandi :)
Þetta er stemmari! það hrífast allir með. Fótbolti er ekkert leiðinlegur þegar maður heldur með einhverjum og liðið manns er að vinna ;)
Hæ ljúfust. Ég var einmitt í félagsskap Spánverja þetta sama kvöld. Sá hinn sami hélt að vísu ekki með sínu liði, og rökstuddi mál sitt með því að fagnaðarlætin væru vís með að fara úr böndunum. Vona að enginn hafi kveikt í kofanum :)Hlakka til að sjá þig!
Hæ,ég hitti stubbana þína í gærkveldi á höfuðbóli héraðsins. Það var ekkert smáræði sem minni stubburinn þurfti að segja mér eftir að feimnin var farin, gaman að þessu. Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim.
Henni væri nú illa í ætt skotið ef hún gæti ekki blaðrað svolítið. Skil bara ekki þetta með feimnina ;)
Hlakkkkkaaaaaaa SVOOOOOOOO til að sjá ykkur!!!!!!!!!!!!
B.t.w. ertu ekki á landsmóti?
Post a Comment
<< Home