Monday, June 16, 2008

,,Krakkinn minn er engill"

Hversu oft heyrir maður foreldra lýsa krakkanum sínum þannig? En ég hef sönnun!

Það eina sem ég skil ekki er hvernig ég gat getið af mér barn með þennan geislabaug?






Ég er búin að reyna að greina þetta. Þetta er ekki í trjánum því þetta hreyfist með hausnum á henni. Þetta gæti hugsanlega verið efnafræðilegt ský af sólarvörninni (nr. 52) en ég myndi fá Kittu í nánari greiningar á því.
Ef þetta er engla - geislabaugur þá greinilega kemur hann og ferð með skapinu því það má með sanni segja að eins og Spánverjarnir orða það: ,,Hún hefur mikinn karakter!"
Ef þetta er áran þá er hún hlutbundin við hausinn á henni...
Ef þetta er linsan á myndavélinni á hún eitthvað í sérstökum vandræðum með hausinn á henni... Eða kannski er hún bara skítug, en það ætti að koma fram á fleiri myndum sem við tókum þarna við sundlaugina.
Ef þetta er ,,orka" þá vinnur heilinn greinilega meira en hann afkastar.

Einhverjar tillögur?

14 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Katrín mín, vissirðu ekki að börn fá geislabaug um eins árs aldurinn? En hafðu engar áhyggjur, hann hverfur smám saman þegar þau eldast;)

4:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég held að þú sért alls ekki móðir þessa barns fyrst það er með geislabaug ;-)

8:37 PM  
Blogger Kristjana said...

Hmmm... fylgir þessu nokkuð kláði í herðablöðum?

4:24 AM  
Blogger Ilmur said...

Hahaha, sættu þig bara við það góða mín.. stelpan líkist bara pabba sínum meira en mömmu sinni ;).

10:05 PM  
Blogger Ilmur said...

ok úbbs, þetta var ég, Ilmur sem var að kommenta að ofan en ekki Jón. Doh...

10:06 PM  
Blogger Katrin said...

haha!!! jejeje :) Þakka traust og álit í minn garð. Ég er greinilega í miklum engla-metum :)

Ef kláðinn brýst út í frekjuköstum þá gæti það verið tilfellið.

Datt bara í hug þegar ég sé þig Ilmur skrifa fyrir Jón eða öllu heldur í hans nafni. Hvernig getur einhver sem heitir Ilmur átt mann sem heitir Jón? En þið eruð samt æði :) Eruð þið i-ið og j-ið sem hlaupa í fylkinu?

10:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

klárlega dóttir mömmu sinnar :)

til hamingju með ''afmælin'' í dag

kveðja Anna María

10:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Katrín :)
Þetta er algjör engill sem þú átt, spurning hvort geilsabaugurinn yfirgefi hana annað slagið (miðað við lýsingarnar hahahaha....)
Kv. Lína og co.

10:22 AM  
Blogger Víkingur said...

Ef ég ætti þessa skó þarna við hliðina á henni mundi ég skjóta á að þetta væri táfýla sem þú hefðir fest þarna á mynd ;)

En snilldar punktur með vinnu og afköst heilans... hver veit nema hún verði komin með doktorspróf 14 ára og þú hafir bara algerlega vanmetið krakkann ;)

12:15 PM  
Blogger Katrín said...

Hahaha!!! Snilldarskó komment! Gummi á skónna svo ég ætla alfarið að klína þessu á hann:)... Reyndar sé ég skónna mína þarna líka... Krakka greyið! Það er ekki nema furða að hún sé eilítið völt á fótunum, svífur um í táfýlu foreldra sinna :)

Og ég efast um að sá sem talar í fjarstýringuna eins og hún sé sími og leikur sér með baðdótið í klósettinu sé efnivið í doktor... but you never know!!! :)

12:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið gamla mín. Boðskortið er komið í póst!
KV Ragga LFB

5:52 PM  
Blogger Kristjana said...

Til hamingju með afmælið Katrín! Alltaf skal ég klikka á tímamismuninum :p for the record þá er 18. júní í Ameríku ennþá.

Keith biður að heilsa... Sakna ykkar!

6:16 AM  
Blogger Ilmur said...

ó guð nú gerði ég einhvern anskotann. ég taldi mig vera að afstýra frekari kommentaskrifum í Jóns nafni með því að haka í einhvern kassa fyrir neðan nafnið hans, sem á stóð ilmur81.. eitthvað en NEI .. núna fæ ég góðfúslega öll komment sem þú færð á síðuna þína send til mín í tölvupósti og áfram held ég að kommenta undir hans nafni!! Sveimérþá! En varðandi það hvort við séum i-ið og j-ið sem hlaupa í einhverjum fylkjum þá kýs ég að svara þessari spurningu með því að segja hátt og snjallt: "WHAT??!" - er þetta einhver nördíska sem ég ekki skil? Oh hvað ég er fegin að vera hjúkka ;). En já, varðandi nafnið mitt - og það að ég skuli vera með manni sem heitir Jón þá er svolítið fyndið að þú skulir segja þetta því þegar ég var yngri þá sagði ég oft (og það hafa þónokkrir rifjað það upp fyrir mér undanfarin 3 ár eða svo) að ég héti svo furðulegu nafni að þegar ég yrði stór þá yrði ég nú að vera með einhverjum sem héti líka svona skrítnu nafni og tók það meira að segja fram að ég gæti nú ekki farið að vera með manni sem héti "bara Jón eða eitthvað álíka venjulegu nafni" - fyndið !!

En jæja, þetta er semsagt ég, Ilmur sem er að kommenta - en ekki JÓN :).

3:05 PM  
Blogger Ilmur said...

Já og afmælið - alveg rétt. Best að vera nú kurteis og reyna að krafsa í bakkann svona daginn eftir með einu litlu sætu "til hamíngju með ammmmælið engillinn minn" ;)

kveðja,
Ilmur.. enn á ný.

3:07 PM  

Post a Comment

<< Home