Var ég ekki búin að segja ykkur að það er sundlaug í garðinum ;) meira að segja tvær! Þvílík snilld. Samt erfitt stundum að ætla að læra inni þegar það er 40 stiga hiti úti og steikjandi sól.
Var í prófi í morgun í æðislegri loftkældri stofu, fínt þar sem má ekki vera í pilsi, stuttbuxum eða stuttum buxum í prófi. Svo kemur maður út og mætir vegg! Það er alveg agalegt. Manni finnst eins og maður hafi labbað inn í eitthvað hitaský, en maður fer aldrei út úr því. Það eru kannski 200 metrar frá skólanum og að blokkinni minni og manni er samt ónotalega heitt að labba þetta.
Kom heim úr prófi um það leiti sem stubbur var að vakna og við drifum okkur í sund. Hún er aðeins að venjast vatninu, en það er samt helvíti kalt svona í fyrstu ofaníferð. Samt er of heitt að liggja bara.
Held að prófið hafi gengið ágætlega og núna eru bara 2 próf eftir! Gummi og Bergrós fara á miðvikudaginn og ég verð eiginlega bara leið að hugsa um það. Leiðinlegt að vera skilin eftir, en ég hef svo sem öðrum hnöppum að hneppa. Fékk ódýrt flug þann 7. júlí og kem þá um nóttina.
Það er hefð hér á heimili að borða alltaf mjólkurgraut í hádeginu á laugardögum, enda er mjólkurgrautur snilldar matur. En í 40 stiga hita... við þurfum eitthvað að endurskoða það. Það er orðið það heitt að maður fer að missa matarlistina... bara drekka drekka drekka...
6 Comments:
Þið verðið bara að sjóða grautinn snemma morguns og stinga í ísskáp fram að hádegi :) Ég borðaði oft kaldan graut í hádeginu í Afríku!
Hehe... litla dýrið étur hafragrautsskófirnar fram eftir degi ;) Hvað er betra en kaldur og slepjulegur hafragrautur...
En mjólkurgrautur... Þá verð ég að hafa kalda saft útá og helst möndlu í;)
Var að koma af barnum! Fengum okkur bjór þar og fáum þá frían tapas með. Kaupum nógu mikinn bjór og þá náum við í heila kvöldmáltíð! Það var 33 stiga hiti inni og samt vorum við inni því það var heitara úti! og klukkan er rúmlega níu...
I feel your pain! Ég er í Fresno og hér er fjörutíuogfjögurra stiga hiti. Við höldum okkur innandyra með loftkælinguna í gangi og einmitt höfum enga matarlyst... kalt kaffi, kaldir smoothies og kaldur bjór út í eitt bara!
Og PS: kaldur hafragrautur?! Hún er ekki matvönd blessað barnið...
Barattukvedjur i grasekkelsid og profin.
hmm... stundum birtast kommentin mín bara ekkert...
never the less;) Takk fyrir peppið! Ekki veitir af ;)
Post a Comment
<< Home