Tuesday, June 03, 2008

Það skiptir ekki öllu hvað maður segir, heldur hvað maður segir ekki...

Ég fór í tíma á fimmtudaginn; rétt komin inn úr dyrunum sé ég hvar tveir jarðeðlisfræðikennarar (annar kenndi mér í fyrra og hinn núna) standa og ræða málin. Um leið og þeir koma auga á mig stökkva þeir á mig, veistu að það var jarðskjálfti heima hjá þér fyrir tveimur og hálfum tíma síðan. Ég var búin að lesa á mbl um skjálftann undir Ingólfsfjalli sem var um 3 og fannst þetta ekkert rosalegt. Þeim fannst ég ótrúlega róleg yfir þessu og voru alveg æstir af spenningi. Sérstaklega þegar ég sagði þeim að ég hefði fundið jarðkjálfta og það væri ekkert rosalegt (hélt því fyrir mig að ég hefði hlaupið út á svalir...) Þegar ég kom heim og las aftur mbl þá fattaði ég hvað þeir áttu við.


Á mánudaginn hélt ég fyrirlestur um hnitakerfi á Íslandi og mælingu þeirra. Í lok fyrirestursins bætti ég við tveimur myndum úr jarðskjálftanum og sagði, þetta var á Íslandi sl. fimmtudag.

















Ég var búin að segja vinkonu minni frá því að mér finndist gaman að veiða. Svo sendi ég henni áðan á tölvupósti þessar myndir.



Sjá litla fallega bangsann






Á Íslandi skelfur jörðin og hristist og brjáluð dýr ganga um laus, blóðþyrst í leit að æti. Hvernig dettur einhverjum í hug að búa þarna?



Ég er komin með ótrúlega hreimþrá. Það eru erfiðir prófatímar framundan og ég veit að þeim loknum fer ég heim. Hugurinn er kominn langt á undan og ég er fastagestur inni á myndasíðum á barnalandi í leit að þekktum andlitum.
Síðasta prófið er 2. júlí og ég kem heim fljótlega eftir það. Var eiginlega búin að ákveða að fresta heimferð og undirbúa lokaverkefni og lokapróf í sept. En ég held að ég haldi það frekar illa út. Gummi og Bergrós Ásta fara á undan heim.
Spurning um hvort maður nái að aga sig í að læra á virkum dögum og hitta ættingja og vini um helgar. Er ekki enn búin að panta flug. Er að bíða eftir tilboði eða ódýru flugi.
Ætlar liðið á landsmót eða hafa fjallkonur ákveðið annað?

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já, þetta er ógnvænlegt land en samt saknar maður þess ehehe.. og ef þú ferð ekki að blogga meira til að þetta leiðinda leiðinda lag detti út... arg, það fer að spilast í hver skipti sem ég opna síðuna þína, það endar með að ég finn þennan kínverska dreng sjálf tl að þú getir tekið þetta út...
kv. Gréta syss

5:35 PM  
Blogger Katrín said...

Hehe;) Ég var einmitt að segja við Gumma að það væri bara ein færsla eftir til að þetta detti út;)

En þú mátt alveg finna guttann! einn kínverskur her til að berjast við, en þér munar nú ekkert um það ;)

9:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

er ekki fjallkonufélagið búið að kjósa Ásbyrgislandsmótið í hlátursgusum fram yfir hitt?
Kv Hildur

2:21 PM  
Blogger Kristjana said...

Haehae, lokaverkefni og lokaprof segirdu? Ekki er masterinn tha buinn eda hvernig virkar thetta eiginlega?
Barattukvedjur, thad verdur varla audvelt ad vera ein eftir thegar eiginmadur og stubbur eru farin a undan til Islands.

4:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með dótturina, eða er hún ekki annars eins árs í dag??

11:33 PM  
Blogger Katrín said...

Júmm, dýrið varð eins árs í gær.

Hvernig getur það verið að ég eigi eins árs gamlan krakka?

En hún er farin að hlaupa um allt og með fleiri kúlur og marbletti en hollt þykir. En það hlýtur að styrkja hana;)

3:12 PM  

Post a Comment

<< Home