Hafið þið einhvern tímann spáð í það...
Þegar maður er að labba úti, upp í skóla eða eitthvað og er alltaf að mæta fólki sem maður þekkir mismikið. Þegar maður mætir fólki sem maður þekkir það mikið að maður þarf að heilsa (almenn kurteisi) og einstaka sinnum spjallar við það; veltið þið því aldrei fyrir ykkur hversu nálægt viðkomandi þarf að vera til maður heilsi.
Dæmi:
Maður labbar eftir gangstéttinni og sér að viðkomandi aðili er stundarkorn frá. Viðkomandi lítur upp og þekkir mann, berar aðeins tennurnar og nikkar, þekkir mann. Svo er þetta móment þar sem báðir aðilar labba gegnt hvor öðrum... Maður heldur ekki bara áfram að brosa og horfa á viðkomandi þegar maður labbar nær honum. Maður fer að horfa eitthvað annað og bíða eftir því að vera nógu nálægt til að segja hæ eða góðan daginn. Ef maður segir það of snemma kemur annað enn furðulegra móment þar sem maður er enn að labba gegnt viðkomandi búinn að heilsa en hefur svo sem ekkert annað að segja. Labbar bara áfram með sólheimaglott á fésinu þangað til maður er kominn framhjá.
Svo lendir maður í því, oft hérna á görðunum að mæta sama fólkinu aftur og aftur. Fyrst stoppar maður aðeins og spjallar, ef þetta er t.d. einhver gamall MA ingur og mann langar í smá fréttir af viðkomandi. Samræðurnar enda á... gaman að sjá þig og gangi þér vel í prófunum. Svo fer maður upp í skóla eða eitthvað og mætir viðkomandi aftur á leiðinni heim. Sama dæmið gerist aftur, sjá grein eitt.
Er ekki hægt að skilgreina þessa fjarlægð...
heilsunarfjarlægð := 10 m miðað við 6m/s gönguhraða og 512 atkvæði/min talhraða.