Monday, April 11, 2005

Jæja, nú er það komið á hreint hvar ég verð að vinna í sumar. Er komin með vinnu og ótrúlegt en satt þá fékk ég tvær vinnur sama daginn. Þá var að velja


Reynsla í jarðtækni => Hef ekki unnið við grautun og bergþéttingu, langar að prófa það og jafnvel fara í það í sérnám
versus
Reynsla í mælingum => Hef unnið í mælingum, langar að bæta þekkinguna og fara í þetta í sérnám.

Unnið myrkranna á milli í langan tíma og löng frí inni á milli => Geri ekkert nema vinna og útilegur þess á milli.
Versus
Unnið venjulegan vinnudag, stundum yfirvinna og yfirleitt helgarfrí => Get farið í ræktina og átt mér smá líf.

Unnið uppi á fjöllum=> Bý í vinnubúðum, framleigi íbúðina og á hvergi heima, geri ekkert nema vinna.
versus
Unnið í Reykjavík => Kemst í köfun, hér í köldum sjó, á einhversstaðar heima, Gummi á næsta leyti.

Margir nýir sumarstarfsmenn ráðnir=> margir komast að og hálfur bekkurinn er að fara að vinna þarna.
Versus
Ég ein ráðin ný á stofuna yfir sumarið=> minna félagslíf í vinnunni, kynnist meira nýju fólki og lendi ekki í að hella upp á kaffi alla daga.

Vinirnir eru í Reykjavík, og Axel, Sirrý, Gummi og Hóa koma oft þangað => Hvers virði er lífið án vina og ættingja?
Versus
Það koma fáir upp á fjöll að heimsækja mann=> þetta eru nú ekki nema rúmlega tveir mánuðir, stundum er nú bara ágætt að fá smá frið ;)

Ofurvel borgað og vinna frá sólarupprás til sólarlags => Möguleikar á Kawazakí Vulkan og nýjum fötum.
Versus
Venjulega borguð vinna og einhver yfirvinna => Slepp alveg með sumarið, á fyrir salti í grautinn en ekkert meira en það.


Ég er eiginlega forlagatrúar og hlutirnir eiga bara að ganga fyrir sig eins og þeir gera. Mér finnst alveg voðalegt þegar ég þarf sjálf að taka einhverjar mikilvægar ákvarðanir því mér finnst alltaf eins og ég standi og falli með hverri ákvörðun. Það er svo þægilegt að fá bara að fljóta með.
Hvort haldið þið að ég hafi valið? And why?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home