Saturday, April 23, 2005

Verðandi húseigandi... hún Sirrý systir!

Stundum gæti maður haldið að maður sé að verða fullorðinn, tilfinningin læðist aftan að manni en er jafnóðum kýld niður. Þessi tilfinning kemur samt alltaf öðru hvoru, eins og áðan þegar Sirrý systir hringdi og sagði að það væri verið að fara að reisa síðustu sperruna í þakinu á húsinu hennar og þá yrði flaggað. Bráðum (það er samt hellings vinna eftir) verður hún orðin húseigandi og býr á sínu eigin heimili með mann, barn og kött. Systir mín, sem er bara pínu eldri en ég, þó að ég sé miklu yngri en hún ;)

Best að drífa sig upp í kaggann, renna á Hvanneyri og halda upp á þetta með þeim. Próflesturinn verður aðeins að bíða.

Svo á Ringa afmæli í dag. Ætli maður drífi sig ekki á Hressó og haldi upp á það líka ;).

0 Comments:

Post a Comment

<< Home