Hvað ætli það fari mikið af peningum í umferðaóhöpp á ári hverju?
Hef núna verið að keyra bíl sl. 5 mánuði í Reykjavík og lent í 4 árekstrum. Svo var ég að fara að sofa í fyrradag, heyri bíl keyra in botlangann og eftir smá stund BÚMM!. Ég gáði út um gluggann og þá var það einhver stelpa á gráum bíl sem keyrði á kyrrstæðan bíl á bílastæðinu. Megnið af þessum árekstrum er af því að bílum á stúdenta er lagt þvers og kruss því það eru svo fá bílastæði. Ég er viss um að sé til lengri tíma litið myndu þessir árekstrar sem verða þar, einungis af völdum bílastæðaleysis, borga gerð fleiri bílastæða í nánd við garðana.
Ég skoðaði bílinn þegar ég labbaði framhjá honum morguninn eftir og þetta var 4 stóra beyglan á bílnum. Og ef maður fer að spá í það þá eru ótrúlega margir bílar með beiglu eftir minni árekstra.
Hvernig verður þá að keyra mótorhjól hérna í Reykjavík? Það er ekkert grín ef einhver bíll rekst aðeins utan í mann og maður flýgur tugi metra. Maður verður ekki lengi að smyrjast út í malbikið.
Meira að segja ég get keyrt í borginni svo þetta er ekki vegakerfið. Er ökukennsla svona léleg á Íslandi eða hvað?
Bílslys á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar kosta um 200 milljánir á hverju ári. Það væri hægt að nota þessar krónur í eitthvað miklu sniðugara en að rétta bíla og sprauta. Ég gæti hæglega þegið þær ;)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home