Wednesday, April 06, 2005

Takið eftir, takið eftir ...

Veiðimálastofnun hefur gefið út nýtt veiðileyfi! Borgað er fyrir hvern og einn 25.000 kr, 75.000 kr. fyrir hverja tvo í skoti og 150.000 fyrir hverja þrjá sem nást í einu. Eina skilyrðið sem sett er að viðkomandi þarf að vera arkítekt, að læra arkítekt eða hafa hugsanlega einhverntímann ætlað sér að fara í arkítektinn. Undanskildir eru þau tvo sem falla í þennan flokk og eru skyld mér...

Ég bara skil ekki þessa tegund. Ég held við eigum ekkert annað sameiginlegt en að ganga á tveim fótum. Boy oh boy!
Er í hópavinnu með arkítektanemum í LHÍ... Minn arkítekt er svo sem ok., alveg magnaður á pörtum, við erum bara ekki með sömu markmið!
Mér líkar bara ekki fólk sem horfir ekki í sömu átt og ég; ég hef á tilfinningunni að þau hús sem unnin eru af arkítektum séu samblanda af marjuanareykingum, óhóflegri kaffihúsamenningu og þörf fyrir að skera sig út úr hópnum og vera... ÖÐRUVÍSI !!!

Annars er ég bara utanvið mig þessa dagana. Var að keyra upp í búð með Ringu og einmitt að segja henni frá því þegar konan kom við hliðina á mér á rauðu ljósi, á móti umferð og tók ekki einu sinni eftir því þegar Ringa sagði... ,,En Katrín, þú ert að keyra á móti einstefnu..." Svona eru sumir rólegir!

Fór á djammið síðustu helgi, Ný Dönsk á NASA... Það var bara helvíti gaman en það lá við að ég þyrfti að fara heim af miðju djammi sökum hungurs. Ég er í non stop átkasti, ég get ekki labbað í skólann án þess að taka með mér nesti til að borða á leiðinni.

Svo fór ég, og hinir bygg.verkfr.nemarnir í þáttinn til Hemma Gunn, Það var lagið...
Þetta var alveg hreinasta snilld. Það voru teknir upp tveir þættir og við vorum áhorfendur og stuðningslið. Æfðum sérstök Hemma hróp og allt!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home