Thursday, April 14, 2005

Á dauða mínu átti ég von... en ekki þessu!

Um páskana var ég viss um að ég myndi enda í vinnu hjá Gumma í sumar. Það hefði svo sem ekki verið svo slæmt nema fjárhagurinn minn er ekki upp á marga fiska og ég þyrfti einhvera vel borgaða vinnu til að rétta úr honum. Ég er orðin svo andsk. mikil eyðslukló ;), erfitt að breyta þeim lífsstíl.

Ég var að fá upphringingu með boði um þriðju vinnuna, á þriðju verkfræðistofunni. Mér sem finnst ég koma svo fáránlega út úr starfsviðtölum. Ég er alltaf að reyna að passa að það verði enginn misskilningur í gangi og segja hvað ég vil og hvernig ég vil hafa hlutina, þannig að ég kem út eins og algjör gribba (sem er kannski ekki svo fjarri lagi).
Ótrúlegt en satt þá er greinilega til fólk sem vill fá gribbur í vinnu.

Það sem er pínu að plaga mig er að ég sótti bara um á 5 stöðum, allt stöðum sem mig langar til að vinna á og fannst athyglisverðir. Svo er lítill púki alltaf að hvísla ,,valdiru rétt? Er þetta staðurINN? vinnAN?" Ég veit ekki betur, mér finnst það og ætla að trúa því þangað til annað kemur í ljós. Þessi ákvörðun var tekin m.t.t. bestu vitundar viðkomandi. SO BE IT!

Múhehehe... at this moment sem ég var að skrifa þetta þá hringdi fjórði aðilinn og bauð mér vinnu. Eins gott að ég fari að drífa mig í að festa hina vinnuna því þetta var síðasti aðilinn sem ég sótti um hjá. En ég er komin með samning í hendurnar og fer á morgun og skrifa undir, to be sure!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home