Wednesday, June 30, 2004

Jæja, nú er tékklisti fyrir landsmót:

Tjald
Svefnpoki
Stóll
Mini-ferðagrill
Primus og potta
Myndavél
Matur, matur, matur
Föt, lopapeysu og snjógalla

og látið mig vita ef ég gleymi einhverju ;)

Saturday, June 26, 2004

Nú er ég búin að vera gift í heilt ár! og er enn gift. Og rómantíkin blómstrar big time, dró Gumma með mér í útilegu á brúðkaupsafmælinu. Hann gaf mér tjald í afmælistjöf, þannig að því var tjaldað sem til var og gist inni í skógi. Að vísu þurftum við bæði að fara í vinnu daginn eftir svo Gummi var vakinn kl. 6 og við hituðum okkur kakó á prímus í morgunmat og þurftum að vera búin að taka niður tjaldið og mæta í vinnu kl. 8. Ég rétt hafði það af að klára að prjóna lopapeysuna handa honum og gaf honum hana þegar við vorum búin að tjalda. Lopapeysu, kampavín og miða á Metallica tónleikana.
Ég var einhvern tíman búin að segja honum að ég ætlaði aldrei að prjóna neitt á hann, hann gerið svo mikið grín að mér fyrst þegar hann sá mig draga upp prjónana. Það eru bara ömmur sem prjóna... En ég ætlaði svo sem heldur aldrei að giftast honum, þannig að ég gat svo sem gefið þetta eftir eins hvað annað;)

Erum flutt, þ.e. verkfræðistofan. Þvílíkt og annað eins farg, símkerfið, tölvukerfið og allt draslið!!! Ég bauðst til þess að henda fyrir þá en það fékk ekki miklar undirtektir. Hvað er hægt að safna miklu af pappír.

Emilía er orðin óþreyjufull, vill fara að komast heim. Hún er búin að skreyta fína skrifstofuhornið mitt með svona ekta 6-ára-listaverksmyndum. Sér barnið ekki að þetta skrímsli sem hún setti á blaðið líkist mér ekkert, þetta er miklu líkara kartöflu með kryppu á skíðum.

Tuesday, June 15, 2004

Jæja, nú er það búið!!! Nú er ég farin að hanna garðinn minn, þ.e.a.s. ég gaufast það sem mér dettur í hug að gera og Gummi gerir það sem hann langar til að gera.
Við erum farin að fá illt auga hjá nágrönnunum, þeir eru alltaf að bæta og laga garðana sína og við rétt höfðum það af að þökuleggja í fyrra og það er að mestu kalið til helvítis núna.
Komst að einu sniðugu, ef ég geri eitthvað þarna sem þarf að nota tæki við, helst stórt og mikið eins og vörubíl og krana þá er Gummi boðinn og búinn til að gaufast í því. Við erum að gera kantinn með grönnum okkar í suðri og það er einmitt svona vélakall þar. Það var því gefið mál að fara með vörubíl og krana og tína svona hálfgert stuðlaberg úti í malargryfju. Það ætlum við svo að nota eins og girðingastaura og runna á milli. Þvílíkt sem þeir nenntu að gaufast í því að hífa, laga og færa steinana.
Svo er ég að hugsa um að hlaða vörðu og finna eitthvað dót í fjörunni heima og draga hingað. Gummi ætlar að búa eitthvað til úr bjálkum og risahellum þannig að þetta verður einhver fígúrugarður í lokin.
Emilía sér um að vökva, jafnvel í gær í ausandi rigningu hljóp hún til og færði úðarann, þó svo að hún væri gegndrepa af því að fara út í rigninguna.

Gaf Gumma hjól í afmælisgjöf, Moongoose, eitthvað svoleiðis. Gréta, Ragga og Emilía gáfu honum hjálm og hann kemst ekkert á hjólinu nema með hjálm; Emilía stendur vörð um það.

Þurfti að fara út að mæla á laugardaginn, vakti Gumma kl. hálf sjö á laugardagsmorgunn og dró hann með mér að mæla. Þurfti bara að mæla upp eina klöpp sem tók stuttan tíma. Rómantíska lautarferð á laugardagsmorgni með TRIMBLE - GPS tækjum; hver var svo að reyna að ýja að því að ég væri ekki rómantísk.

Þessa dagana hef ég verið að teikna lagnir í götu. Er búin að gaufast svolítið í þessu svo ég fékk að gera þetta nokkurn veginn sjálf, spurði bara hina ef ég var ekki alveg klár á þessu. Teiknaði þær, staðsetti og reiknaði halla, lengdir,hnit o.s.frv. Var voðalega ánægð þegar þetta var nokkurn veginn komið en rak þá allt í einu augun í það að skv. mínum útreikningum rann skólpið upp í mót :(. Hvað eru svona einföld atriði að þvælast fyrir manni !!!

Ástþór og hans framboð fer svo í pirrurnar á mér, þvílíki skrípaleikurinn. Má ekki bara leggja hann inn, læsa hann inni, eitthvað. Ég verð bara reið og pirruð þegar ég heyri eitthvað um hann í útvarpinu, og svo var heill þáttur með honum í dag. Ég var eiginlega farin að rífast við útvarpið ég var svo pirruð.

Er að drepast úr hungri, aldrei þessu vant. Farin heim að borða.

Úti er skrifstofuóveður, annað orð yfir sól og blíðu sem nú er á Egilsstöðum.

Tuesday, June 08, 2004

Fór í veiðiferð um helgina. Veiddi heila tvo fiska, frekar litla og ómerkilega en það var samt ótrúlega gaman og afslappað að fara aðeins útfyrir þjóðveginn. Fórum upp í Selvatn, ekki langt frá Lagafljótsvirkjun. Vorum fjögur, ég, Gummi, Böggi og Halli. Tókum með okkur nesti og gistum í tjöldum. Við veiddum ekki nema einn fisk í þessu vatni. Gummi veiddi hann rétt þegar við ætluðum að fara að sofa. Við hin vorum búin að taka upp stangirnar og vorum að taka okkur til í háttinn þegar Gummi veiddi sinn. Þá rukum við náttúrulega til og græjuðum út stangirnar aftur en veiddum svo ekki neitt. Ég veiddi svo tvo á heimleiðinni í vatni sem við komum við í.
Það er nú ótrúlega þægilegt að veiða svona með maðk og flotholt. Maður hendir bara útí, skorðar af stöngina og fer svo og leggur sig. Og enn þægilegra þegar maður veiðir ekki neitt ;). Fórum líka á bát á vatnið. Gummi réri út í enda og ég til baka, á móti vindi!!! Fyrr hefði ég bitið úr mér tunguna en að viðurkenna að þetta væri nú ekki það auðveldasta sem ég hefði gert. Enda er ég enn með strengi.
Böggi var bara í Surviour leik, og bjó til bálköst og dundaði sér við að reyna að koma eldi í þetta. Þvílíkt baks. En svo átum við bara og lágum á meltunni og hentum útí öðru hvoru. Það var samt aðeins verra eftir að það fór að hvessa, þá rak flotholtið svo hratt að maður þurfti að kasta mun oftar. Það er svo mikið ónæði af því.

Mesta snilld ever er þarna hálft í hvoru úti í óbyggðum er kóksjálfsali sem er knúinn áfram af sólarrafhlöðum. Það er líka hægt að fá nammi þar. Þetta er alveg snilld, ég hélt að þetta væri kamar þegar ég sá þetta við veginn.

Fórum svo í að pússa parketið í gær, eða Gummi öllu heldur. Það var ryk úti um allt, við þurftum að þvo veggina og hreinlega allt á eftir. Svo olíubar hann áður en við fórum að sofa. Þau hin, Ragga, Atli, Gréta og Emilía, voru farin að sofa og þetta átti svo að þorna og vera þurrt í fyrramálið. Við Gummi gistum hjá tengdó. Málið var bara að það þornaði ekki, þegar ég kom svo heim kl. 7 í morgunn þá var gólfið enn blautt (og er það enn eftir því er nýjustu fregnir herma). Þannig að ég var nú svo góð í mér og setti stóla fyrir utan herbergisgluggana svo þau hin ættu auðveldara með að komast út um þá og henti skóm inn um gluggana. Ég veit samt ekki hvað nágranarnir hafa haldið þegar þeir sáu Atla stökkva út um hjónaherbergisgluggann í morgun (þau sváfu í okkarherbergi af því að þeirra var fullt af drasli úr stofunni) og það sem meira var að hann hljóp svo inn í bílskúrinn og fór svo aftur inn um gluggann. Þetta endurtók hann tvisvar sinnum.
Bráðum fara að koma ofursögur um viðhaldið mitt á Egilsstöðum og hvernig það var þegar Gummi kom óvænt heim o.s.frv.
Emilía hélt náttúrulega að mamma sína væri að verða rugluð, að ætla að fara út um gluggann. (hún svaf af sér þegar ég vakti Grétu í morgun inn um gluggann og útskýrði gang mála fyrir henni.

Í gær borðum við úti... í skítakulda og roki en það var bara ekki líft inni í húsinu. Það er nú til að bæta orðsporið, þau geta þá bætt "snarvitlaus" aftan við "kynlífsorgíuna". Við sátum þarna með húfu, vettlinga og trefil og sugum upp spagettí. Og skáluðum svo með freyðivíni til að halda upp á fyrstu fjölskyldumáltíðina í sumar.

OG SVONA VERÐUR SUMARIÐ 2004 !!!!!!!!!!!! IT'S ONLY THE START OF IT ;)

Thursday, June 03, 2004

Er með kenningu...

Dabbi vill bara ekki að Halldór fái forsætisráðherrastólinn og ætlar bara að sprengja ríkisstjórnina. Kannski hefur það bara alltaf staðið til, til þess var leikurinn gerður. Og svona í leiðinni að leggja af embætti forseta Íslands... hmmmm. Það væri nú skrautlegur endir á skrautlegum ferli.

Wednesday, June 02, 2004

Hvað nú!!!

Hvað er Ólafur eiginlega búinn að gera?

Er hann ekki bara að ergja Davíð Oddson, reyna að neyða hann til að lúta sér? Og hvað gerir Davíð, mun hann í alvörunni láta þetta ganga í gegn eða kemur hann með eitthvað back-up-plan?

Mér finnst þetta alveg ótrúlegt, og jafn ómerkilegt mál og þetta. Þetta sýnir bara að hvað fjölmiðlarnir eru í raun valdamiklir og því ekkert sniðugt að þeir séu í eign einhverra sem eiga hagsmuna að gæta hvað fréttaflutning varðar. En hvað sem því líður þá er þetta löngu komið út fyrir sjálft frumvarpið og innihalds þess. Ég sem hélt að fólk færi á þing með einhverja hugsjón og málstað til að berjast fyrir, ekki til þess að vera í einhverju heimskulegu valdatafli og til að láta undan eigin duttlungum.

Hvað græðir maður á því að fara á þing? Launin eru ekkert spes, þ.e.a.s. miðað við vinnutíma þá er tímakaupið ekki það hátt. Við búum á Íslandi svo það er ekkert "merkilegt" að vera á þingi, ráðherrar fá nú einhver fríindi en þau eru ekki það mikil að maður láti það hafa áhrif á lífsviðurværi sitt. Þú mátt ekkert gera án þess að allir viti af því, og það fréttist um leið því allir þekkja alla. Þetta svokallaða sumarfrí, sem hófst nú þrem vikum of seint en endist fram til septemberloka (minnir mig), en sá tími fer í ferðalög um kjördæmið og koma sér vel við náungann og sleikja upp misskemmtilegt fólk... pikka upp atkvæði. Er það þess virði?

Svo, að mínu mati, þá hlýtur sá sem fer á þing að hafa einhverja ofboðslega löngun til að ná einhverju í gegn, trú á því að hann geti það og einhverja smá vitglóru til að koma sér þar inn. Þetta er sprottið af sömu rótum og þegar fólk gerist listamenn, það myndi bara hljóma... ofboðsleg löngun til að skapa eitthvað, trú á því að hann geti það og hæfileika (sem er umdeilanlegt) til þess að ná áfram í sinni grein.
Spurt er... ,,Vilja ekki allir listamenn verða frægir?"

Kom ekki bara stundabrjálæði yfir Dabba og hann ákvað að fremja pólitískt sjálfsmorð? Ef hann hefur virkilega viljað fá þetta í gegn, þá hefði hann alveg getað gert það á hljóðlátari og lipurri hátt og það hefði gengið eftir. ´
Ég held nefninlega að hann sé nú ekki vitlaus, og hann hefur úr þó nokkurri reynslu að spila. Sá hann þetta ekki fyrir? Hélt hann að hann kæmist upp með þetta eða er eitthvað plott í þessu sem við erum ekki að koma auga á? Kannski missteig hann sig svona heiftarlega, er það möguleiki? Miðað við aldur og fyrr störf þá held ég ekki, en hvað þá?

Tuesday, June 01, 2004

Allir hafa væntanlega séð auglýsinguna með Beckham í sjónvarpinu þar sem hann tekur myndir af sól og blíðu og sendir í rigninguna í Englandi.
Fór upp í Kárahnjúka og ég bara varð að leyfa fleirum að njóta góða veðrisins með mér. Sólbrann svo heiftarlega á öxlunum að mig logsveið í einhverja daga á eftir.



Flutti inn í húsið á Egilsstöðum í gær. Ótrúlega kósý, en engin húsgögn eða neitt. Settum inn rúmið, ísskápinn og þvottavélina og það verður að duga í bili. Mig hlakkar svo að komast í baðið mitt.
Gréta kom með dótið sitt í gær og held að hún flytji inn í dag. Emilía kemur seinna í vikunni og svo kemur Ragga um helgina. Þá er fullskipað. Það er verið að auglýsa eftir húsnæði allstaðar. Maður ætti kannski að taka til í bílsskúrnum og leigja hann undir eitthvað lið. En annars held ég samt að þetta sé ágætt í bili.

Er búin að vera heima að dunda mér í sveitinni. Fór á hestbak, spjallaði við hundinn minn og tók á móti lömbum. Langaði svo á sjó en veðrið bauð svo sem ekki upp á það. Fer bara næst.

Gaf Emilíu veiðistöng í afmælisgjöf. Það fraus alveg á henni brosið þegar hún sá hana og sagði svo... ,, Dadda, þetta er svona strákadót" samt reyndi hún að gera sér upp voðalega ánægju. Tek viljann fyrir verkið. En svo drifum við okkur að veiða. Það þýðir ekkert að gefa svona gjöf án þess að fylgja henni eitthvað eftir. Við fórum og týndum orma í kartöflugarðinum hjá ömmu og fórum svo að veiða í skurðinum niðri við hestagerði. Þið hefðuð átt að heyra skaðræðisöskrið þegar fiskurinn beit á hjá henni. Þegar ég vildi ekki taka stöngin þá ætlaði hún bara að henda henni út í skurðinn. Svo lagaðist það. Við slepptum þeim tveim sem við náðum þar, en fórum svo í kílinn í Önundardalnum og veiddum þar einn aðeins stærri og tókum hann með heim. Núna ætlar hún að koma í veiðiferðir með okkur Gumma í sumar. Hún á eftir að verða að hörku veiðimanni áður en yfir líkur.