Tuesday, June 08, 2004

Fór í veiðiferð um helgina. Veiddi heila tvo fiska, frekar litla og ómerkilega en það var samt ótrúlega gaman og afslappað að fara aðeins útfyrir þjóðveginn. Fórum upp í Selvatn, ekki langt frá Lagafljótsvirkjun. Vorum fjögur, ég, Gummi, Böggi og Halli. Tókum með okkur nesti og gistum í tjöldum. Við veiddum ekki nema einn fisk í þessu vatni. Gummi veiddi hann rétt þegar við ætluðum að fara að sofa. Við hin vorum búin að taka upp stangirnar og vorum að taka okkur til í háttinn þegar Gummi veiddi sinn. Þá rukum við náttúrulega til og græjuðum út stangirnar aftur en veiddum svo ekki neitt. Ég veiddi svo tvo á heimleiðinni í vatni sem við komum við í.
Það er nú ótrúlega þægilegt að veiða svona með maðk og flotholt. Maður hendir bara útí, skorðar af stöngina og fer svo og leggur sig. Og enn þægilegra þegar maður veiðir ekki neitt ;). Fórum líka á bát á vatnið. Gummi réri út í enda og ég til baka, á móti vindi!!! Fyrr hefði ég bitið úr mér tunguna en að viðurkenna að þetta væri nú ekki það auðveldasta sem ég hefði gert. Enda er ég enn með strengi.
Böggi var bara í Surviour leik, og bjó til bálköst og dundaði sér við að reyna að koma eldi í þetta. Þvílíkt baks. En svo átum við bara og lágum á meltunni og hentum útí öðru hvoru. Það var samt aðeins verra eftir að það fór að hvessa, þá rak flotholtið svo hratt að maður þurfti að kasta mun oftar. Það er svo mikið ónæði af því.

Mesta snilld ever er þarna hálft í hvoru úti í óbyggðum er kóksjálfsali sem er knúinn áfram af sólarrafhlöðum. Það er líka hægt að fá nammi þar. Þetta er alveg snilld, ég hélt að þetta væri kamar þegar ég sá þetta við veginn.

Fórum svo í að pússa parketið í gær, eða Gummi öllu heldur. Það var ryk úti um allt, við þurftum að þvo veggina og hreinlega allt á eftir. Svo olíubar hann áður en við fórum að sofa. Þau hin, Ragga, Atli, Gréta og Emilía, voru farin að sofa og þetta átti svo að þorna og vera þurrt í fyrramálið. Við Gummi gistum hjá tengdó. Málið var bara að það þornaði ekki, þegar ég kom svo heim kl. 7 í morgunn þá var gólfið enn blautt (og er það enn eftir því er nýjustu fregnir herma). Þannig að ég var nú svo góð í mér og setti stóla fyrir utan herbergisgluggana svo þau hin ættu auðveldara með að komast út um þá og henti skóm inn um gluggana. Ég veit samt ekki hvað nágranarnir hafa haldið þegar þeir sáu Atla stökkva út um hjónaherbergisgluggann í morgun (þau sváfu í okkarherbergi af því að þeirra var fullt af drasli úr stofunni) og það sem meira var að hann hljóp svo inn í bílskúrinn og fór svo aftur inn um gluggann. Þetta endurtók hann tvisvar sinnum.
Bráðum fara að koma ofursögur um viðhaldið mitt á Egilsstöðum og hvernig það var þegar Gummi kom óvænt heim o.s.frv.
Emilía hélt náttúrulega að mamma sína væri að verða rugluð, að ætla að fara út um gluggann. (hún svaf af sér þegar ég vakti Grétu í morgun inn um gluggann og útskýrði gang mála fyrir henni.

Í gær borðum við úti... í skítakulda og roki en það var bara ekki líft inni í húsinu. Það er nú til að bæta orðsporið, þau geta þá bætt "snarvitlaus" aftan við "kynlífsorgíuna". Við sátum þarna með húfu, vettlinga og trefil og sugum upp spagettí. Og skáluðum svo með freyðivíni til að halda upp á fyrstu fjölskyldumáltíðina í sumar.

OG SVONA VERÐUR SUMARIÐ 2004 !!!!!!!!!!!! IT'S ONLY THE START OF IT ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home