Hvað nú!!!
Hvað er Ólafur eiginlega búinn að gera?
Er hann ekki bara að ergja Davíð Oddson, reyna að neyða hann til að lúta sér? Og hvað gerir Davíð, mun hann í alvörunni láta þetta ganga í gegn eða kemur hann með eitthvað back-up-plan?
Mér finnst þetta alveg ótrúlegt, og jafn ómerkilegt mál og þetta. Þetta sýnir bara að hvað fjölmiðlarnir eru í raun valdamiklir og því ekkert sniðugt að þeir séu í eign einhverra sem eiga hagsmuna að gæta hvað fréttaflutning varðar. En hvað sem því líður þá er þetta löngu komið út fyrir sjálft frumvarpið og innihalds þess. Ég sem hélt að fólk færi á þing með einhverja hugsjón og málstað til að berjast fyrir, ekki til þess að vera í einhverju heimskulegu valdatafli og til að láta undan eigin duttlungum.
Hvað græðir maður á því að fara á þing? Launin eru ekkert spes, þ.e.a.s. miðað við vinnutíma þá er tímakaupið ekki það hátt. Við búum á Íslandi svo það er ekkert "merkilegt" að vera á þingi, ráðherrar fá nú einhver fríindi en þau eru ekki það mikil að maður láti það hafa áhrif á lífsviðurværi sitt. Þú mátt ekkert gera án þess að allir viti af því, og það fréttist um leið því allir þekkja alla. Þetta svokallaða sumarfrí, sem hófst nú þrem vikum of seint en endist fram til septemberloka (minnir mig), en sá tími fer í ferðalög um kjördæmið og koma sér vel við náungann og sleikja upp misskemmtilegt fólk... pikka upp atkvæði. Er það þess virði?
Svo, að mínu mati, þá hlýtur sá sem fer á þing að hafa einhverja ofboðslega löngun til að ná einhverju í gegn, trú á því að hann geti það og einhverja smá vitglóru til að koma sér þar inn. Þetta er sprottið af sömu rótum og þegar fólk gerist listamenn, það myndi bara hljóma... ofboðsleg löngun til að skapa eitthvað, trú á því að hann geti það og hæfileika (sem er umdeilanlegt) til þess að ná áfram í sinni grein.
Spurt er... ,,Vilja ekki allir listamenn verða frægir?"
Kom ekki bara stundabrjálæði yfir Dabba og hann ákvað að fremja pólitískt sjálfsmorð? Ef hann hefur virkilega viljað fá þetta í gegn, þá hefði hann alveg getað gert það á hljóðlátari og lipurri hátt og það hefði gengið eftir. ´
Ég held nefninlega að hann sé nú ekki vitlaus, og hann hefur úr þó nokkurri reynslu að spila. Sá hann þetta ekki fyrir? Hélt hann að hann kæmist upp með þetta eða er eitthvað plott í þessu sem við erum ekki að koma auga á? Kannski missteig hann sig svona heiftarlega, er það möguleiki? Miðað við aldur og fyrr störf þá held ég ekki, en hvað þá?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home