Nú er ég búin að vera gift í heilt ár! og er enn gift. Og rómantíkin blómstrar big time, dró Gumma með mér í útilegu á brúðkaupsafmælinu. Hann gaf mér tjald í afmælistjöf, þannig að því var tjaldað sem til var og gist inni í skógi. Að vísu þurftum við bæði að fara í vinnu daginn eftir svo Gummi var vakinn kl. 6 og við hituðum okkur kakó á prímus í morgunmat og þurftum að vera búin að taka niður tjaldið og mæta í vinnu kl. 8. Ég rétt hafði það af að klára að prjóna lopapeysuna handa honum og gaf honum hana þegar við vorum búin að tjalda. Lopapeysu, kampavín og miða á Metallica tónleikana.
Ég var einhvern tíman búin að segja honum að ég ætlaði aldrei að prjóna neitt á hann, hann gerið svo mikið grín að mér fyrst þegar hann sá mig draga upp prjónana. Það eru bara ömmur sem prjóna... En ég ætlaði svo sem heldur aldrei að giftast honum, þannig að ég gat svo sem gefið þetta eftir eins hvað annað;)
Erum flutt, þ.e. verkfræðistofan. Þvílíkt og annað eins farg, símkerfið, tölvukerfið og allt draslið!!! Ég bauðst til þess að henda fyrir þá en það fékk ekki miklar undirtektir. Hvað er hægt að safna miklu af pappír.
Emilía er orðin óþreyjufull, vill fara að komast heim. Hún er búin að skreyta fína skrifstofuhornið mitt með svona ekta 6-ára-listaverksmyndum. Sér barnið ekki að þetta skrímsli sem hún setti á blaðið líkist mér ekkert, þetta er miklu líkara kartöflu með kryppu á skíðum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home