Tuesday, June 01, 2004

Allir hafa væntanlega séð auglýsinguna með Beckham í sjónvarpinu þar sem hann tekur myndir af sól og blíðu og sendir í rigninguna í Englandi.
Fór upp í Kárahnjúka og ég bara varð að leyfa fleirum að njóta góða veðrisins með mér. Sólbrann svo heiftarlega á öxlunum að mig logsveið í einhverja daga á eftir.



Flutti inn í húsið á Egilsstöðum í gær. Ótrúlega kósý, en engin húsgögn eða neitt. Settum inn rúmið, ísskápinn og þvottavélina og það verður að duga í bili. Mig hlakkar svo að komast í baðið mitt.
Gréta kom með dótið sitt í gær og held að hún flytji inn í dag. Emilía kemur seinna í vikunni og svo kemur Ragga um helgina. Þá er fullskipað. Það er verið að auglýsa eftir húsnæði allstaðar. Maður ætti kannski að taka til í bílsskúrnum og leigja hann undir eitthvað lið. En annars held ég samt að þetta sé ágætt í bili.

Er búin að vera heima að dunda mér í sveitinni. Fór á hestbak, spjallaði við hundinn minn og tók á móti lömbum. Langaði svo á sjó en veðrið bauð svo sem ekki upp á það. Fer bara næst.

Gaf Emilíu veiðistöng í afmælisgjöf. Það fraus alveg á henni brosið þegar hún sá hana og sagði svo... ,, Dadda, þetta er svona strákadót" samt reyndi hún að gera sér upp voðalega ánægju. Tek viljann fyrir verkið. En svo drifum við okkur að veiða. Það þýðir ekkert að gefa svona gjöf án þess að fylgja henni eitthvað eftir. Við fórum og týndum orma í kartöflugarðinum hjá ömmu og fórum svo að veiða í skurðinum niðri við hestagerði. Þið hefðuð átt að heyra skaðræðisöskrið þegar fiskurinn beit á hjá henni. Þegar ég vildi ekki taka stöngin þá ætlaði hún bara að henda henni út í skurðinn. Svo lagaðist það. Við slepptum þeim tveim sem við náðum þar, en fórum svo í kílinn í Önundardalnum og veiddum þar einn aðeins stærri og tókum hann með heim. Núna ætlar hún að koma í veiðiferðir með okkur Gumma í sumar. Hún á eftir að verða að hörku veiðimanni áður en yfir líkur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home