Thursday, July 29, 2004

HALLÓ !!!!!!

Viljið fá að lesa b0mmer dagsins í dag, reyndar vikunnar enn sem komið er, lesið áfram. Annars ekki !

Ég var í gær í sakleysi mínu í vinnu, sem oft áður, þegar þær Ragga og Gréta koma að sækja mig. Ég var að brasa eitthvað svo þær fengu að fara í tölvuna mína á meðan. Eins og svo margir vita er tölvan manns innri maður og þar sáu þær í favorits... myndrænar veðurfréttir. Ekki það að ég lesi það reglulega, það er bara gott að hafa þetta þarna.
Litli lúserinn, frænka og systir þurfti greinilega á smá upplyftingu að halda svo þær fóru inn á Batmann.is og sóttu mynd sem þær komu með herkjum inn á desktoppið hjá mér. Þær eru nú ekki mikil tölvugúru þessar elskur.
Svo fannst þeim voðalega fyndið þegar ég fór í tölvuna og þessi mynd var á. Myndin hét gyðinga-erotík og var svona frekar miður smekkleg, þannig séð, hefði getað verið verra.
Ég tók hana út og spáði svo ekkert meira í það.

Í dag er búið að vera heljarinnar tölvuvesen í gangi og allt týndist sem ég hef verið að vinna í í vikunni, það er verið að skipta um server o.s.frv.
Tölvan mín datt svo allt í einu út og ég varð náttúrulega alveg brjáluð. Það sem verra var að þegar hún var búin að restart-a sér þá var helvítis myndin komin á desktop-pið og allt frosið. Þið hefðuð átt að sjá andlitið á Halla (sem er tölvugúrúið á stofunni) þegar ég bað hann aðeins að hjálpa mér með tölvuna. Ég ætlaði náttúrulega ekki að geta hætt að hlæja og stamaði þessu upp hálfgert upp og bað hann að hjálpa mér aðeins áður en t.d. boss-inn á stofunni sæi þetta. Nátturulega hlógum við það mikið að hann varð að koma og sjá hvað var svona fyndið en var í símanum og gat ekki spurt okkur meir út í þetta.

Svo redduðum við þessu og tölvan fékk sitt fyrra look. Svo fór Óli í tölvuna og var að reyna að starta upp einhverju dos forriti og viti menn. Hvað haldiði að hafi birst á skjánum fyrir framan hann... Ég stóð við skrifborðið þegar þetta kom upp og vissi ekki alveg hvað ég átti að segja þegar hann leit upp... eeehh...uuhhll..ddaaaa... Kaffi?
Úffff... Svo fór ég náttúrulega bara að hlæja og reyndi að afsaka mig eitthvað.

Fyrir ykkur sem eruð forvitin um hvað birtist á skjánum..

Ég á þetta virkilega ekki skilið. Ég ætla að slíta af þeim hausinn þegar ég næ í þær. Litlu skrípin, þær kunna örugglega meira á tölvur en þær gefa sig út fyrir og þetta er einhver vírus og birtist endalaust. Ég enda á því að strauja helvítis tölvuna. Hvað haldiði þið að sú sem tekur við tölvunni af mér haldi þegar þetta birtist alltaf á skjánum hjá henni? Og ég er kvenmaður (síðast þegar ég vissi), gagnkynhneigð (eftir því sem ég best veit), gift karlmanni ( er ég nokkuð viss um, hann er loðinn á bringunni) og ráðsett húsmóðir (fyrir utan það að ég ræð engu heima hjá mér).

Þetta er ekki desktop-ið !!! you know !!! Og nú halda allir á skrifstofunni að ég sé kynóður perri ! Grate...

Tuesday, July 27, 2004

SVO...
Þegar ég kom aftur ofan úr Eyjabökkum þá fór ég í veiðiferð með Sverri, stórfrænda mínum á Bringu, skæruliðunum hans, Emilíu og Gumma. Þeir eru alveg eins og Dalton-arnir og pabbi þeirra er alveg fjórði Daltoninn. Jóna er algjör snillingur að halda utan um þetta lið. Þeir eru svo snarklikkaðir þessir litlu að þeir hlaupa upp lóðrétta veggina og hanga í loftinu. Við Gummi sáum það alveg að við höfum ekkert í það að að fjölga okkur, eggjastokkarnir hreinlega skriðu inn í bein, skelltu á eftir sér og spældu eggin.
Veiðiferðin gékk mjög vel. Emilía fékk fyrsta fiskinn en um leið og það var kippt í stöngina þá henti hún henni frá sér. Sem betur fer kom frændi hennar henni til bjargar og dró fiskinn að landi. Við gerðum lítið annað en hjálpa yngri kynslóðinni að setja á orma, kasta útí, losa þegar var fast og bretta uppá blautar buxur. Það er bara svo gaman þegar maður er sex ára að fá að fara með í svona. Ég ætla samt að fara aftur og fá að veiða eitthvað sjálf.

Á laugardeginum fékk ég það ágæta verkefni að labba í hús á Eskifirði og spyrja fólk útí hitaveitur og heimæðar. Ég sem er haldin fólksfælni á háu stigi og kem einkar illa fyrir sem og ferleg í að koma fyrir mig orði hafði náttúrulega gott af þessari ferð, en ég er búin að sjá inn í nógu marga bílskúra fyrir lífstíð.

Á heimleiðinni komum við við í Fáskrúðsfjarðargöngunum þar sem Dagur er að vinna. Það var snilldin ein. Dagur fór með okkur inn í göngin og alveg inn í enda. Við fengum að fara upp í borinn þar sem þeir sátu við tölvuskjáina og voru að stýra borunum. Þar var nú einn frændi minn að vinna svo ég gat spurt hann um svo til allt sem mig langaði að vita; það var nú ekki svo lítið.
Ég fékk að skoða dínamítið og hvelletturnar og dótið í kringum það. Þetta er geggjað og ekkert smá gaman að fara með einhverjum sem þekkir þetta allt og gat sýnt okkur hvar setlögin voru og hvernig þetta virkaði, af hverju það var svo erfitt að bora í gegnum það o.s.frv.
Ég fékk að vera ofurgella í skærgrænu vesti með hjálm og ljós á hausnum, aldrei verið jafn kynæsandi, hvorki fyrr né síðar. Mig langar eiginlega að fara að vinna þarna smá tíma og kynnast þessu aðeins betur. Þetta er alveg magnað. Og ég sem er með svo gígantíska innilokunnarkennd fann ekkert fyrir því. Ég held að forvitnin hafi ekki hleypt henni að.

Á sunnudeginum vakti Gummi mig snemma og dreif mig með sér í vinnuna. Haldiði að það sé munur að eiga svona karl sem sér manni fyrir nógum verkefnum þegar maður er sjálfur ekki að vinna. Við fórum niður á Mjóafjörð með efni í eitthvað hús sem hann er að fara að byggja þar. Þeir ætluðu að fara að slá upp fyrir sökkli en því miður þá var bara ekki tilbúið fyrir það. Ég átti nefninlega að fá að vera með í því. Maður er víst ekki maður með mönnum ef maður kann það ekki, að Gumma áliti minnst kosti. Hann minnst kosti bauð fram aðstoð mína við það að mér forspurðri og kom svo ægilega ánægður og tilkynnti mér að ég MÆTTI koma með og slá upp sökklinum niðri á Mjóafirði, hann spurði forstjórann og það var víst allt í lagi.
Sjálfboðavinna heilann dag í skiptum fyrir að læra að slá upp sökkli. Það eru nú ekki léleg skipti!!!

En annars gengur lífið bara sinn vanagang. Við Gréta systir fórum út að borða í gær og höfðum það bara nice.

 

Monday, July 26, 2004

Jæja, það sem undan er gengið, svona í stórum dráttum.

Við Ragga fórum upp í Möðrudal að skutla Sunnu frænku í vinnuna þarna uppeftir síðasta mánudag. Ferðin gékk stórslysalaust fyrir sig, en fararskjótinn var Gráni, galant-inn hennar Röggu. Hann ætti nú eiginlega frekar að fara að skipta yfir í Móri, en brúnu ryðblettirnir eru að verða allsráðandi.
Ég sat afturí og allt í einu kallar Ragga upp (ég heyrði náttúrulega ekkert hvað hún sagði) fyrr en ég fann allt í einu að ég blotnaði duglega á kálfanum og framísætið hjá Röggu var rennandi. Málið var að það er svo stórt gat á gólfinu afturí og stundum hylur mottan það ekki alveg og ef maður fer í poll þá gusast upp um gatið.
En... áfram gékk ferðin og á bakaleiðinni, svona í miðjum Jökuldalnum springur dekk að aftan. Við náttúrulega ekki í vandræðum með það, sjálfir sveitatrukkarnir, fyrir utan það að verkfærin sem stóðu til boða voru alveg vitavonlaus. Við hlupum í hefil þarna rétt hjá og þar voru engin verkfæri og vorum að hugsa um að fara í nærliggjandi fjárhús og athuga þar. En það fáránlega var að það stoppaði enginn. Hvurlags eigin-hagsmuna-sjálfhverfu-sjálfselskupúkar eru Íslendingar að verða. Það er bara almenn kurteisi að stoppa og spyrja. Kannski vantar viðkomandi bara verkfæri, eða jafnvel að fá að hringja eða bara andlegan stuðning... En nei, ó nei. Það var ekki fyrr en Ragga fórnaði sjálfri sér og henti sér í veg fyrir bíl að hann stoppaði, en hann sagði að verkfærin sín væru niðurgrafin undir dóti að það væri ekki hægt að nota þau. Hann hjálpaði okkur aðeins að koma þessu fyrir og svo sagði hann að hann þyrfti að halda áfram, hvort við myndum ekki bara redda okkur. Auðvitað vorum við ekki að grenja út hjálp þegar viðmótið er svona þannig að hann fékk að halda áfram för sinni óáreittur. Við redduðum okkur en það tók alveg rosalegan tíma. Helvítis dekkið var pikkfast, rærnar voru fast að því soðnar á og ég endaði á að snúa sundur einn boltann.
En það bítur ekkert á okkur og ég notaði tímann í að reyna að kenna Röggu að blóta á spænsku og steita hnefana þegar 6 milljón króna Landcruser-fellihýsa samstæðurnar strauðu framhjá og rigndi upp í nefið á pakkinu sem var þar innan dyra; efast um að þau hafi einu sinni leitt hugann að því hvað þessar ómerkilegu stelpugálur voru að gera við þessa óökufæru bíldruslu í grenjandi rigningu og það uppi á þjóðvegi.

En við skiluðum okkur heim á endanum, en Sunna kom á eftir okkur strax daginn eftir... komin með flensu og streftokokka...bllleeee og lá heima í nokkra daga. Eftir allt þetta erfiði!

Fór upp á Eyjabakka að mæla á föstudaginn. Fínt að komast aðeins og hreyfa á sér sitjandann sem fer línulega vaxandi hérna inni á skrifstofu. Var ein þarna uppfrá, í ró og næði... fyrir utan gommu af túristum sem drösluðust þarna uppeftir, á fínu jeppunum sínum og töldu sig mega fara allt og gera allt. Svo kölluðu þau út um gluggann... ,, hvað ertu að gera?", ,, ertu að vinna fyrir landsvirkjun?",  ,,hvert liggur þessi vegur?" o.s.frv. Það var svona eins og ég væri skipaður vegvísir fyrir túrista þarna uppi á hálendinu.
Svo er fólk svo vitlaust...
,, Hvert fer ég ef ég fer yfir þessa brú?" 
,, Uhuh... á Eyjabakka, en þú mátt ekki fara yfir hana"
... svipurinn -þetta á nú ekki við mig, heldur fólk sem er ekki á eins flottum jeppa og ég og ekki eins góðir ökumenn og ég-.
,, jah, það er nú borði á henni en..."
,, já... heimska fíflið þitt... borðinn er af því að þú mátt ekki fara yfir brúnna, af því að það er ekki til neins þar sem það er ekki vegur hinu meginn...
Ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að Íslendingar eru leiðinlegir ferðamenn, sérstaklega uppi á hálendinu.

En svo lenti ég í því að það voru einhverjar óæskilegar jónir í loftinu og ég gat lítið sem ekkert mælt, lenti í brasi af því að síðasti notandi af mælitækjunum hlóð þau ekki eftir notkun og ég var batteríslaus og kom ekki heim fyrr en um 11 um kvöldið. Hringdi í alla sem ég þekkti á meðan ég var að bíða eftir að tækin dyttu inn aftur, en fæstir vildu nokkuð við mig tala. Og það versta, allra versta var að ég var nærri hungurmorða þarna uppfrá. Ég áætlaði bara nesti til 5 en var heilum 6 tímum lengur. Þvílík kvöl, ég fer aldrei aftur matarlaus á fjöll...

En nú verð ég að fara, segi ykkur frá ofurhelginni minni seinna.

ta ta


 


Tuesday, July 13, 2004

Ef þið eruð eitthvað að furða ykkur á því hvað á undan er gegnið þá er ég að baksast við að reyna að tengja símann í bloggið. Held að þetta sé að koma hjá mér og þá get ég sent ykkur fréttir hvar sem ég er, svo fremur sem ég man eftir símanum mínum, sem á það til að gleymast heima ,)

En var allt í einu að fatta það að ég hefði sjálfsagt átt að fara heim eftir vinnu þar sem krakkinn er heima, en ég bara steingleymdi því. Barnapían er náttúrulega hjá henni.

Gummi er kominn að ná í mig

Hasta luego


Myndina sendi ég

Hallo! Prufa

SMSbloggfærslu sendi ég

GSMblogg prufa
This is a test message
áðéíóúþæö
ÁÐÉÍÓÚÞÆÖ

Monday, July 12, 2004

I have a confession to make...

Mér finnst alveg ógeðslega gaman að skemmta mér! Ég var eiginlega búin að gleyma því hvað það er í rauninni gaman. Ef þetta væri betur borgað þá myndi ég hafa þetta að atvinnu, þ.e.a.s. ef þetta væri borgað yfirleitt en ekki svona klikkað dýrt.

Þetta eðli er búið að liggja í dvala þó nokkurn tíma. Það er ekki að ástæðulausu því það er ekkert grín þegar dýrið gengur laust, en sífellt erfiðara og erfiðara er að hemja það, enda minnkar áhuginn fyrir því sífellt meir og meir.
M.ö.o. þá langar mig aftur í fyrsta og annan bekk í menntó. Mig langar eiginlega bara til að vera full og vitlaus, hanga og hafa ekkert að gera, rúnta og stunda kaffihús, fara ekki að sofa fyrr um hádegi um helgar og hrjóta á við Boing 747 í tímum. Vinna einhversstaðar þar sem ég þarf ekki að hugsa og hafa hreinlega ekkert að gera þegar ég kem heim úr vinnunni.

Á einhver "Aftur til fortíðar" pillu að lána mér?

En það var alveg ógeðslega gaman á Landsmóti hestamanna og Metallica var hápunktur lífs míns til þessa. Djöfull var það geggjað. Ég var alveg við sviðið og það voru bara svona 3-4 metrar í þá þegar þeir stóðu fremst á sviðinu. Maður sá litinn í augunum á þeim og svitann renna af þeim og þegar þeir litu yfir hópinn þá leit maður í augun á þeim. Að vera þarna, stemmingin ofur og svitinn lak.
Ég skil samt ekki þessa aumingja sem héldu því fram að þeir væru að drepast úr hita; það var heitt en á hverju á fólk von þegar 18 000 manns er troðið inn í eina íþróttahöll. En það aftraði samt ekki Árna Johnssen að mæta í jakkafötunum.
Þetta var bara THE BESTA EVER !

Ég er enn að jafna mig á þessu.

Og svo fór ég eftir þessa ofur helgi og kíkti á litlu frænku mína sem fæddist laugardaginn sem ég var á hestamannamóti. Það er spurning hvort hún verður skýrð Lýdía eftir ofurmerinni frá Vatnsleysu eða Þórodda eftir flottasta stóðhesti landsins í dag. En ætli Sirrý verði ekki að fá að ráða því hvort það verður.
Ég meira að segja fékk að halda á henni. Var bara uppi í rúmi svo hún færi ekki langt ef ég myndi missa hana, en hún er svo óskaplega lítil, ótrúlegt að þetta verði einhvern tíman fullorðinn einstaklingur sem ég á eftir að djamma og djúsa með.
Það er mynd af okkur inni á barnalandi

En best að fara að haska sér heim og gera eitthvað af viti. Garðurinn er smá saman að komast í sæmilegt stand.

ta ta