Thursday, July 29, 2004

HALLÓ !!!!!!

Viljið fá að lesa b0mmer dagsins í dag, reyndar vikunnar enn sem komið er, lesið áfram. Annars ekki !

Ég var í gær í sakleysi mínu í vinnu, sem oft áður, þegar þær Ragga og Gréta koma að sækja mig. Ég var að brasa eitthvað svo þær fengu að fara í tölvuna mína á meðan. Eins og svo margir vita er tölvan manns innri maður og þar sáu þær í favorits... myndrænar veðurfréttir. Ekki það að ég lesi það reglulega, það er bara gott að hafa þetta þarna.
Litli lúserinn, frænka og systir þurfti greinilega á smá upplyftingu að halda svo þær fóru inn á Batmann.is og sóttu mynd sem þær komu með herkjum inn á desktoppið hjá mér. Þær eru nú ekki mikil tölvugúru þessar elskur.
Svo fannst þeim voðalega fyndið þegar ég fór í tölvuna og þessi mynd var á. Myndin hét gyðinga-erotík og var svona frekar miður smekkleg, þannig séð, hefði getað verið verra.
Ég tók hana út og spáði svo ekkert meira í það.

Í dag er búið að vera heljarinnar tölvuvesen í gangi og allt týndist sem ég hef verið að vinna í í vikunni, það er verið að skipta um server o.s.frv.
Tölvan mín datt svo allt í einu út og ég varð náttúrulega alveg brjáluð. Það sem verra var að þegar hún var búin að restart-a sér þá var helvítis myndin komin á desktop-pið og allt frosið. Þið hefðuð átt að sjá andlitið á Halla (sem er tölvugúrúið á stofunni) þegar ég bað hann aðeins að hjálpa mér með tölvuna. Ég ætlaði náttúrulega ekki að geta hætt að hlæja og stamaði þessu upp hálfgert upp og bað hann að hjálpa mér aðeins áður en t.d. boss-inn á stofunni sæi þetta. Nátturulega hlógum við það mikið að hann varð að koma og sjá hvað var svona fyndið en var í símanum og gat ekki spurt okkur meir út í þetta.

Svo redduðum við þessu og tölvan fékk sitt fyrra look. Svo fór Óli í tölvuna og var að reyna að starta upp einhverju dos forriti og viti menn. Hvað haldiði að hafi birst á skjánum fyrir framan hann... Ég stóð við skrifborðið þegar þetta kom upp og vissi ekki alveg hvað ég átti að segja þegar hann leit upp... eeehh...uuhhll..ddaaaa... Kaffi?
Úffff... Svo fór ég náttúrulega bara að hlæja og reyndi að afsaka mig eitthvað.

Fyrir ykkur sem eruð forvitin um hvað birtist á skjánum..

Ég á þetta virkilega ekki skilið. Ég ætla að slíta af þeim hausinn þegar ég næ í þær. Litlu skrípin, þær kunna örugglega meira á tölvur en þær gefa sig út fyrir og þetta er einhver vírus og birtist endalaust. Ég enda á því að strauja helvítis tölvuna. Hvað haldiði þið að sú sem tekur við tölvunni af mér haldi þegar þetta birtist alltaf á skjánum hjá henni? Og ég er kvenmaður (síðast þegar ég vissi), gagnkynhneigð (eftir því sem ég best veit), gift karlmanni ( er ég nokkuð viss um, hann er loðinn á bringunni) og ráðsett húsmóðir (fyrir utan það að ég ræð engu heima hjá mér).

Þetta er ekki desktop-ið !!! you know !!! Og nú halda allir á skrifstofunni að ég sé kynóður perri ! Grate...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home