Monday, July 12, 2004

I have a confession to make...

Mér finnst alveg ógeðslega gaman að skemmta mér! Ég var eiginlega búin að gleyma því hvað það er í rauninni gaman. Ef þetta væri betur borgað þá myndi ég hafa þetta að atvinnu, þ.e.a.s. ef þetta væri borgað yfirleitt en ekki svona klikkað dýrt.

Þetta eðli er búið að liggja í dvala þó nokkurn tíma. Það er ekki að ástæðulausu því það er ekkert grín þegar dýrið gengur laust, en sífellt erfiðara og erfiðara er að hemja það, enda minnkar áhuginn fyrir því sífellt meir og meir.
M.ö.o. þá langar mig aftur í fyrsta og annan bekk í menntó. Mig langar eiginlega bara til að vera full og vitlaus, hanga og hafa ekkert að gera, rúnta og stunda kaffihús, fara ekki að sofa fyrr um hádegi um helgar og hrjóta á við Boing 747 í tímum. Vinna einhversstaðar þar sem ég þarf ekki að hugsa og hafa hreinlega ekkert að gera þegar ég kem heim úr vinnunni.

Á einhver "Aftur til fortíðar" pillu að lána mér?

En það var alveg ógeðslega gaman á Landsmóti hestamanna og Metallica var hápunktur lífs míns til þessa. Djöfull var það geggjað. Ég var alveg við sviðið og það voru bara svona 3-4 metrar í þá þegar þeir stóðu fremst á sviðinu. Maður sá litinn í augunum á þeim og svitann renna af þeim og þegar þeir litu yfir hópinn þá leit maður í augun á þeim. Að vera þarna, stemmingin ofur og svitinn lak.
Ég skil samt ekki þessa aumingja sem héldu því fram að þeir væru að drepast úr hita; það var heitt en á hverju á fólk von þegar 18 000 manns er troðið inn í eina íþróttahöll. En það aftraði samt ekki Árna Johnssen að mæta í jakkafötunum.
Þetta var bara THE BESTA EVER !

Ég er enn að jafna mig á þessu.

Og svo fór ég eftir þessa ofur helgi og kíkti á litlu frænku mína sem fæddist laugardaginn sem ég var á hestamannamóti. Það er spurning hvort hún verður skýrð Lýdía eftir ofurmerinni frá Vatnsleysu eða Þórodda eftir flottasta stóðhesti landsins í dag. En ætli Sirrý verði ekki að fá að ráða því hvort það verður.
Ég meira að segja fékk að halda á henni. Var bara uppi í rúmi svo hún færi ekki langt ef ég myndi missa hana, en hún er svo óskaplega lítil, ótrúlegt að þetta verði einhvern tíman fullorðinn einstaklingur sem ég á eftir að djamma og djúsa með.
Það er mynd af okkur inni á barnalandi

En best að fara að haska sér heim og gera eitthvað af viti. Garðurinn er smá saman að komast í sæmilegt stand.

ta ta

0 Comments:

Post a Comment

<< Home