Vissuð þið að númerið á vegabréfinu ykkar breytist þegar þið endurnýjið það? Nú vitið þið það! Lagði inn fyrirspurn á vegabréf.is og þar var svarið að þegar vegabréfið rennur út þá fær maður nýtt númer, allt annað og gamla númerið er ekki lengur gilt.
Þegar ég kom hérna fyrst var ég skráð sem Erasmus nemi og því notuðu þeir númerið á vegabréfinu mínu enda stóð ekki til að vera lengur en ár. Svo þegar ég skráði mig sem venjulegan nemanda í skólann breyttum við ekkert númerinu. Er með spænska kennitölu til að geta verið inni í heilbrigðiskerfinu hérna en nota hana svo sem ekkert mikið. Ætli ástæðan sé ekki helst að hún inniheldur XD sem fór sérlega fyrir brjóstið á mér.
Fór að sækja titilinn minn áðan og tvennt kom í ljós. Annað er að ég þarf að bíða í ár með að fá hann, endanlega útgáfu. Sjálfur konungurinn þarf að undirrita hann, eða embættið hans. Hef litla trú á að hann undirriti alla háskólatitla hjá 45 milljón manna þjóð. Hitt er að titillinn verður skráður undir vegabréfs númerinu mínu. Setti allt á hvolf á skrifstofunni og fór fram á að þessu yrði breytt hið snarasta. Fékk það svar að kerfið sé hannað þannig að ekki sé hægt að breyta grunnupplýsingum um nemendur. Mér er sama þó þeir þurfi að endurhanna kerfið! Prófgráðan mín verður ekki gild undir þessu númeri eftir 2 ár þegar vegabréfið mitt rennur út...
Fór til kennarans míns áðan sem vildi sjá aftur forritunarverkefni sem ég hafði gert í áfanganum hjá honum. Þetta er sami áfangi og sá er ég tók síðasta prófið í. Forritið virkar ekki eins og áður þar sem ég er búin að endur formata tölvuna en svo fyrir skæra tilviljun fann hann gömlu verkefniseinkunina mína og sagðist taka hana gilda. Það sem verra er að hann er búinn að TÝNA PRÓFINU MÍNU!!! Prófinu sem ég var í sl. miðvikudag. Hann er að vonast eftir að það hafi orðið eftir heima en það sem ég skil ekki. Af hverju prófinu MÍNU?
Ég svíf núna um í tómarúminu ,,ég er búin í prófum". Merkilegt hvað maður hugsar alltaf þegar maður er í prófum allt sem maður ætlar að gera eftir próf þegar maður hefur tíma... svo er maður bara í einhverju freaky svartholi og man ekkert hvað þetta allt! var. Það bráðlá samt á því þegar ég var í prófunum!
Man að ég ætlaði að klára peysuna sem ég var að prjóna...
Þrífa íbúðina hátt og lágt...
Fara á lokadaga útsalanna...
Lesa bók sem Axel bróðir sendi mér sem heitir Celestine handritið...
Baka bolludagsbollur...
Kaupa eitthvað sætt handa Gumma fyrir að umbera mig undanfarna daga...
Leika við litla dýrið mitt. Minna hana á að hún á mömmu, þó hún sé eins og hún er...
Update-a heimasíðuna mína... etc...
Í gær þreif ég klósettið.
Nú er að sjá hvað gerist í dag;)