Sól, sól, sól !!!
Það er búið að vera súperveður hérna undanfarna viku. Svei mér þá ef vorið er ekki að fara að boða komu sína. Hérna á Spáni kemur vorið 22. mars, eða svo segja þeir. Veðrið núna er eins og ágætt sumarveður heima. Þegar heitast er yfir daginn er um 15 til 20 gráður hérna á mælunum í bænum. Það er alltaf aðeins heitara hérna en í Granada þar sem við erum umkringd fjöllum og ekki mikill vindur sem nær hérna í gegn.
Um helgina höfðum við það bara nice og fórum í tennis og að leika okkur í leikjagarðinum hérna rétt hjá.
Við fórum með Ana og Luismi í tennis... og erum algjörir lúðar. Það er ótrúlega gaman að spila tennis þegar maður getur eitthvað smá. Við erum með frjálsan aðgang að tennisvellinum hérna í garðinum og notum hann allt of lítið. Vorum voðalega cool á því og keyptum okkur spaða og bolta en erum leiðinlega löt að fara út að spila... og þ.a.l. helst til léleg. Það væri bara sniðugt að nýta sér þetta þar sem þetta er hérna 30 metra frá blokkinni og lítið mál að kíkja í klst. á dag.
Þurfum að fá krakkana til að kenna okkur þetta aðeins betur. Hérna kunna allir tennis. Rafael Nadal, þessi ofurtenniskappi er spænskur og það margfaldaðist áhuginn á tennis hérna eftir að hann komst á heimslistann. Ég átti aldrei von á að nenna að horfa á tennis í sjónvarpinu t.d. en mér finnst ótrúlega gaman að sjá Nadal spila, sérstaklega þegar hann spilar við svissneska dúddann Federer.
Stigagjöfin er samt algjört krap, en bara til að gera einfaldann hlut flókinn.
Spánverjar segja að sumarið í sumar verði heitt fyrst það var svona kalt í nóv-jan. Ef sumarið kemur í beinu framhaldi af þessu þá á þokkalega eftir að grilla mann. Venjulega er fínt veðrið í mars apríl. Geta komið rigningarskúrir og svona en þess á milli er fínt að vera á stuttermabol en maður getur samt enn sofið á nóttunni, ekkert of heitt ekkert of kalt. Tíbískt íslenskt sumarveður...
Í fyrra var veðrið svona, samt sögðu þeir að sumarið hefði komið seint það árið...
2 Comments:
Okei ég er hætt við að hætta við að hætta við að hætta við eða hvernig sem þetta var alltsaman!
Ég þarf að komast í sól!
uhu... kommentið mitt hvarf...
Never the less...
Sólbrúnkan mín er nú óttarleg vörubílstjórabrúnka. Skifborðið er við gluggann og ég er að verða sólbrún á öðrum handleggnum og öðru megin á andlitinu... Betra en ekkert;) Tek svona Hel Lokadóttur lúkkið á þetta... Hálfur Spánverji hálfur Íslendingur ;)
Post a Comment
<< Home