Friday, February 06, 2009

Þekkið þið útlendinga? Þá meina ég þekkið þið útlendinga frá Íslendingum og þá útlendinga sem líta eins út og við... uhu... þetta er að verða pínulítið flókið en þið fattið hvað ég á við.

Spánverjar eru margir hverjir ótrúlega líkir okkur. Það er bara brot af þeim með þetta svarta þykka hár og svörtu augu. Margir þeirra eru bara með þennan gangstéttalitaða drullubrúna hárlit og græn-brún-blá augu. Ég sé engan mun á þeim og íslendingum. Kannski helst þá að þeir eru svona í minni kanntinum.
Var niðri í skóla og það kemur kennari sem var að kenna þarna fyrir mörgum árum. Við erum nokkur saman í hóp og þar á meðal gamlir nemendur sem hann var að heilsa uppá. Ég var ekki búin að segja orð þegar hann segir: og frá hvaða landi ert þú?
Venjulega finnst mér að það hljóti að vera tungumálið sem komi upp um mig og þegar ég spurði hann hvernig hann vissi að ég væri útlendingur þá fannst honum það alveg augljóst, andlitið, andlitsfallið sagði hann. Og það voru allir sammála um það. Vinkona mín sagði að það sæist alveg um leið að ég væri útlendingur, ég væri með svona norðurlandaútlit.
Ég hef alltaf tengt norðurlandaútlit við hvíta hárið og ljósbláu augun. Eitthvað sem er engan veginn einkenni okkar Íslendinga þó margir haldi það. Og ég hef alltaf haldið því fram að við Gréta hefðum svona blökkumannagen í okkur þar sem nefið á okkur er svo breitt og flatt... Við fengum ekki svona bein í nefið eins og föðurættin.

Ég er ekkert viss um að ég myndi þekkja Spánverjana úr á Íslandi, ég hef samt aldrei litið á Ísland sem eitthvað sterkt aþjóðasamfélag.

Og í ofanálag sögðu þau að hreimurinn minn líktist mest suður amerísku spænskunni... ég er ekki góð í z, s og c, að greina þar á milli og þau segja að ég tali helst eins og fólk þaðan... grate... ég er alveg að falla inní hérna...

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég hef 3svar sinnum verið spurð hvort ég sé rússnesk hérna í sviss..
..einusinni áður en ég sagði nokkuð aukatekið orð ;)

4:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

hehe... maður sem ég var að tala við í Þýskalandi spurði mig frá hvaða hluta landsins ég væri. Ég sagði að ég væri frá norðaustur hluta landsins og hann þekkti staðinn allveg örugglega ekki. Masachusettes spurði hann þá hehe... segir allt sem segja þarf um enskukunnáttu Þjóðverja..
Berglind

5:57 PM  
Blogger Víkingur said...

Ég var yfirleitt sakaður um að vera Hollendingur eða Finni þegar ég bjó í Þýskalandi... hef líklega ekki verið með mýksta þýskuhreiminn af öllum þar.

9:45 PM  
Blogger Kristjana said...

Ég tel mig geta pikkað Íslendinga út frekar auðveldlega, en ég get ekki sagt nákvæmlega hvað það er sem ég horfi eftir. Líklega kinnbeinin og andlitsfallið. Það kemur t.d. alltaf fyrir af og til að ég rekist á einhvern í 66N flík eða Íslandsbol á San Franciso svæðinu og þá tekst mér nánast alltaf að reikna út hvort viðkomandi er Íslendingur eða ekki áður en hann tekur til máls.

11:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fyndið að þú skulir tala um líffæragjöf í síðustu færslu. Þetta bar einmitt líka á góma í síðustu færslu sem ég skrifaði og er líka búin að hafa svona merki lengi í veskinu. Hægt að fá það á flestum heilsugæslustöðvum.

En í sambandi við útlendingana þá er ég algjör auli í þessu sbr. sumarið fyrir 1. árið í MA þegar ég hélt að Gummi smile væri svíi og var að dásama hversu fallegur hann væri nú, umvafinn alvöru svíum í einhverri alþjóðasamskipta-vinaferð. Hann auðvitað heyrði allt saman og mér var strítt FREKAR mikið nokkrum vikum síðar - í sjálfri busavikunni. Eins var ég búin að tala heillengi við e-ð fólk á Roskilde (þegar ég fór í fyrsta skiptið) og svo þegar síminn hringdi hjá einum úr hópnum uppgötvuðum við að öll værum við íslendingar.. ÖÖÖ LÚÐAR.

kv. Ilmur á næturvakt .. böhöö

2:15 AM  

Post a Comment

<< Home