Friday, October 19, 2007

Þá er það frá... Afríka verður það um jólin, nánar tiltekið Marocco. Gréta systir er búin að fara í Ikea og kaupa vasaútgáfu af jólatré, Vilborg er búin að fjárfesta í Lonley Planet og ég er farin að æfa jólalögin;)





Annars má vera að við förum aftur til Marocco í mars. Það er einhver stemming fyrir því í bekknum að fara að heimsækja þá bræður Josef og Zacarias. Pabbi þeirra á mælingafyrirtæki og sendi þá hingað að læra mælingadæmið. Ég veit ekki hvað er til í því, en þeir segjast búa í höll og vera með þjónustufólk. Eins á fjölskyldan sumarhús við Miðjarðarhafið.
Veit ekki alveg hvort þetta stenst allt saman. Jósef sagði t.d. að höllin í Alambra (þ.e. Arabavirkið í Granada sem var á lista í vali á sjöunda undri veraldar) minnti sig alltaf á húsið heima...
Samt finnst þeim allt svo dýrt hérna. Eins eru þeir tíbískir arabar með það að borða ekki svínakjöt af því að trúin bannar það en bjór og vín sem trúin bannar líka er á undanþágu. Það er sama hvar maður er í heiminum, fólk er alls staðar eins ;)

En jólunum eyðum við í þessu villutrúarlandi og einhvern veginn er ég viss um að svínahamborgarahryggur er ekki í boði.

Thursday, October 18, 2007

Það er lítill kakkaskítur... í næstu blokk sem mig langar svo að lumbra aðeins á. Krakkinn er með svona sírenu og gjallarhorn og brúkar það án afláts!
Bíð eftir að hann labbar undir svalirnar, þá ýti ég við blómapottinum... Hehehe! Slysin gerast...

Wednesday, October 17, 2007

Barnaefnið - teiknimynd...

Gaur bý til ísklaka þar sem hann frystir skaftið á hníf í stórann kassalaga klaka. Svo lætur hann sig detta á hnífinn og drepst, klakinn bráðnar og vatnið gufar upp. Í þættinum er svo leynilögga sem vinnur að því að leysa málið...


Það er eins og mér finnist eitthvað ósamræmi vera í gangi. Ekki það að Southpark og Simpson eru fyndnir en þetta var actually barnaefni.


Ferian er í gangi hérna í Jaén, þ.e. bæjarhátíðin. Þetta er svona eins og viku þjóðhátíð fyrir bæjarbúana hérna. Gummi skrapp út tvö kvöld með bekkarfélögum mínum úr geodesiunni og kom heim um áttaleytið... um morguninn! Á daginn er tivolí, útimarkaðir og alls kyns sirkusdót. Á kvöldin er svo standandi partý með tilheyrandi diskótekum, drykkju og grasreykingum. Spánverjar hafa mjög gaman að því að skemmta sér - svo mikið er víst. Gréta systir var búin að tala um að koma! Hún skal koma á næstu feriu! Og ég veit sko hver verður heima næstu feriu á meðan við förum á djammið !


Mismunandi eldamennska á hverjum stað! Spæld egg eru hvergi eins...





Pablo og Gaspar að elda. Þetta eru strákar úr Topografiunni og Geodesíunni sem búa hérna í næstu blokk. Það er á dagskránni hjá þeim að kenna okkur að elda spænskan mat. Sem er svo sem í lagi... en sumt er ekki neitt voðalega gott að borða! T.d. að hálffylla pönnuna af dökk grænni ólifíuolíu og sjóða eggin í olíunni...
En þeir halda því fram að hún er það hollasta sem hægt er að boða, heldur manni hraustum, kemur í veg fyrir krabbamein og veldur langlífi. Þetta eru algjör trúarbrögð hérna, svo mikið er víst!

Thursday, October 11, 2007

Hvernig gerist maður nóbelsverðlaunahafi?
Ég held ég spili í lottóinu, líkurnar eru meiri.

Sá að dollarinn er kominn niður fyrir 60 kr. Núna er málið að kaupa sér dollara og það helvítis helling. Ef maður ætti bara helvítis helling til að kaupa fyrir... þá væri ég örugglega búin að eyða þeim í eitthvað annað ;)

Wednesday, October 10, 2007

Alltaf í boltanum ;)



Kom heim úr skólanum. Er fjóra daga til hálf níu á kvöldin og svona er ástandið þegar ég kem heim. Finn svo greinilega að manns er sárt saknað...

En feria de San Lucas... þ.e. San Lucas hátíðin byrjar annað kvöld og stendur í viku. Þetta samanstendur af huges sígaunamörkuðum, diskótekum og matsölustöðum í stórum tjöldum, tivoli, flamingodansar, söngvar o.fl..
Í fyrra fórum við á nautaat, en einu sinni var nóg. Núna er maður búinn að læra að borða meiri spænskan mat og kunna betur að meta hann.
En annars þarf ég að reyna að koma heilastarfseminni í gang hvað lærdóm varðar :=)

Ef einhvern vantar gistingu fyrir feriuna þá er ég með laust herbergi ;)

Friday, October 05, 2007

Í gær var 4 mánaða afmæli;) Stubbur er að verða stór







Það gefur náttúrulega auga leið að stubburinn minn verður stærðfræðingur með meiru! Ef þetta kallast ekki að hakka í sig stærðfræðiheimadæmin... hvað þá! ;)









Annars er einbeittur brotavilji á heimadæmunum!










Og burt með það!

Thursday, October 04, 2007

Hehe... ég er enn vitlausi hálftalandi skiptineminn!

Var í einhverju brasi með skráninguna mína í skólanum. Er búin að vera að safna saman þeim vinum mínum sem ég hef í kennarahópnum og þeir hafa verið að aðstoða mig við þetta bras mitt. M.a. bentu þeir mér á að tala við rektorinn, eða "Director de la Escuela" og ég dreif mig á skrifstofuna og spurði hvar ég finndi "Director de la Universidad". Konan mín horfði á mig eins og ég væri vitfirrt... Alveg viss! Director de la Universidad???
Ég: Jamm. Hvar finn ég hann?
Hún sagði mér hvar það væri. Í einhverri byggingu lengst í burtu. Rölti þangað, fann einhvern á ganginum og sagði honum að ég væri að leita að rektornum, hvort hann gæti sagt mér hvar hann væri. Ég endaði í voðalega fínni skrifstofu með leðursófum, málverkum og fínerí... á hlýrabol, gallabuxum og íþróttaskóm.
Konan sem virtist vera ritari ætlaði ekki að hleypa mér inn, hún var víst bara aðstoðarritari. Svo kom yfirritarinn út... í dragt, háhæluðum skóm og með uppsett hár. Ég sá á augnráðinu að ég var ekki klædd upp fyrir þessa heimsókn. Hún blíðkaðist aðeins þegar ég fór að baxa við að útskýra mál mitt.
"Þar aðeins að tala við rektorinn".
"...Hafið þér óskað eftir áheyrn, FRÚ!!!"
"Nei... ég ætlaði bara rétt snöggvast að eiga við hann orð, er hann við?"
"Hvert er erindið"?
"Er í smá brasi..."
"uhu, ég held það sé betra að þú ræðir við.... jarí jarí jarí" voðalega blíð á svipinn eins og ég væri smákrakki!

Ég sagði svo krökkunum að það væri bara eins og að ætla að tala við forsetann að tala við þennan rektor. Þá komst ég á því að "Director de la escuela" (rektor tækniháskólans) er ekki sá sami og "director de la Universidad" (rektor háskólanna). Sem nemandi er mjög erfitt meira að segja að fá að biðja um "áheyrn"... Kennararnir þurfa þess meira að segja, yfirmenn deilda og rektorar skólanna funda með honum.

Kennarinn sem var í tíma þegar þetta kom allt saman í ljós, sagði mér einmitt frá grein sem hann sá um spænskann blaðamann sem var að taka viðtal við forseta Íslands. Hann var á blaðamannafundi á Bessastöðum svo eru allir að fara og hann er kominn út í bíl þegar hann áttar sig á því að hann gleymd myndavélinni inni. Hann snéri við, bankaði og gékk inn og það var ekki læst. Hann gékk inn í stofuna, náði í myndavélina og labbaði út. Hann sagði síðan frá þessu í einhverri grein hérna á Spáni og var að furða sig á því að sjálfur forsetabústaðurinn væri ekki harðlæstur í bak og fyrir og vaktaður.
Núna halda þeir að ég sé algjör sveitalúði, sem er svo sem ekki svo fjarri lagi... en að Íslendingar séu það bara í heild sinni! Ég er alveg að brillera í landkynningunni ;)

Annars hefur stubbur það bara fínt...




Hérna er hún í æðislegu lopapeysunni sem Þóra, mamma Kittu prjónaði á hana. Hún var alveg eins og hinir sveitalúðarnir í smalamennskunni og réttunum :) Komin á bak á Kjóa gamla. Hann hugsar vel um litla fólkið;)



Komin hálfa leið í göngur en það var látið duga í þetta skiptið ;)






Komin til Spánar og búin að eignast nýjann stól til að sitja í við eldhúsborðið. Maður verður nú að fá að sitja til borðs með hinum!




Svona er maður duglegur að æfa sig ;)



Það er svolítið heitt stundum en það reddast. Fer kólnandi :)