Thursday, October 04, 2007

Hehe... ég er enn vitlausi hálftalandi skiptineminn!

Var í einhverju brasi með skráninguna mína í skólanum. Er búin að vera að safna saman þeim vinum mínum sem ég hef í kennarahópnum og þeir hafa verið að aðstoða mig við þetta bras mitt. M.a. bentu þeir mér á að tala við rektorinn, eða "Director de la Escuela" og ég dreif mig á skrifstofuna og spurði hvar ég finndi "Director de la Universidad". Konan mín horfði á mig eins og ég væri vitfirrt... Alveg viss! Director de la Universidad???
Ég: Jamm. Hvar finn ég hann?
Hún sagði mér hvar það væri. Í einhverri byggingu lengst í burtu. Rölti þangað, fann einhvern á ganginum og sagði honum að ég væri að leita að rektornum, hvort hann gæti sagt mér hvar hann væri. Ég endaði í voðalega fínni skrifstofu með leðursófum, málverkum og fínerí... á hlýrabol, gallabuxum og íþróttaskóm.
Konan sem virtist vera ritari ætlaði ekki að hleypa mér inn, hún var víst bara aðstoðarritari. Svo kom yfirritarinn út... í dragt, háhæluðum skóm og með uppsett hár. Ég sá á augnráðinu að ég var ekki klædd upp fyrir þessa heimsókn. Hún blíðkaðist aðeins þegar ég fór að baxa við að útskýra mál mitt.
"Þar aðeins að tala við rektorinn".
"...Hafið þér óskað eftir áheyrn, FRÚ!!!"
"Nei... ég ætlaði bara rétt snöggvast að eiga við hann orð, er hann við?"
"Hvert er erindið"?
"Er í smá brasi..."
"uhu, ég held það sé betra að þú ræðir við.... jarí jarí jarí" voðalega blíð á svipinn eins og ég væri smákrakki!

Ég sagði svo krökkunum að það væri bara eins og að ætla að tala við forsetann að tala við þennan rektor. Þá komst ég á því að "Director de la escuela" (rektor tækniháskólans) er ekki sá sami og "director de la Universidad" (rektor háskólanna). Sem nemandi er mjög erfitt meira að segja að fá að biðja um "áheyrn"... Kennararnir þurfa þess meira að segja, yfirmenn deilda og rektorar skólanna funda með honum.

Kennarinn sem var í tíma þegar þetta kom allt saman í ljós, sagði mér einmitt frá grein sem hann sá um spænskann blaðamann sem var að taka viðtal við forseta Íslands. Hann var á blaðamannafundi á Bessastöðum svo eru allir að fara og hann er kominn út í bíl þegar hann áttar sig á því að hann gleymd myndavélinni inni. Hann snéri við, bankaði og gékk inn og það var ekki læst. Hann gékk inn í stofuna, náði í myndavélina og labbaði út. Hann sagði síðan frá þessu í einhverri grein hérna á Spáni og var að furða sig á því að sjálfur forsetabústaðurinn væri ekki harðlæstur í bak og fyrir og vaktaður.
Núna halda þeir að ég sé algjör sveitalúði, sem er svo sem ekki svo fjarri lagi... en að Íslendingar séu það bara í heild sinni! Ég er alveg að brillera í landkynningunni ;)

Annars hefur stubbur það bara fínt...




Hérna er hún í æðislegu lopapeysunni sem Þóra, mamma Kittu prjónaði á hana. Hún var alveg eins og hinir sveitalúðarnir í smalamennskunni og réttunum :) Komin á bak á Kjóa gamla. Hann hugsar vel um litla fólkið;)



Komin hálfa leið í göngur en það var látið duga í þetta skiptið ;)






Komin til Spánar og búin að eignast nýjann stól til að sitja í við eldhúsborðið. Maður verður nú að fá að sitja til borðs með hinum!




Svona er maður duglegur að æfa sig ;)



Það er svolítið heitt stundum en það reddast. Fer kólnandi :)

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ohhh... sætar myndir, sérstaklega af Bergrós í lopapeysunni:)

3:49 PM  
Blogger Katrín said...

Lopapeysan er æði:) Hún var bara eins og lítill fullorðinn í réttunum;)

7:20 PM  
Blogger Kristjana said...

Jeminneini, hún Bergrós Ásta verður myndarlegri með hverri myndasyrpunni. Lopapeysan er auðvitað alveg dásamleg, hana vantar bara pínuponsulítinn reiðhjálm og þá hefði hún getað skellt sér í göngur.

3:54 AM  
Blogger Katrín said...

Fór í hestabúð á Akureyri til að kaupa sjálfri mér reiðhjálm. Spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti ekki hjálm á hana. Hann horfði á mig eins og ég væri vitfirrt ;)

En svo mikið veit ég kona nokkur sem hefur nú komið mörgum börnum til manns batt bara ungviðið framan á sig með ól og fór á stóðhestinum að gá að lambfé!
Enda eru það hestamenn upp til hópa :)

7:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Í alvöru talað Katrín, myndin af henni í stólnum gæti alveg eins verið myndin af þér sem er til heima á svipuðum aldri, sitjandi í stól... og lopapeysan er náttúrulega bara æði ;)
Gréta syss

12:16 PM  
Blogger Katrín said...

Við skulum bara vona hennar vegna að það eldist af henni ;)

1:19 PM  

Post a Comment

<< Home