Wednesday, October 17, 2007

Barnaefnið - teiknimynd...

Gaur bý til ísklaka þar sem hann frystir skaftið á hníf í stórann kassalaga klaka. Svo lætur hann sig detta á hnífinn og drepst, klakinn bráðnar og vatnið gufar upp. Í þættinum er svo leynilögga sem vinnur að því að leysa málið...


Það er eins og mér finnist eitthvað ósamræmi vera í gangi. Ekki það að Southpark og Simpson eru fyndnir en þetta var actually barnaefni.


Ferian er í gangi hérna í Jaén, þ.e. bæjarhátíðin. Þetta er svona eins og viku þjóðhátíð fyrir bæjarbúana hérna. Gummi skrapp út tvö kvöld með bekkarfélögum mínum úr geodesiunni og kom heim um áttaleytið... um morguninn! Á daginn er tivolí, útimarkaðir og alls kyns sirkusdót. Á kvöldin er svo standandi partý með tilheyrandi diskótekum, drykkju og grasreykingum. Spánverjar hafa mjög gaman að því að skemmta sér - svo mikið er víst. Gréta systir var búin að tala um að koma! Hún skal koma á næstu feriu! Og ég veit sko hver verður heima næstu feriu á meðan við förum á djammið !


Mismunandi eldamennska á hverjum stað! Spæld egg eru hvergi eins...





Pablo og Gaspar að elda. Þetta eru strákar úr Topografiunni og Geodesíunni sem búa hérna í næstu blokk. Það er á dagskránni hjá þeim að kenna okkur að elda spænskan mat. Sem er svo sem í lagi... en sumt er ekki neitt voðalega gott að borða! T.d. að hálffylla pönnuna af dökk grænni ólifíuolíu og sjóða eggin í olíunni...
En þeir halda því fram að hún er það hollasta sem hægt er að boða, heldur manni hraustum, kemur í veg fyrir krabbamein og veldur langlífi. Þetta eru algjör trúarbrögð hérna, svo mikið er víst!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já þessar teiknimyndir. Ég hlustað á Berghildi lýsa Tomma og Jenna fyrir afa sinn um daginn og ég er ekki viss um að það sé mjög gott barnaefni svona frá uppeldislegu sjónarmiði
kv
Sirrý

10:32 AM  
Blogger Katrin said...

Tommi og Jenný eru náttúrulega æði! En ég held það sé ekki ráðlegt að það sé köttur á heimilinu;)

Fann Tomma og Jenna á netinu, fullt af þáttum á DVD. Var að spá í versla nokkra. Ég hef hvort eð er aldrei þolað ketti;)

2:58 PM  

Post a Comment

<< Home