Þá er það frá... Afríka verður það um jólin, nánar tiltekið Marocco. Gréta systir er búin að fara í Ikea og kaupa vasaútgáfu af jólatré, Vilborg er búin að fjárfesta í Lonley Planet og ég er farin að æfa jólalögin;)
Annars má vera að við förum aftur til Marocco í mars. Það er einhver stemming fyrir því í bekknum að fara að heimsækja þá bræður Josef og Zacarias. Pabbi þeirra á mælingafyrirtæki og sendi þá hingað að læra mælingadæmið. Ég veit ekki hvað er til í því, en þeir segjast búa í höll og vera með þjónustufólk. Eins á fjölskyldan sumarhús við Miðjarðarhafið.
Veit ekki alveg hvort þetta stenst allt saman. Jósef sagði t.d. að höllin í Alambra (þ.e. Arabavirkið í Granada sem var á lista í vali á sjöunda undri veraldar) minnti sig alltaf á húsið heima...
Samt finnst þeim allt svo dýrt hérna. Eins eru þeir tíbískir arabar með það að borða ekki svínakjöt af því að trúin bannar það en bjór og vín sem trúin bannar líka er á undanþágu. Það er sama hvar maður er í heiminum, fólk er alls staðar eins ;)
En jólunum eyðum við í þessu villutrúarlandi og einhvern veginn er ég viss um að svínahamborgarahryggur er ekki í boði.
3 Comments:
enda er þessi svínahamborgarahryggur ekki ekta jólamatur !!! Hér verður rétta jólalyktin, tryggði það í fyrra, geymdi 3 til öryggis (nískan að drepa mig) treysti ekki á að ná einhverju fyrir þessi jól
kv. Sirrý
Hehe... held að það sé enn minna um rjúpur... því miður! Feluliturinn virkar ekki í eyðimörkinni;)
Hvernig ætli mælingakamel sé útbúinn???
Post a Comment
<< Home