Sunday, February 27, 2005

Hvernig lítur heili í karlmanni út?Efast um að þetta sé svo fjarri lagi!


Friday, February 25, 2005

Nýtt, enn eitt mission...

Setti af stað hlaupadagbók, linkur til hliðar. Nú er að sjá hvernig það gengur ;)

En næsta mál á dagskrá er pizza frá Eldsmiðjunni, pizza a la chief!

En það var ljótt með bílinn. Náðum ekki sundur stykkinu sem klemmir sig utan á bremsudiskinn þannig að það var bara rifið af í heilu lagi og bremsuklossarnir plokkaðir úr. Svo var nýjum troðið í en það var ekki hægt að koma stykkinu aftur upp á nýja bremsudiskinn. Til að geta glennt klossana sundur var eina ráðið að tappa af bremsuvökvanum. Þetta gékk allt áfallalaust fyrir sig, nema hvað... Settum bara bremsuvökva á aftur en það var komið loft inn á kerfið og bremsurnar detta bara niður í botn þegar maður ýtir á þær. Eina ráðið er að pumpa vel áður en fyrirhugað er að bremsa til að ná upp smá þrýstingi.
Er búin að ráða sérlegan aðstoðarmann, Láru, sem hefur samþykkt að redda þessu með mér við tækifæri. Það verður gaman að sjá hvernig við komum til með að leysa þetta vandamál... En vandamálin eru til að leysa þau, og því verður ekki logið upp á okkur að vera snillingar!

Monday, February 21, 2005


Sjaid bara nyja bremsudiskinn minn
Myndina sendi ég


Her sjaid tid konudagsgjofina! Tad er ekki billinn, heldur drullutjakkurinn! Raudur eins og rosir...
Myndina sendi ég


Gummi ad gera vid djasnid. Hann verdur ad skilja hann eftir svo eg get bara farid sjalf a fjoll:-)
Myndina sendi ég

Wednesday, February 16, 2005

Íslenskt veðurfar þjáist af geðklofa! Við Lára horfðum á óveðrið byrja í gær og það var alveg snælduvitlaust veður í morgun.

Jeppaferð um helgina. Gummi fer að austan, Elmar frá Ak. og Pálmi og félagar að sunnan... og mig langar svo með en ég er að fara í próf á föstudaginn og kemst ekki! Gummi er búinn að stinga nokkrum sinnum upp á því að ég sleppi bara prófinu og ég er svo sannarlega búin íhuga það. Ég tek áfangann bara á næsta ári eða eitthvað, en samviskan segir mér að það sé ekkert svo sniðugt.

Spurning hvort ég nái að fljúga á Ak. strax eftir próf og hvort þeir geti beðið eftir mér þar Gummi fer upp Bárðadalinn þannig að það munar engu fyrir hann að kippa mér með.

Fyrst á að fara í Laugafell, gista þar, svo daginn eftir í Hveravelli og gista þar. Komum aftur á sunnudaginn.
Það er alveg magnað í Laugafelli í heitu lindinni, en það besta er samt klósettið. Það er nefninlega svo mikið heitt vatn þarna að það er notað í klósettið og ef maður situr of lengi á klósettinu þá fær maður rúsínurass ;) Appelsínuhúð hvað??? Kofinn þarna er upphitaður með heitu vatni og geggjað fínn. Svo eiga allir að fara naktir í laugina ;) Sá nokkra rassa þegar ég var þarna síðast.

Ég verð svo leið ef ég kemst ekki... Það er víst ekki hægt að gera allt, en mér hefur nú tekist, með frábærri skipulagningu, að komast yfir flest sem ég ætla mér. Spurning um forgangsröðun.

Mig langar svo að prófa nýja GPS tækið mitt. Ég hef ekki sett inn einn punkt!


Sólhattur og C-vitamín eru að bjarga heilsunni fyrir horn; ég virðist ætla að lifa þetta af... 7-9-13 !

Monday, February 14, 2005

Oh! mig auma...

Ég er með einhvern flensuskít og það er að gera mig brjálaða! Ég geri lítið annað en að snýta mér...

Þetta ætlar mig lifandi að drepa!!!

Oh mig auma...

Thursday, February 10, 2005

Þröngsýnir Reykvíkingar!

Það að fara út á land... það að vera utan af landi... Þá er ég ekki að tala um Hafnarfjörð!

Var á fyrirlestri niðri í skipulagsstofnun, þar sem kona var að tala um skipulög fyrir bæi og sveitir. Borgarskipulagið er eitthvað sér á parti, en það stendur til að skylda öll sveitarfélög á landinu til að koma með deiliskipulag og aðalskipulag fyrir árið 2008. Þetta felur í sér að skrá allar fornminjar, eyðibýli, landamerki o.s.frv. og gera skipulag fyrir næstu ár í sveitarfélaginu. Fyrir utan að þetta kostar gommu fjár þá er hvort eð er aldrei farið eftir þessu!

Ég spurði í hvernig þetta væri með sveitafélög úti á landi hefðu tekið í þetta. Konan svaraði að það gengi bara vel, Selfoss væri kominn vel á veg og þeir væru vel komnir af stað með þetta á Akranesi.

Fullt af fólki vinnur í Reykjavík en býr á öðrum hvorum staðnum. Þetta er ekki úti á landi, þetta er frekar úthverfi Reykjavíkur... Eldri borgara staður þar sem fólkið sem flytur þangað vill komast vikulega að skoða barnabörnin í borginni og komast í golf.

Úti á landi telst því vera úti í sveit, lengra en 100 km frá Reykjavík.

Margir Reykvíkingar eru það þröngsýnir, hvað landsbyggðina varðar, að þeir gætu horft í gegnum skráargatið með báðum augum... og séð út á land!

Sunday, February 06, 2005

Er möguleiki að froskurinn minn sé að skipta um kyn? Geta þeir það? Þeir eru farnir að hnoðast hvor á öðrum og annar þeirra er að missa alla deppalana á maganum og er að verða svo ljós yfirlitum. Þannig eru kellingarnar einmitt! Þeir eru nú búnnir að vera einir saman í ár núna svo það er aldrei að vita.
Þori ekki að setja Alexander Fourier hjá þeim líka. Þeir myndu kannski fara að EÐLA sig... hehehehe

Hvað er fáránlegra og minna aðlaðandi nafn en... Not so short guide to... Um leið og maður sér þetta þá sér maður náttúrulega í hendi sér að þetta er fljótlegt og auðlesanlegt rit! Ekki satt?


Bar út nokkur Röskvublöð í dag. Þau voru nú ekki mörg en gott að hafa lagt eitthvað til málanna fyrir rétta málsstaðinn.
Ef það er eitthvað sem mér finnst aumara en að kjósa rangan málsstað... það er þá að kjósa ekki yfir höfuð og halda samt áfram að væla og nöldra.

Ég held að það sé hægt að skipta fólki niður eftir hvað og af hvaða ástæðu það kýs...


Fólk sem trúir á málstaðinn og sýnir það í orðum og gjörðum. (Oft fólk í minni hluta af því að ... ÞAÐ TEKUR AFSTÖÐU! og stendur við hana sama öllum völdum líður)

Fólk sem trúir á málsstaðinn en kýs svo eitthvað; annað hvort af því að því er sagt að gera það eða það heldur að sá kostur hljóti samt að vera betri en þeirra eiginn.

Fólk sem kýs af því að foreldrar, afar og ömmur og forfeður þeirra kusu. (Fótbolta-andinn, þú heldur með þínu liði sama hver andskotinn gengur á!!!)

Fólk sem lætur auglýsingar og kosningarherferðir leiða sig villu vegar. (Það að ákveða sig á síðustu vikum fyrir kostningar, boy oh boy!)

Fólk sem er alveg sama og kýs bara eitthvað.

... og fólk sem tekur ekki einu sinni afstöðu og heldur áfram að nöldra, það ætti þá frekar að skila auðu.


En hvað varðar háskólapólitíkina, þá finnst mér fáránlegt að það skuli vera um 30% þátttaka í kostningunum. Samt er fólk að væla yfir lélegri aðstöðu, kennurum, lánum o.fl. Ætli við stæðum ekki ögn sterkar ef við gætum sýnt fram á smá sameinað afl.

Íslendingar eru ótrúlega daufir hvað róttækar aðgerðir varðar; fólk vælir og nöldrar í smá tíma og svo er bara gengið útfrá því að svona verði hlutirnir og í því sé ekkert að gera. Það vantar eitthvað af franska baráttu-ástríðunni! Mæta með heykvíslir og hrossaskít niður í Alþingi!

Hvað réttlætir það að námslánin séu reiknuð frá neyslugrunni frá því árið 1995?
Hvers vegna í ósköpunum erum við 10 þúsund kalli undir atvinnuleysisbótum; þetta er enginn styrkur, þetta er lán!
Hvernig stendur á því að bankarnir geta lánað fólki tugi milljóna á 4% vöxtum til 25 eða 40 ára á meðan við borgum okkar upp á u.þ.b. 10 til 15 árum og þau eru á 3% vöxtum. Eiga þetta ekki að vera einhver einstök kjör?
Svo get ég svarið það að þeir grófu einn kennarann upp úr gröfinni til að fá hann til að kenna Fourier-greiningu. Maðurinn er ótalandi, óskrifandi og algjörlega allt of háfleygur í stærðfræði til að kenna mennsku fólki. Æviráðning kennara eða fundu þeir ekkert betra?

Svo fór ég með litlu frænku mína í skólann. Hún er 7 mánaða og svaf bara í vagninum inni í stofunni á meðan kynning var, sem mig langaði til að fara á. Það var svo sem ekkert vandamál. Vandamálið var að koma barnavagni með krakka í inn í bygginguna og upp á þriðju hæð! Rosalega er ég fegin að vera ekki fötluð! Inntökuskilyrði fatlaðra í Verkfræðideild er að þeir geti flogið!

Ef við erum að reyna að baksast við að kynna okkur sem hátæknivædda og menntaða þjóð, þá held ég að við verðum að gera eitthvað í þessum menntamálum áður en... eða þar sem fjöldinn er löngu búinn að sprengja allt utan af sér og menntakerfið hoppar um með buxurnar á hælunum.