Þröngsýnir Reykvíkingar!
Það að fara út á land... það að vera utan af landi... Þá er ég ekki að tala um Hafnarfjörð!
Var á fyrirlestri niðri í skipulagsstofnun, þar sem kona var að tala um skipulög fyrir bæi og sveitir. Borgarskipulagið er eitthvað sér á parti, en það stendur til að skylda öll sveitarfélög á landinu til að koma með deiliskipulag og aðalskipulag fyrir árið 2008. Þetta felur í sér að skrá allar fornminjar, eyðibýli, landamerki o.s.frv. og gera skipulag fyrir næstu ár í sveitarfélaginu. Fyrir utan að þetta kostar gommu fjár þá er hvort eð er aldrei farið eftir þessu!
Ég spurði í hvernig þetta væri með sveitafélög úti á landi hefðu tekið í þetta. Konan svaraði að það gengi bara vel, Selfoss væri kominn vel á veg og þeir væru vel komnir af stað með þetta á Akranesi.
Fullt af fólki vinnur í Reykjavík en býr á öðrum hvorum staðnum. Þetta er ekki úti á landi, þetta er frekar úthverfi Reykjavíkur... Eldri borgara staður þar sem fólkið sem flytur þangað vill komast vikulega að skoða barnabörnin í borginni og komast í golf.
Úti á landi telst því vera úti í sveit, lengra en 100 km frá Reykjavík.
Margir Reykvíkingar eru það þröngsýnir, hvað landsbyggðina varðar, að þeir gætu horft í gegnum skráargatið með báðum augum... og séð út á land!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home