Nýtt, enn eitt mission...
Setti af stað hlaupadagbók, linkur til hliðar. Nú er að sjá hvernig það gengur ;)
En næsta mál á dagskrá er pizza frá Eldsmiðjunni, pizza a la chief!
En það var ljótt með bílinn. Náðum ekki sundur stykkinu sem klemmir sig utan á bremsudiskinn þannig að það var bara rifið af í heilu lagi og bremsuklossarnir plokkaðir úr. Svo var nýjum troðið í en það var ekki hægt að koma stykkinu aftur upp á nýja bremsudiskinn. Til að geta glennt klossana sundur var eina ráðið að tappa af bremsuvökvanum. Þetta gékk allt áfallalaust fyrir sig, nema hvað... Settum bara bremsuvökva á aftur en það var komið loft inn á kerfið og bremsurnar detta bara niður í botn þegar maður ýtir á þær. Eina ráðið er að pumpa vel áður en fyrirhugað er að bremsa til að ná upp smá þrýstingi.
Er búin að ráða sérlegan aðstoðarmann, Láru, sem hefur samþykkt að redda þessu með mér við tækifæri. Það verður gaman að sjá hvernig við komum til með að leysa þetta vandamál... En vandamálin eru til að leysa þau, og því verður ekki logið upp á okkur að vera snillingar!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home