Íslenskt veðurfar þjáist af geðklofa! Við Lára horfðum á óveðrið byrja í gær og það var alveg snælduvitlaust veður í morgun.
Jeppaferð um helgina. Gummi fer að austan, Elmar frá Ak. og Pálmi og félagar að sunnan... og mig langar svo með en ég er að fara í próf á föstudaginn og kemst ekki! Gummi er búinn að stinga nokkrum sinnum upp á því að ég sleppi bara prófinu og ég er svo sannarlega búin íhuga það. Ég tek áfangann bara á næsta ári eða eitthvað, en samviskan segir mér að það sé ekkert svo sniðugt.
Spurning hvort ég nái að fljúga á Ak. strax eftir próf og hvort þeir geti beðið eftir mér þar Gummi fer upp Bárðadalinn þannig að það munar engu fyrir hann að kippa mér með.
Fyrst á að fara í Laugafell, gista þar, svo daginn eftir í Hveravelli og gista þar. Komum aftur á sunnudaginn.
Það er alveg magnað í Laugafelli í heitu lindinni, en það besta er samt klósettið. Það er nefninlega svo mikið heitt vatn þarna að það er notað í klósettið og ef maður situr of lengi á klósettinu þá fær maður rúsínurass ;) Appelsínuhúð hvað??? Kofinn þarna er upphitaður með heitu vatni og geggjað fínn. Svo eiga allir að fara naktir í laugina ;) Sá nokkra rassa þegar ég var þarna síðast.
Ég verð svo leið ef ég kemst ekki... Það er víst ekki hægt að gera allt, en mér hefur nú tekist, með frábærri skipulagningu, að komast yfir flest sem ég ætla mér. Spurning um forgangsröðun.
Mig langar svo að prófa nýja GPS tækið mitt. Ég hef ekki sett inn einn punkt!
Sólhattur og C-vitamín eru að bjarga heilsunni fyrir horn; ég virðist ætla að lifa þetta af... 7-9-13 !
0 Comments:
Post a Comment
<< Home