Issue dagsins í dag: HOR
Hversu mikið hor getur ein manneskja framleitt? Ég hlýt að vera farin að nálgast heimsmetið; enda ekki við öðru að búast þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur.
Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Hafið þið einhvern tíman ímyndað ykkur hversu miklu hori þið náið að snýta úr nefinu á ykkur í einni svona meðal pest. Ég er búin að vera að áætla og ég er örugglega komin með einn kaffibolla, jafnvel tekönnu, af hori, þá miðað við fljótandi form ekki þannig að það hafi þornað og rýrnað dag frá degi. Þessi pest hefur yfirtekið alla mína líkamsvessa og breytt þeim í hor og heldur áfram viðstöðulausri framleiðslu á því. Ég er búin að prófa nefdropa og lemsip, sítrónute og hunang, anda yfir gufu, hálstöflur og milljón atriði og það sér ekki högg á vatni.
Þið sem eruð eitthvað viðkvæm yfir hori ættuð ekki að hafa lesið fyrri part þessa pistils en úr því sem komið er þá er ykkur óhætt að lesa áfram;)
Mér hefnist fyrir það að hafa reddað mér læknisvottorði fyrir þetta helvítis próf sem ég er að fara í núna. Nú fyrst á ég raunverulega skilið að fá læknisvottorð en mig langar alveg hrikalega til að losna við þetta helvítis próf.
En hversu lengi getur ein skitin pest enst? Ég væri fyrir löngu búin að gefast upp á þessum leiðinlega félagsskap og farin eitthvað annað. Þið sem ekki eruð búin að fá pest nýlega takið inn slatta af c-vitamíni til að losna við þessa. Eins og ég hef nú reynt að gefa í skyn þá er hún svona í leiðinlegri kantinum.