Tuesday, August 10, 2004

Úff, þvílíki hitinn! Þvílík sæla.

Þegar ég fór í vinnuna rétt fyrir hálf átta í morgun þá mætti mér hiti þegar ég kom út um útidyrnar, ekki þessi venjulegi morgun-kulda-hrollur. Það er ekki skýhnoðri á himni og ég er að fara heim og grillast í sólinni.

Ég trúi því ekki að ég sé að fara að byrja í skólanum aftur og sumarið sé að verða búið. Það er svo stutt síðan ég kom hingað austur og ég hreinlega nenni ekki að fara aftur suður, þar er ekkert við að vera nema vera í skólanum og svo þegar maður er ekki að læra þá er maður að hanga einhversstaðar. Ég þarf að finna mér eitthvað áhugamál í Reykjavík. Það eina sem ég hef fundið áhugavert þar hingað til og kem til með að sakna þegar ég flyt þaðan eru Hlöllabátar. En ég geri mér fyllilega grein fyrir að ef það verður ,,áhugamálið" sem ég ætla að sinna af einhverjum krafti þá fer rassinn á mér línulega vaxandi út í hið óendanlega. Það hlýtur að vera eitthvað fleira sem varið er í að eyða tímanum í. Ræktin er svo sem ágæt en ég ætla nú ekki að fara að eyða neitt of miklum tíma þar, það gæti eyðilagt anti-sportista-orðsporið mitt.

En er farin í sólina...

Hasta luego
Far vell

0 Comments:

Post a Comment

<< Home