Jæja, nú er það búið. Hitinn er að drepa mig. Það er yfirleitt frekar svalt inni á skrifstofunni en nú er svo komið að það er molla hérna inni og enn verra úti. Gera veðurguðirnir sér ekki grein fyrir að við erum engin hitabeltisdýr. Við erum íslenskir víkingar og klæðumst skinnum og berjum hvert annað. En tímarnir breytast og fólkið með, farin á Café Nilsen og fá mér bjór. Fæ Ingimar með mér, hann kemur pottþétt með!
Fallandaforað
Hel er dóttir Loka og Angurboðu. Hún er systir Fenrisúlfs og Miðgarðsorms. Óðinn kastaði Hel í Niflheim og þar ræður hún yfir níu heimum. Salur Heljar heitir Éljúðnir og nefnist þröskuldur hans Fallandaforað. Þræll hennar heitir Ganglati og ambáttin Ganglöt. Hún matast af disknum Hungri með hnífnum Sulti. Sæng Heljar heitir Kör og rekkjutjöldin blíkjandaböl.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home