Thursday, August 19, 2004

Nú er það búið!

Ég er veiikkkkk, og það er enginn hér til að vorkenna mér. Ég óttast að þetta komi til með að verða mitt síðasta. Ég ætla að fara að hnipra niður á blaðsnifsi örlitla erfðaskrá og reyna að koma eignum mínum fyrir. Ég fer að ráðum pabba og læt haglabyssuna fylgja hestinum.

Þangað til yfir líkur held ég áfram að engjast og kveljast. Ég þarf að snýta mér á fimm mínútna fresti, eða þar sem ég gleymdi debetkortinu mínu fyrir austan þá get ég einnig verið í hálfu/heilu fæði hjá sjálfri mér og sparað mér pening. Hálskirtlarnir eru eins og tvö eistu í hálsinum á mér og helaumir. Hljóðhimnurnar þenjast út sitt á hvað og ég heyri ekki hálfa heyrn. Ég hef á tilfinningunni að ég líti út eins og neanderdalsmaður því ennið á mér er minnst kosti fimm falt. Augun á mér fara að fljóta út úr hausnum og ég hef á tilfinngunni að ég sé eina manneskjan í jarðríkinu sem er með hjartað staðsett aftan við ennisblaðið. Ég er búin að afreka það að hnerra átta sinnum í röð; erfðir frá Ömmu í Helgó eru alltaf að koma betur og betur fram. Þess á milli hósta ég eins og ég fái borgað fyrir það. Síðastliðin nótt var hræðileg, sem er svo sem ekkert skrítið miðað við að ef nefið er stíflað þá andar maður með munninum og hann skorpnar upp og ég kem varla upp tísti.
Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta? Ætli Gummi hafi sent þetta á mig. Ég stakk af suður og skildi hann eftir með fullt hús af ættingjum. Emilía svaf uppí, Sunna og Þórarinn á gólfinu, Þóra og kærasti hennar inni í stofu og Ragga og Atli, Gréta og Jón í sitt hvoru herberginu. Hann spurði bara hvar þetta myndi eiginlega enda. En sem betur fer höfum við bæði ofboðslega gaman að því að hafa fólk í kringum okkur og bæði alin upp við það að heimilin séu eins og opin hús. Við komum til með að hafa þetta svona í framtíðinni, við þurfum bara að byggja okkur enn stærra hús.

En nú er bara að duga eða drepast...
... to be continued... hopefully;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home