Monday, November 29, 2004

Hvað halda útlendingar eiginlega þegar þeir koma til Íslands... Við erum svo over-do-it þegar við tökum okkur eitthvað fyrir hendur.

SHEEP WORRIER - Stekkjarstaur

GULLY GAWK - Giljagaur

STUBBY
- Stúfur

SPOON LICKER - Þvörusleikir

POT LICKER - Pottasleikir

BOWL LICKER - Askasleikir

DOOR SLAMMER
- Hurðaskellir

SKYR GLUTTON - Skyrgámur

SAUSAGE STEALER - Bjúgnakrækir

WINDOW PEEPER - Gluggagægir

DOOR SNIFFER - Gáttaþefur

MEAT HOOK - Ketkrókur

CANDLE BEGGAR - Kertasníkir





Hvað myndu bandarískir krakkar halda ef þau vissu að næstu nótt myndi
Window Peeper koma í heimsókn á meðan þau væru sofandi... Þar sem það er löglegt að hafa byssu til heimilis og einkanota þar í landi myndu þau væntanlega skjóta hann og losa samfélagið við þennan ósóma... og fá orðu fyrir. Hann færi ekki mikið lengra þessi jólin. Enda myndi ég ráðleggja jólasveininum, eins og staðan í heiminum er í dag, að bæta skotheldu vesti inn á sig; þá sérstaklega ef hann ætlar að fara um í USA.
Mér finnst samt allt í lagi með gáttaþef, en Door Sniffer. Mér dettur bara einhver aflóga perri í hug og vil ekkert með hann hafa, allra síst fá hann inn til mín um miðja nótt.
Eins er ég viss um að Eþjóðpíu finndist ekkert fyndið að fá Meat Hook í heimsókn. Eða fyrir eskimóana að fá Door Slammer í inn, hvað þá þegar hann færi út og snjóhúsið færi í mola. Sendum Stubby til Japans og Gully Gawk til Indlands. Við komum til með að brillera í alþjóðasamskiptum og enginn vill koma til Íslands um jólin.

Wednesday, November 24, 2004

Einn handa Hóu ;)


A math/engineering convention was being held. On the train to the convention, there were a bunch of math majors and a bunch of engineering majors. Each of the math majors had his/her train ticket. The group of engineers had only ONE ticket for all of them. The math majors started laughing and snickering.

Then, one of the engineers said "here comes the conductor" and then all of the engineers went into the bathroom. The math majors were puzzled. The conductor came aboard and said "tickets please" and got tickets from all the math majors.

He then went to the bathroom and knocked on the door and said "ticket please" and the engineers stuck the ticket under the door. The conductor took it and then the engineers came out of the bathroom a few minutes later. The math majors felt really stupid.

So, on the way back from the convention, the group of math majors had one ticket for the group. They started snickering at the engineers, for the whole group had no tickets amongst them. Then, the engineer lookout said "Conductor coming!". All the engineers went to one bathroom. All the math majors went to another bathroom. Then, before the conductor came on board, one of the engineers left the bathroom, knocked on the other bathroom, and said "ticket please."

Fyrir þau ykkar sem enn trúið á jólasveininn... boy oh boy.


1) No known species of reindeer can fly. BUT there are 300,000 species of living organisms yet to be classified, and while most of these are insects and germs, this does not COMPLETELY rule out flying reindeer which only Santa has ever seen.

2) There are 2 billion children (persons under 18) in the world. BUT since Santa doesn't (appear) to handle the Muslim, Hindu, Jewish and Buddhist children, that reduces the workload to 15% of the total - 378 million according to Population Reference Bureau. At an average (census) rate of 3.5 children per household, that's 91.8 million homes. One presumes there's at least one good child in each.

3) Santa has 31 hours of Christmas to work with, thanks to the different time zones and the rotation of the earth, assuming he travels east to west (which seems logical). This works out to 822.6 visits per second. This is to say that for each Christian household with good children, Santa has 1/1000th of a second to park, hop out of the sleigh, jump down the chimney, fill the stockings, distribute the remaining presents under the tree, eat whatever snacks have been left, get back up the chimney, get back into the sleigh and move on to the next house. Assuming that each of these 91.8 million stops are evenly distributed around the earth (which, of course, we know to be false but for the purposes of our calculations we will accept), we are now talking about .78 miles per household, a total trip of 75-1/2 million miles, not counting stops to do what most of us must do at least once every 31 hours, plus feeding and etc.

This means that Santa's sleigh is moving at 650 miles per second, 3,000 times the speed of sound. For purposes of comparison, the fastest man- made vehicle on earth, the Ulysses space probe, moves at a poky 27.4 miles per second - a conventional reindeer can run, tops, 15 miles per hour.

4) The payload on the sleigh adds another interesting element. Assuming that each child gets nothing more than a medium-sized lego set (2 pounds), the sleigh is carrying 321,300 tons, not counting Santa, who is invariably described as overweight. On land, conventional reindeer can pull no more than 300 pounds. Even granting that "flying reindeer" (see point #1) could pull TEN TIMES the normal amount, we cannot do the job with eight, or even nine. We need 214,200 reindeer. This increases the payload - not even counting the weight of the sleigh - to 353,430 tons. Again, for comparison - this is four times the weight of the Queen Elizabeth.

5) 353,000 tons traveling at 650 miles per second creates enormous air resistance - this will heat the reindeer up in the same fashion as spacecraft re-entering the earth's atmosphere. The lead pair of reindeer will absorb 14.3 QUINTILLION joules of energy. Per second. Each. In short, they will burst into flame almost instantaneously, exposing the reindeer behind them, and create deafening sonic booms in their wake. The entire reindeer team will be vaporized within 4.26 thousandths of a second. Santa, meanwhile, will be subjected to centrifugal forces 17,500.06 times greater than gravity. A 250-pound Santa (which seems ludicrously slim) would be pinned to the back of his sleigh by 4,315,015 pounds of force.

In conclusion - If Santa ever DID deliver presents on Christmas Eve, he's dead now.

Jól, jól, jól...

Getur fólk ekki hugsað um eitthvað annað! Í dag, er heill mánuður í aðfangadag. Það er allstaðar skraut, í öllum búðum, jafnvel komið í hús og garða. Ég var nærri soltin í hel, átti ekki svo mikið sem mjólkurdreitil í tvo daga af því að ég hreinlega fékk það ekki af mér að fara inn í 10 11. Neyddist til þess í gær og hvað sé ég... jólaskraut, jólakort, jólapappír (er fólk farið að pakka inn jólagjöfunum líka) jólanammi, seríur og það versta!... það voru spiluð jólalög allann tímann sem ég var þarna inni. Ég var heppin, var með headphone á hausnum og gat hækkað í honum, en á milli laga heyrði ég í jólalögunum. Ég bíð bara eftir að starfsfólkið setji upp jólahúfur.

Hvað gengur eiginlega að fólki? Er það réttlætanlegt að næstum tveir mánuðir af árinu fari í jólapælingar. Samfélagið umturnast. Fólk svitnar við tilhugsunina um útgjöldin, kaupa jólagjafir, kaupa jólamat, jólatiltekt (sem er svo sem bara af hinu góða), jólabakstur (sem er það eina skemmtilega) og endalaust gauf.

Hvað með þá sem eiga ekki bót fyrir boruna á sér og ekki svo mikið sem augnablik aflögu í þetta, svo ekki sé talað um áhuga.

Af hverju má ekki bara halda upp á þetta þriðja hvert ár?
Það var gerð einhver rannsókn á krökkum í sambandi við jólaupplifun. Það var dæmi um áfallahjálp og þunglyndismeðferðir á krökkum vegna vonbrigða með jólin. Það var búið að byggja upp svo stórar kastalaborgir í kringum jólin og þau fengu svo bara áfall þegar þetta var ein kvöldstund og svo búið. Hvað er verið að gera þessum greyjum. Fólk þarf nú aðeins að fara að hugsa sinn gang og halda sig með báða á jörðinni.

En af því að samfélagið umturnast þá verður maður að fylgja með. Fínt að fá frí frá skólanum, slappa af og hitta mann og annan. Geta unnið sér inn smá pening og komist á fjöll eða í svartfugl. Verði þeim að góðu sem ætla bara að éta eins og svín, liggja í leti og horfa á glingrið í kringum sig. Þetta er mannskemmandi, en samfélagið ætlast til þess af manni.

Saturday, November 20, 2004

Stundum held ég að hausinn á mér, eða hauskúpan, sé gerð úr afgöngum af gömlu sigti. Það hafði á sínum tíma möskvastærð um 5x5 sm en er nú rifið og tætt. Eins og gefur að skilja heldur þetta sigti ekki ýkja miklu og er það ástæðan fyrir því að mig er farið að gruna að framleiðsla toppstykkisins hafi ekki verið sem skildi. Því miður fylgdi ekkert ábyrgðaskírteini með og verð ég því að reyna að gera gott úr þessu úr því sem orðið er.
Ég reyndi á tímabili að halda bara fyrir annað eyrað og snúa hinu í áttina á kennaranum en það hefur lítinn árangur borið hingað til. Ég lít bara bjálfalega út við þessa iðju mína og fólk heldur að ég hafi fengið flugu í eyrað.

Annað sem gæti orsakað þetta óeðlilega ástand er lítið illa skilgreint fyrirbæri, er nefnist svarthol...




...sem virðist staðsett ekki ýkja langt frá minniskubbnum þarna efra. Svo virðist vera sem það sé farið að hafa áhrif á nærliggjandi umhverfi og farið að narta aðeins í geymslustöðvarnar. Einstaka upplýsingar, meira að segja töluvert magn af þeim, eiga það til að villast þarna inn. Þær sogast þangað í öðru tímarúmi og er þær koma inn fyrir þar sem þyngdarhröðunin er enn meiri bútast þær niður í frumeindir (svona eins og ef fóturinn færi á undan í aðra þyngdarhröðun en restin væri eftir úti, það hlýtur að vera sárt) og jafnvel smærra. Á þeim tímapunkti tortímast þær að eilífu og engin mannleg öfl megna það að ná þeim aftur. Þetta óskilgreinda svarthol mitt virðist einnig vera matvant og hirðir bara merkilegar og áhugaverðar upplýsingar en skilur allt ruslið eftir og varðveitir minniskubburinn það samviskusamlega. Sem dæmi má nefna safn klámvísa, ártöl úr Íslandssögunni, goðafræði og heimskulegar tilvitnanir. Svartholið virðist hafa meiri áhuga á jarðtækni, straumfræði og álags og öryggisfræðum.
Margar hverjar af þessum upplýsingum hafa þeyst á ljóshraða gegnum heilahvelið og beint inn í svartholið; það er bara eins og þær hafi aldrei komið inn fyrir hausins eyra.

Spurningin er bara hvenær það nær taki á umhverfinu, ég ranghvolfist og hlýt sömu örlög og mín glataða vitneskja.

Þetta segir mér að ég er ekki nifteindastjarna, eins og ég hélt síðast þegar ég steig á vog; eðlismassinn er ívið hærri.

Thursday, November 18, 2004

Nú er ég búin að prófa að passa krakka, einhverja aðra en Emilíu sem þekkir inn á alla mínu frenju hætti og gribbutakta.

Undir lokin vorum við orðnir ágætir vinir aldrei að vita nema ég hitti þau aftur við tækifæri.

Ég fékk að upplifa kennaraverkfall, svona í takt foreldra. Vakti krakkana, eldaði graut, kom honum ofan í þau, tók til nesti fyrir þrennar máltíðir, sundföt fyrir æfingu eftir skóla, leikfimisföt fyrir skólaleikfimina, skóladótið sjálft. Kom krakkanum í útifötin, sem samkjaftar ekki. Og labba með henni í skólann á 2 m/s hraða ræðandi heimsmálin frá 6 ára sjónarhorni. Svo loksins komum við í skólann og HVAÐ! Okkur var snúið við í dyrunum og sagt að fara heim aftur, enginn skóli í dag. Fyrir utan það að foreldrar voru þarna bölvandi og eldri krakkarnir sigri hrósandi þá voru gífurleg vonbrigði í 6 ára andlitinu við hliðina á mér. Hún hafði meira að segja ætlað að sýna mér skólastofuna og við fengum ekki að fara inn í skólann. Við löbbuðum aftur heim en bráðlega tók hún gleði sína á ný. VIÐ gætum þá eytt deginum saman... ÖLLUM DEGINUM!!! Eftir það var það bara eitt niðurlútt 23 ára andlit sem labbaði heim við hliðina á 6 ára NONE STOP frásagnar-gleði-andliti.

Svo sagði hún... kannski getur þú verið platsystir mín, af því að ég á enga systur. Svo kom: ,,En það verður bara að vera í dag, því pabbi vill ekki fá þig sem systur mína"... hmmmm...

Eitt sem er alveg snilld, krakkar eru nú frekar auðtrúa og ég taldi henni bara trú um að ég væri norn. Svo sem ekki erfitt með mitt nef og hárið allt út í loftið. En það sem renndi stoðum undir þetta var þegar við fórum að gefa froskunum, ég benti henni bara á að þetta hefðu einu sinni verið krakkar sem hefðu ekki gert eins og ég sagði þeim og ég hefði breytt þeim í froska! Svo til að draga aðeins úr þessu þá sagði ég henni að ég breytti vinum mínum aldrei í froska, síðan þá höfum við verið vinir ;) Það er svo einfalt að eiga við þessi kríli, smá kænska er allt sem þarf!

Þetta virkaði ekki á hitt ,,krílið" eða 12 ára karlkyns-brjálæðing. En ég er stærri og sterkari þannig að ÉG GET hent honum, með hausinn á undan inn í snjóskafl, kitlað hann þangað til þindin í honum rifnar eða kvalið hann á einn eða annan hátt þar sem ekki sjást áverkar... Með því að sýna og sanna þetta var þetta ekki mikið mál.

Og unglingurinn á heimilinu býr yfir ofurtölvukunnáttu sem ég þarf endilega að tileinka mér. Leit mín að veikum punktum hjá honum bar skjótan árangur... PIZZA!!! Nú þarf ég bara tíma til að geta heimsótt hann, mútað honum með pizzu og kóki og legið yfir þessu; ég er samt ekki viss um að hann vilji hafa elliæra frænku sína yfir sér, hvað þá að kenna henni á sína ástkæru tölvuleiki.

Ég nefninlega komst að því að í þeirra augum er ég gömul, jafnvel fullorðin. Þessi staðreynd rakst eins og hnífur í gegnum hjarta mitt og snérist þar með hornhraða um 24/sek. Ég er ekki nema 7 árum eldri en hann... svona -3 í þroska. En sökum góðmennsku sinnar svaraði hann heimskulegum spurningum mínum um dverginn sem hljóp endalaust í einhverjum leik. Ég þarf að reyna að finna mér tíma til að leggjast yfir þetta og læra allt um Dume 3 o.s.frv.

Komin með nýtt mission! Ef ég héldi mission-skrá þá væru færslur í hana á a.m.t. 4 klst fresti 24-7.

Saturday, November 06, 2004

Er á lífi. Komin austur og var á Mjóafirði í dag að smíða. Skil ekkert í af hverju ég gerðist ekki smiður. Það er alveg magnað.


Lesið ykkur til um landafræði kynjanna

Landafræði kynjanna

Landfræði konunnar:



Þegar konan er á aldrinum 18-21 árs er hún eins og Afríka eða Ástralía.
Hún hefur verið uppgvötuð að hálfu leyti, en er annars villt og skartar
náttúrulegri fegurð.
-Á frjósömustu svæðunum er mikill gróðurvöxtur.

Þegar konan er á aldrinum 21-30 ára er hún eins og Bandaríkin eða Japan.
Hún hefur verið uppgötvuð að fullu, er mjög þróðuð og er opin fyrir öllum
viðskiptum
-Og þá sérstaklega þeim sem snerta bíla eða peninga.

Á aldrinum 30-35 er konan eins og Indland eða Spánn.
-Hún er heit og afslöppuð og þykir mikið til eigin fegurðar koma.

Þegar konan er á aldrinum 35-40 ára er hún eins og Frakkland eða Argentína.
-Hún gæti hafa farið illa út úr styrjöldum, en er samt nokkuð hlýr og
eftrisóknarverður heimskóknarkostur.

Á aldrinum 40-50 er konan eins og Júgóslavía eða Írak.
Hún tapaði stríðinu og fær ekki frið fyrir mistökum sem hún gerði á árum áður.
-Nauðsynlegt er að ráðast í viðamikla endur uppbyggingu.

Á aldrinum 50-60 ára er konan eins og Rússland eða Kanada.
-Hún er mikil um sig, þögul og landamærin eru nánast óvarin, en hið kalda
loftslag heldur fólki fjarri.

Þegar konan er á aldrinum 60-70 ára er hún eins og England eða Mongólía.
-Hún skartar stórkostlegri og sigursælli fortíð en engri framtíð.

Eftir sjötugsaldurinn verður konan eins og Albanía eða Afganistan.
-Allir vita hvar hún er en enginn vill fara þangað.


Landfræði karlsmannsins:



Þegar karlmaðurinn er á aldrinum 15-70 ára er hann eins og Zimbabwe
-Honum er stjórnað af drjóla.

Wednesday, November 03, 2004