Wednesday, November 24, 2004

Jól, jól, jól...

Getur fólk ekki hugsað um eitthvað annað! Í dag, er heill mánuður í aðfangadag. Það er allstaðar skraut, í öllum búðum, jafnvel komið í hús og garða. Ég var nærri soltin í hel, átti ekki svo mikið sem mjólkurdreitil í tvo daga af því að ég hreinlega fékk það ekki af mér að fara inn í 10 11. Neyddist til þess í gær og hvað sé ég... jólaskraut, jólakort, jólapappír (er fólk farið að pakka inn jólagjöfunum líka) jólanammi, seríur og það versta!... það voru spiluð jólalög allann tímann sem ég var þarna inni. Ég var heppin, var með headphone á hausnum og gat hækkað í honum, en á milli laga heyrði ég í jólalögunum. Ég bíð bara eftir að starfsfólkið setji upp jólahúfur.

Hvað gengur eiginlega að fólki? Er það réttlætanlegt að næstum tveir mánuðir af árinu fari í jólapælingar. Samfélagið umturnast. Fólk svitnar við tilhugsunina um útgjöldin, kaupa jólagjafir, kaupa jólamat, jólatiltekt (sem er svo sem bara af hinu góða), jólabakstur (sem er það eina skemmtilega) og endalaust gauf.

Hvað með þá sem eiga ekki bót fyrir boruna á sér og ekki svo mikið sem augnablik aflögu í þetta, svo ekki sé talað um áhuga.

Af hverju má ekki bara halda upp á þetta þriðja hvert ár?
Það var gerð einhver rannsókn á krökkum í sambandi við jólaupplifun. Það var dæmi um áfallahjálp og þunglyndismeðferðir á krökkum vegna vonbrigða með jólin. Það var búið að byggja upp svo stórar kastalaborgir í kringum jólin og þau fengu svo bara áfall þegar þetta var ein kvöldstund og svo búið. Hvað er verið að gera þessum greyjum. Fólk þarf nú aðeins að fara að hugsa sinn gang og halda sig með báða á jörðinni.

En af því að samfélagið umturnast þá verður maður að fylgja með. Fínt að fá frí frá skólanum, slappa af og hitta mann og annan. Geta unnið sér inn smá pening og komist á fjöll eða í svartfugl. Verði þeim að góðu sem ætla bara að éta eins og svín, liggja í leti og horfa á glingrið í kringum sig. Þetta er mannskemmandi, en samfélagið ætlast til þess af manni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home