Sunday, May 28, 2006

Hérna er mynd af fáknum mínum...
Mikið óskaplega er hann nú fallegur ;)Svo var náttúrulega tekin ein pósa !!!

En annars er lítið að frétta. Stödd uppi í Kárahnjúkum og verð hér eitthvað áfram. Loksins er farið að bóla á vorinu og við erum að skríða yfir núllið og horfur bara nokkuð góðar.Sumarið á næsta leyti! Loksins :)

Tuesday, May 23, 2006

Það sem drepur mann ekki... herðir mann!Núna er ég komin upp í Kárahnjúka aftur og ekki að sjá að sumarið sé á næsta leyti. Komst aðeins heim í sauðburð og náði mér í smá fjárhúsalykt.

Það var nú bara afslöppun að koma hingað úr sveitinni; sauðburðargeðveikin var að ná hámarki.
Það mætti samt aðeins fara að bóla á vorinu hérna uppfrá, það er djöfulsins skíta kuldi úti !

Monday, May 08, 2006

...þetta ritaði stoltur eigandi Kawasaki Vulkan 800 Classic... Tihi ;)

Planið breyttist! Veit ekki enn með skólann en ef ég kemst inn í hann þá sel ég bara hjólið í haust.

Ef þið sjáið sérlega myndarlegan gylltan og krómaðan mótorfák á götunni sem fer sérlega vel innanlæris á gellunni sem situr hann... Þá eru það við félagarnir á ferðinni.

Þetta er nú aðeins stærra hjól en ég hef keyrt hingað til svo ég þarf aðeins að venjast þyngdinni og balance-num. Náttúrulega er hjólið stærra en Gumma hjól, en hann gat ekki lifað með því og seldi sitt. Ég er búin að bjóða honum að vera hnakkamellan mín; maður verður nú að hafa eitthvað hnakkaskraut!

Og núna er bara ekki vegur að hanga inni og læra fyrir próf, mig langar bara að komast út að hjóla ! 3 dagar eftir... 3 dagar eftir... 3 dagar eftir...
Aldrei þessu vant er ekki rigning í Reykjavík og aðstæður eins og best verður á kosið. Langar mest til að gefa skít í prófin, stærðfræðigreiningarprófið fór alveg með þetta! But live goes on... so they say!
Ef ég stúta mér á hjólinu þá er það s.s. stærðfræðikennaranum mínum að kenna því ég var svo miður mín eftir prófið að ég fór beint og keypti mér mótorhjól! Það var ljósið í myrkrinu í stærðfræðigreiningarsvartholinu sem gleypti mig og ætlaði að tortíma mér um aldur og ævi.

Wednesday, May 03, 2006

1. prófið í hnotskurn... Drullaði upp á bak og er enn að skeina mér á bak við eyrun! Dauði og djöfull og helvíti á jörð! ... og míns eigins klúður! En breyti litlu um það héðan af! djö...%$&/=#/Ö$(Q/%Ö($Q/Ö$%)(Q)=$_Q#%

En uppáhalds fagið mitt á morgun! Töluleg greining - hlýtur að ganga upp...

Tuesday, May 02, 2006

Nú er komið að því...

Fyrsta prófið byrjar eftir rétt rúma klst. Því fyrr sem þetta byrjar því fyrr verður það búið!

Var að lesa í gegnum listann af prófunum sem eiga að vera í dag til þess að finna prófið mitt og hvar það er. Það er alveg ótrúlega mikið af furðulegum áfangum kenndir! Í dag fer t.d. fram próf í Heilgómagerð, Lýðheilsunæringarfræði, Mengi og firðrúmum (rugluðust þeir ekki bara á i og r í þessu orði), Smárásum o.s.frv.. Því meira sem maður lærir því fjær verður maður raunveruleikanum, svo mikið er víst.

En best að fara að taka til dótið og koma niður einhverju æti! Búin að kaupa kókómjólkina til að hafa með mér í prófið sem og auka strokleður, auka blý og auka blýpenna, ef eitthvað klikkar ;)

Wish me luck!