Monday, May 08, 2006

...þetta ritaði stoltur eigandi Kawasaki Vulkan 800 Classic... Tihi ;)

Planið breyttist! Veit ekki enn með skólann en ef ég kemst inn í hann þá sel ég bara hjólið í haust.

Ef þið sjáið sérlega myndarlegan gylltan og krómaðan mótorfák á götunni sem fer sérlega vel innanlæris á gellunni sem situr hann... Þá eru það við félagarnir á ferðinni.

Þetta er nú aðeins stærra hjól en ég hef keyrt hingað til svo ég þarf aðeins að venjast þyngdinni og balance-num. Náttúrulega er hjólið stærra en Gumma hjól, en hann gat ekki lifað með því og seldi sitt. Ég er búin að bjóða honum að vera hnakkamellan mín; maður verður nú að hafa eitthvað hnakkaskraut!

Og núna er bara ekki vegur að hanga inni og læra fyrir próf, mig langar bara að komast út að hjóla ! 3 dagar eftir... 3 dagar eftir... 3 dagar eftir...
Aldrei þessu vant er ekki rigning í Reykjavík og aðstæður eins og best verður á kosið. Langar mest til að gefa skít í prófin, stærðfræðigreiningarprófið fór alveg með þetta! But live goes on... so they say!
Ef ég stúta mér á hjólinu þá er það s.s. stærðfræðikennaranum mínum að kenna því ég var svo miður mín eftir prófið að ég fór beint og keypti mér mótorhjól! Það var ljósið í myrkrinu í stærðfræðigreiningarsvartholinu sem gleypti mig og ætlaði að tortíma mér um aldur og ævi.

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vááá!!! :) Til hamingju með hjólið - þetta er besta útkoma úr tölulegri greiningu sem ég hef heyrt um :) Gangi þér vel með það sem eftir er - og góða skemmtun á götum borgarinnar á næstunni!!!

3:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

arrgg! commentakerfið þitt er of flókið fyrir mig. Anonymous hér fyrir ofan er sem sagt ég :)

3:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Upplífgandi lestur fyrir stærðfræðikennara sem er að fara að semja lokapróf;) Takk fyrir það og til hamingju með mótorfákinn:)

3:47 PM  
Blogger Katrín said...

Já, ég velti því fyrir mér hvað fær kennara til að gera þetta! Hvað vakir eiginlega fyrir þeim? Hvernig er hægt að vera svona vondur og illkvittinn?

Ég vissi varla hvort ég átti að henda mér í gólfið og grenja eða fara og slíta hausinn af kennaranum...
Bæði betra sjálfsagt!

5:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja er komið að því!!
Guðmundur á eftir að taka sig vel út sem hnakkaskraut. En hvernig væri að skella inn einni mynd af gripnum?
KV Ragga og Tóti

9:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já, ég fer fram á rúnt í sumar! Annað er ekki í stöðunni, en ætli Hóa sé móttækileg fyrir mútum, svona fyrir lokaprófin....
Svo verður rokkað upp á fjöllum í sumar.

5:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

já ég bíð spennt eftir mynd!

það má annars ekkert bara hætta aftur að blogga þó prófin séu búin :o

10:38 PM  
Blogger Katrín said...

Loksins er komin mynd á netið ;)

6:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

I understand this question. It is possible to discuss.

4:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Instead of criticism advise the problem decision.

9:42 AM  

Post a Comment

<< Home