Wednesday, October 26, 2005

BBRRRrrrrr...

Síðasta vaktin á Kárahnjúkum... í bili og hitamælirinn sýnir -13°C. Ef þetta herðir mann ekki þá veit ég ekki hvað gerir það. Djöfulsins skítakuldi! Ef maður er smá stund úti þá frjósa eyrun á manni og ég held í hvert skipti að nú hljóti þau að detta af. Það er svo erfitt að vera með húfu undir hjálminum!

Seinkaði heimferðinni samt aðeins. Er að fara í göngin í fyrramálið að mæla; fer með hinu dásamlega íslenska lestarkerfi!

Kem suður á fimmtudag, þarf að komast á þjóðbúninganámskeiðið. Gat ekki mætt síðast þar sem ég var hérna uppfrá. Tók bara saumadótið með mér og ýmist saumaði eða fór í rjúpu. Fattaði áðan þegar ég var að pakka niður að skólabækurnar eru enn í köðli í íþróttatöskunni minni.
Ég fresta og fresta heimferðinni. Held ástæðan sé sú að mig kvíðir því svo að komast að því hvar ég stend í skólanum. Það er einhvers staðar í nánd við byrjunnarreit. Hef grun um að prófin í desember eigi eftir að brotlenda harkalega. Kemur væntanlega í ljós, hjá því verður ekki komist.

Nú þarf maður að venjast borgarlífinu aftur. Ég fékk ábendingu frá dæmatímakennaranum mínum, í einum af þessum þrem tímum sem ég hef mætt í á önninni, að ég blótaði helst til mikið. Skil ekki hvað í andsk. mannfjandinn átti við með því ;)
Nú þarf maður jafnvel að fara að tala eins og siðprúð manneskja. 'Uffff... Einn sagði ágæta setningu við mig áðan... Tía án ripper er eins og kuntulaus hóra.
Er að verða búin að ná mállískunni á svæðinu...

Það verður samt pínu leiðinlegt að fara. Ég klikkaði t.d. á því að éta mig niður áður en ég fer. Það verður hreint helvíti að venja sig aftur á Coco Puffs og mjólk. Hvað er gott að fá tvær til þrjár heiltar máltíðir á dag og brauð og bakkelsi í kaffitímum. Þurfa ekki einu sinni að vaska upp. Maður þarf ekki einu sinni að þrífa herbergið sitt, það er skipt um á rúmum og herbergið þrifið hátt og lágt.
Þess fyrir utan er fínn félagsskapur hérna. Það verður skrítið að fara að búa einn (nema mér takist að tæla karlinn til mín) og borða ein. Og missa af pókernum! Hann er snilld, þó ég tapi alltaf öllum peningunum mínum.
Ég þarf einnig að ná mér niður í pexinu og rifrildunum við vélagaurana. Við hvern á ég núna að rífast? Ég verð með öllu ólíðandi næstu vikur meðan þetta gengur yfir.

Það var haldið upp á Kvennadaginn hérna. Legið uppi í sófa og horft á dagskránna í sjónvarpinu. Kokkurinn færði okkur kók og súkkulaði. Ég get nú ekki sagt að þetta hafi haft nein rosaleg áhrif á starfsemina hérna, þó við leggðum allar niður störf.
Franski verkfræðingurinn kom með kampavín til að skála í og sagði að það væri svo tómlegt á skrifstofunni án okkar, við yrðum að koma aftur. Ótrúlega franskt.
Hann hefði svo sem einnig mátt bæta því við að við værum ómissandi í vinnunni, ekki bara til að fylla upp í "tómleikann" á skrifstofunni. En hann er svo indæll að ég reikna nú ekki með að hann sett þann skilning í það.

Wednesday, October 19, 2005

Hmmm...

Var búin að gleyma þessu með klukkið!

Ég er eins ótrúlega venjuleg og hægt er að vera. Fimm atriði sem um sjálfa mig sem eru óþekkt eða lítt þekkt... Þar sem ég er ekki þessi dularfulli karakter þá er nú ekki margt eftir sem fólk veit ekki um mig.

1. Ég er ekki myrkfælin, heldur hrædd um að ísbjörn sé á ferðinni. Það er dimmt á veturna og ísbjörn er bara á ferðinni þá. Ég hef samt aldrei skilið af hverju ísbjörninn minn er alltaf bara á ferðinni í myrkri. Ég held að annars sæi ég hann þegar hann er langt í burtu og gæti komið mér í öruggt skjól.

2. Nelson Rolihlahla Mandela var hetjan mín. Ég skýrði hestinn minn Skvettu Mörtu Mandela, kindin mín hét Móra og fékk seinna ættarnafnið Mandela og hundurinn minn hét Snotra Marta Mandela. Veit ekki alveg hvaðan Mörtu-nafnið kom. Held að það hafi verið svona stuðla og höfuðstafa dæmi, svo rythminn væri réttur. Ég var níu ára þegar hann losnaði úr fangelsi og svo var hann kosinn forseti ári seinna og mér fannst þetta bara ógurlega merkilegt.

3. Ég er dagdraumamanneskja út í gegn og þegar ég les bækur þá hoppa ég úr einum draum í annan. Einn daginn er ég indjáni sem sit berbakt á hesti og sef í skinntjaldi. Annan daginn er ég hertogaynja á 16. öld, geng um í lífstykki og drekk te; þriðja daginn Everestfari og þann fjórða geimvísindaspegúlent...
4. Þegar ég var lítil þá þoldi ég ekki þegar var verið að trufla mig við að lesa (þoli það reyndar ekki enn) og lestur er í miklu uppáhaldi. Ég átti leynistað inni í skáp undir hjónarúmi mömmu og pabba þar sem ég var búin að koma fyrir lampa og lá þar í köðli og las. Allt til að fá að vera í friði. Partur af Á hverfandi hveli var lesinn þarna undir ;)

5. Ákvarðanir tengdar vali eru erfiðastar. Spurningin: ,,á ég að gera þetta EÐA hitt" fær alltaf endinguna hvernig fer ég að því að gera hvoru tveggja. Ég lifi í þeirri trú að það er ekkert í heiminum sem ég get ekki; ég á bara stundum svolítið erfitt með að sætta mig við að ég næ ekki að gera allt.


Það er frekar fáránlegt að skrifa eitthvað svona um sjálfan sig. Gaman að fá komment á þetta og sjá hversu vel fólk þekkir mann ;)

Ég á víst að klukka einhvern það eru bara flestir búnir. Þeir sem eftir eru vinsamlegast drífið í þessu !

Picture(1.jpg

Jolasteikin i hofn!
Myndina sendi ég

Sunday, October 09, 2005

Heheheh...

Lærði nýtt orð...

VÍÐÁTTUFEITUR

Brilliant orð!

Monday, October 03, 2005

Komst á Papaball um helgina...

Þau standa alltaf fyrir sínu. Gummi var til í að mæta á ball svo við mæltum okkur mót þar. Við fórum héðan á 2 bílum, ég keyrði annan. Fljúgandi hálka náttúrulega og við urðum að sniglast áfram. Byrjað á gamla Orminum, eða Kaffi KHB eins og það heitir víst núna. Síðan var farið á ball.
Ballið var úber og dansað fram í rauðan dauðann. Tíbískir Pabastrengir í lærunum og handakrikunum hafa látið á sér kræla.

En þvílíkt sem var erfitt að halda sér vakandi við að keyra heim. Liðið var náttúrulega steinrotað um leið og það kom upp í bílinn. Svo ég var að reyna að halda mér vakandi. Balli spjallaði samt við mig öðru hvoru á leiðinni uppeftir. Aðallega um það að "þegar" við færum útaf þá væri best að keyra beint útaf frekar en að reyna að redda einhverju og enda á að renna á hlið og velta...
Komum upp í búðir kl. hálf fimm og vinna hófst kl. 7.

Þegar maður vaknar eftir svona stuttan svefn þá er maður með þennan tíbíska "ég svaf lítið" magaverk og sljóleika. Það var ekkert að gera nema rífa sig upp úr því og sýna á sér kæti. Ég skal samt viðurkenna að langþráður félagskapur koddans kvöldið eftir var unaðslegur.