Monday, October 03, 2005

Komst á Papaball um helgina...

Þau standa alltaf fyrir sínu. Gummi var til í að mæta á ball svo við mæltum okkur mót þar. Við fórum héðan á 2 bílum, ég keyrði annan. Fljúgandi hálka náttúrulega og við urðum að sniglast áfram. Byrjað á gamla Orminum, eða Kaffi KHB eins og það heitir víst núna. Síðan var farið á ball.
Ballið var úber og dansað fram í rauðan dauðann. Tíbískir Pabastrengir í lærunum og handakrikunum hafa látið á sér kræla.

En þvílíkt sem var erfitt að halda sér vakandi við að keyra heim. Liðið var náttúrulega steinrotað um leið og það kom upp í bílinn. Svo ég var að reyna að halda mér vakandi. Balli spjallaði samt við mig öðru hvoru á leiðinni uppeftir. Aðallega um það að "þegar" við færum útaf þá væri best að keyra beint útaf frekar en að reyna að redda einhverju og enda á að renna á hlið og velta...
Komum upp í búðir kl. hálf fimm og vinna hófst kl. 7.

Þegar maður vaknar eftir svona stuttan svefn þá er maður með þennan tíbíska "ég svaf lítið" magaverk og sljóleika. Það var ekkert að gera nema rífa sig upp úr því og sýna á sér kæti. Ég skal samt viðurkenna að langþráður félagskapur koddans kvöldið eftir var unaðslegur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home