Tuesday, June 28, 2005

Ég er á barmi heimsfrægðar... á Íslandi. Ég kom í sjónvarpinu. Reyndar bara myndklippa, svo sný ég baki í myndavélina og þetta er svolítið langt frá... en ég er þarna! Þekkist á hárinu ;)
Myndbrotið getið þið séð hérna, þarna sjáið þið líka vinnustaðinn minn en í þessari stíflu er ég að gaufast allan guðslangan daginn.

Við tækifæri reyni ég skrifa aðeins meira.

Thursday, June 23, 2005

Picture(2.jpg


Kvedja fra Karahnjukum!
Myndina sendi ég

Sunday, June 19, 2005

Flutningar tókust fyrir rest, þökk sé þeim sem hjálpuðu mér við að flytja. Ég er búin að níðast á öllum þeim sem óvart hafa rekið inn nefið. Þeir fengu bara kassa í hendurnar og sendir með þá yfir í næstu íbúð.
Ég meira að segja fékk lánaðan lítinn vörubíl, sem ég held örugglega að ég hafi ekki réttindi til að keyra. Við rúntuðum svo um á þessum vörubíl með húsgögn hingað og þangað.

Nýja íbúðin er í smærri kantinum og aðallega ætluð fyrir fólk af hobbitakyni þar sem meirihlutinn er undir súð.

Sérstakar þakkir fyrir hjálp við flutninga fá Ringa, Hannes, Árni og Vilborg. Ég væri enn að bera kassa ef þau hefðu ekki komið í ,, heimsókn".

Það hafðist að flytja fyrir 6 á laugardag, sem og var afmælisdagurinn minn. Þar sem ég er að fara að vinna uppi í Kárahnjúkum þá hoppaði ég bara með næsta flugi austur í Egilsstaði. Lenti hér um hálf níu leitið og kl. 9 var ég farin í veiðiferð upp í Selvatn.
Hver haldiði að hafi veitt stærsta fiskinn??? Ekki að spyrja að því.
Það var að vísu heldur kalt og ég sofnaði reglulega á milli þúfna og svo inni í tjaldi eftir að byrjaði að rigna. Henti bara línu með floti og maðk útí, festi stöngina á milli steina og fór svo að sofa. Veiðiaðferð sem aldrei klikkar. Ég hef minnst kosti ekki enn misst stöngina.

Fórum frá vatninu um 6 í morgun. Þurftum að labba í svona 20 mínútur að bílnum en þegar við ætluðum af stað festum við hann um leið í forarsvaðinu. Þá var ekkert að gera annað en að fara á næsta bóndabæ og fá dráttarvél og spotta til að draga bílinn upp. Þetta tók allt sinn tíma. Svo kom maður heim og þá þurfti að þrífa fötin sem voru eitt forarsvað eftir að reyna að ýta og djöflast, gera að öllum aflanum (4 fiskum) og ganga frá veiðidótinu.
Þetta varð til þess að ég sofnaði ekki fyrr en hálf ellefu í morgun og svaf af mér lungað úr deginum.

Eins gott að ég sofni vel í kvöld því á morgun er förinni heitið upp í Kárahnjúka þar sem ég verð næstu tvær vikur. Spurning hvort maður ætti að vera í skyrheldum klæðum. Gæti verið öruggara...

Gummi gaf mér línuskauta í afmælisgjöf svo það er vissara fyrir fólk að vera ekki fyrir þegar ég kem suður því þá kem ég til með að stunda það grimmt. Gæti orðið erfiðara uppi á fjöllum!

Er samt ekki í algjörri útlegð því það er hægt að ná í mig í gemsa þarna uppfrá.

Thursday, June 16, 2005

Fyrsti dagurinn í vinnunni gékk stórslysalaust fyrir sig, ótrúlegt en satt.

Ég vaknaði náttúrulega eldsnemma, fór í sturtu, borðaði, las moggann og fréttablaðið líka. Gékk svo svona 30 ferðir um íbúðina, skipti um föt svona 12 sinnum og skoðaði spegilmynd mína svona 10 sinnum til að athuga hvort ég væri nokkuð með bleikt tússlita strik á andlitinu eða eitthvað í þá áttina. Loksins varð klukkan 8 og ég fór af stað. Ekki pottþétt á að rata í fyrsta, vegaframkvæmdir o.fl. á leiðinni. Mætti of snemma, átti víst ekki að mæta fyrr en 9.
Plantaði mér hjá kaffivélinni, þambaði kaffi og heilsaði hinum koffínfíklunum sem létu sjá sig þarna. Rétt eins og fólk fer saman út að reykja og kynnist fólki svoleiðis þá ættu kaffifíklar að fara að halda sig meira saman. Þannig verður það einn daginn að maður þarf að fara í kaffiskúrinn og verður stimplaður suddi fyrir vikið!
Þetta var byrjunin á fyrsta vinnudeginum mínum. Mér leið eins og ég hefði borðað sement í morgunmat. Klumpurinn í maganum hefur nú veðrast töluvert og mér líst bara skrambi vel á þetta.

To be continued...

Wednesday, June 08, 2005

Nu fer ad lida ad lokum tessarar snilldar ferdar. Er a flugvelli i Nairoby og er ad bida eftir flugi til London. Tad er 9 tima flug, svo eru 5 timar a Heathrow, 3 timar i flugvel heim og 1 klst fra Keflavik og heim. Ta er tad komid.

Tad verdur samt pinu gott ad komast heim. Fyrir ta sem heima eru ta mega teir alveg buast vid tvi ad tekkja hvorki mig ne Gumma a fornum vegi tar sem vid forum baidi ut i verulega utlitsbreytingu. Tid verdid bara ad bida og sja hvad tad er.

Komst i ad kafa og tad var einn af toppum ferdarinnar. Sa nokkrar risa saiskjaldbokur, million fiska allavega a litinn og skeljar og dot. Tad var ad visu frekar vont i sjoinn en tad reddadist alveg. Forum nidur 13 metra. Tad lidu rett 26 timar tangad til eg for i flug en eg vona ad tad reddist alveg.

Hlakka til ad sja ykkur oll og komast heim i rumid mitt sem er ekki med moskitoneti fyrir sem madur flaikir sig i tegar madur aitlar ad skjotast a kloid um midja nott.

Kved Afriku i bili, en hingad aitla eg potttett ad koma aftur.

Hasta pronto! Kats...

Sunday, June 05, 2005

Eg er ad segja ykkur tad. Tad kemur ekkert til med ad geta toppad tessa ferd! Tetta er buid ad vera svo geggjad.

Safariferdinni lykur a morgun. Eg er buin ad sja fullt af filum, girofum, antilopum og doti. Meira ad segja ljon og hlebarda i svona 30 metra fjarlaigd.

Hotelin her eru ofurflott, svo hafa teir verid svo snidugir ad teir setja vatnsbol fyrir nedan svalirnar tannig ad tegar madur situr og bordar ta ser madur tegar hjardirnar koma hver af annari ad fa ser vatn. Vatnsbolid er svona 20 metra fra svolunum tannig ad madur hreinlega bordar med filunum og sebrahestunum. I kvoldmatnum adan komu hyenur. Mer datt bara Eddi i Lion king i hug.

Teir sem eiga eftir ad fara i svona ferd vinsamlegast drifid i tvi. Lifinu ma ekki ljuka an tess.

Begga lenti i tvi ad tad kom api og stal morgunmatnum hennar, ekki einu sinni heldur tvisvar. Gummi, Kenny, Tobba og lidid i teirra bil lentu i tvi ad tad aitladi fill ad radast a bilinn. Bilstjorinn gaf hressilega i til ad faila hann fra.

Her uir og gruir allt i edlum svo eg er a milljon ad reyna ad hafa uppi a teim.

Erum buin ad fara og skoda nashyrningana serstaklega, en teir eru vaktadir allann solarhringinn utaf veiditjofum. Veiditjofar her fa annad hvort kuluna eda hanga i snorunni. Tad er engin miskunn med tad.

A morgun forum vid i frumbyggjatorp. Kannski faum vid ad dansa regndansinn med teim, vonandi...

Hopurinn er mjog nainn, hann skiptist eitthvad nidur en tad er svo otrulega sorglegt ad bekkurinn er ad splittast upp. Vid erum buin ad akveda ad hafa svona ferd a 5 eda 10 ara fresti. Tad verdur samt aldrei haigt ad toppa tetta.

Mig langar svo rosalega til ad geta skrifad tetta tannig ad til skiljid hvad eg a vid en eg held ad tad se ekki haigt. Tid verdid bara ad koma herna til Kenya og sja tetta sjalf.

Thursday, June 02, 2005

Komin til Kenya.

Ferdalagid var frekar strembid, trju flug og alls tok tadheilan solarhring. Vid vorum tvi frekar framla tegar vid komum a hotelidokkar I Kenya.Hotelid er natturulega allt of flott! Tad hafa allir sinn “kofa” og svo ersundlaug, tennis og alls kyns dot sem haigt er ad gera herna.

Erum buin adkeyra um og skoda alls kyns dot. Mer fannst skemmtilegast ad fara Idyragardinn. Tar fekk eg ad klappa girafa, sem var ofurstor, pota Ikrokodil og skoda risaskjaldboku sem var vel rumlega 100 ara gomul.Teir hlogu samt ad mer tegar eg bad um ad fa ad fara a bak a fil. Tadtidkast greinilega ekki herna.

A morgun forum vid I safari. Verdum a nokkrum jeppum og keyrum um. Tetta er fjogurra daga ferd, gistum trjar naitur.

Vorum ad spyrja ut I laun herna. Tad er haigt ad fa heimilshjalp fyrir 700kr. A manudi. Verkamadur er med um 1500 a manudi og menntad folk I godumstodum er med 10-15 tus. A manudi. Ekkert skritid to marga langi ad rainamann herna.

Vonandi hafid tid tad gott a klakanum og Ilmur I Mexico.Kv. Kats !