Sunday, March 29, 2009

Fann pistil á netinu sem mér fannst helvíti sniðugur...

Það að verða foreldri breytir manni heldur betur. En það að vera foreldri breytist líka með hverju barni sem þú eignast. Hér á eftir koma nokkrar staðhæfingar um hvernig það er þegar maður eignast fyrsta,annað og þriðja barn.

Fötin þín:
Fyrsta barn: Þú byrjar að klæðast óléttufötum um leið og óléttuprufan staðfestir að þú sért ólétt.
Annað barn: Þú reynir að ganga í venjulegum fatnaði eins lengi og þú getur.
Þriðja barn: Óléttufötin eru orðin þín venjulegu föt.

Fæðingarundirbúningur:
Fyrsta barn: Þú æfir öndun reglulega á hverjum degi.
Annað barn: Þú sleppir því að æfa þessa helv.öndun því þú manst vel að hún hjálpaði þér ekkert síðast!
Þriðja barn: Þú biður um mænudeyfingu á 8.mánuði meðgöngu.

Þvottur:
Fyrsta barn: Þú forþværð öll föt af nýburanum, þværð aðeins rétta liti saman,straujar fötin varlega og brýtur þau fallega saman ofan í kommóðu.
Annað barn: Þú tékkar hvort fötin séu ekki hrein og klæðir barnið í allt nema fötin með mestu blettunum.
Þriðja barn: Æi strákar geta alveg verið í bleikum fötum !!!!!!!!

Áhyggjur:
Fyrsta barn: Þú tekur upp barnið um leið og þú sérð að það er alveg að fara að gráta, kúka, pissa, geyspa, hiksta osfrv.
Annað barn: Þú tekur upp barnið þegar vælið í því er alveg að fara að vekja eldra barnið.
Þriðja barn: Þú kennir frumburðinum sem nú er orðin/n þriggja ára að trekkja upp óróann fyrir ofan vögguna hjá nýburanum.

Snuð:
Fyrsta barn: Ef snuddan dettur á gólfið einhversstaðar vefur þú hana inn í servettu, setur hana ofan í tösku og þværð hana og sýður þegar þú kemur heim. Passar að hafa alltaf auka snuddu með þegar þú ferð að heiman.

Annað barn: Ef snuddan dettur á gólfið, skolar þú af henni með djúsinu úr pelanum og setur hana aftur upp í barnið.

Þriðja barn: Þú einfaldlega þurkar það mesta af snuddunni með bolnum þínum og setur hana aftur upp í krakkann.

Bleyjur:
Fyrsta barn: Þú skiptir á barninu á klukkustundarfresti,hvort sem þess þarf eða ekki.

Annað barn: Þú skiptir á barninu á tveggja til þriggja stunda fresti ef þörf þykir.

Þriðja barn: Þú reynir að skipta á barninu áður en aðrir fara að kvarta yfir skítalykt eða þegar þú sérð að bleyjan er orðin svo yfirfull að hún lafir niður að kálfa á barninu.

Daglegt líf:
Fyrsta barn: Þú fer með barnið í ungbarnaleikfimi,ungbarnasund og sögustund á bókasafninu.
Annað barn : Þú lætur barnið í pössun á líkamsræktarstöðinni á meðan þú ferð í fitubrennslutíma.
Þriðja barn: Þú tekur barnið með þér þegar þú ferð að versla inn.

Skemmtun:
Fyrsta barn: Þegar þú ferð í fyrsta skipti út að djamma og skilur barnið eftir hjá barnapíunni, hringir þú heim á hálftíma fresti.
Annað barn: Rétt áður en þú ferð út um dyrnar manstu eftir að láta barnapíuna fá númer þar sem hægt er að ná í þig.
Þriðja barn: Þú skilur eftir þau fyrirmæli til barnapíunnar að hringja ekki í þig nema hún sjái blóð !!

Heima:
Fyrsta barn: Þú eyðir dágóðum tíma á hverju einasta degi bara í það að skoða litla fallega barnið þitt.jafnvel bara þótt það sofi.
Annað barn: Þú eyðir dágóðum tíma á hverjum einasta degi í að fylgjast með að eldra barnið sé ekki klípa, pota eða slá það yngra.
Þriðja barn: Þú eyðir dágóðum tíma á hverjum einasta degi í að fela þig fyrir börnunum!!!!

Þessi pistill var saminn af þriðja-barni...og á meðan ég man "Mamma ég er búin að sjá allar myndirnar af eldri systkinum mínum..en hvar erumyndirnar af mér "?



Ég:
Fötin: Mér hefur alltaf fundist vont að vera í þröngum fötum sem hefta mann og íþróttafötin rúla! Og það besta er að mín eigin föt endast manni fram 6 mánuð.
Þegar gallabuxurnar mínar hætta að passa næ ég smá framlengingu með því að stela gallabuxunum hans Gumma. He's the one to blame!
Óléttuföt kosta augun úr og flest (minnst kosti hérna á Spáni) eru lummó og kellingaleg. Hvað varð um nike óléttufatadeildina???

Fæðingarundirbúningur: Muna eftir mobile-loftræstingarkerfinu! Það var 37 stiga hiti síðast og loftræstingin biluð...
Ég lærði aldrei þessa öndun og þetta hafðist samt, tekur því úr þessu?
Taka með nesti á fæðingardeildina og eyrnatappa á fæðingardeildina.

Þvottur: Jú, jú... það var þvegið og straujað. Man hvað það var skrítið að sjá svona ponku lítil smábarnaföt á snúrunum mínum. Það var varla hægt að strauja þetta, strauboltinn huldi alla flíkina. Komst svo að því að ég hafði óvart farið í fyrirburahilluna. Bergrós komst aldrei í þetta.

Áhyggjur: Krakkinn svaf ekkert fyrstu 2 sólarhringana! Shit... what have I done to my live? Eftir það svaf hún svo bara og áhyggjurnar voru meira að muna eftir að ég ætti barn og að gefa því að éta öðru hvoru.

Snuð: Krakkinn minn átti sko ekki að vera snuddudýr! Þau byrja að tala seint og fá snuddu tennur sem síðar þarf að laga... 2 mánuðum seinna... gleymi alltaf helv. snuðinu! þarf að binda það við krakkann;)

Bleyjur: Þarf að skipta? ,,Gummi, hvað finnst þér"? Ok, ef þér finnst það skiptu þá...

Daglegt líf: ,,Heyrðu félagi, ég veit að þú ert ný í þessum heimi, en ég er í prófum og ætla að sýna þér eitt gríðarlega merkilegt sem heitir verkfræðideild háskólans. Láttu þér líka vel hérna því þetta er þitt annað heimili"

Skemmtun: "Heyrðu félagi, við erum á leiðinni á djammið... og þú kemur með;) 2 ára og það hefur enn ekki reynt á pössun! boy oh boy, ekki átti ég von á þessu.

Heima: Mamma er að læra... það eru komin ný download á YouTube :)

Myndir: Spurning um að festa kaup á nýjum 250 GB disk þar sem hinn er fullur, sem og 300 GB diskurinn, og allar 3 tölvurnar... Vantar einn svona Tera ;)

Sunday, March 01, 2009

Ólífur, ólífur, ólífur !


Sá er býr hérna í Andalúsíu og borðar ekki ólífur er eins og kínverji sem borðar ekki hrísgrjón! Þetta er algjör þjóðtrú hérna, maður fer ekki á bar og fær sér bjór án þess að fá disk með ólífum með í tapas. Þetta læknar öll þín mein, hressir þig og kætir að öllu leyti. Þetta er svo meinholt, og þeim mun dekkri þeim mun hollari.

Hinn tíbíski spænski morgunmatur er ristað brauð sem maður gegnumbleytir í dökk grænni ólífuolíu, smá salt og niðurrifinn tómat ofaná. Með öllu óætt skal ég segja ykkur!

Fórum í gær með nágrönnum okkar sem eiga smá landskika hérna rétt fyrir utan þorpið. Fórum í verksmiðjuna að sjá hvernig þetta væri allt saman unnið og síðan út á ,,akur" að sjá hvernig þær væru týndar og meðhöndlaðar. Týnslutímabilið er desember þar til núna. Þeir hafa um 2 vikur í viðbót til að klára.




Mér finnst býsna sniðugt kerfið sem ólífubændurnir hafa hérna. Heilu bæjarfélögin velta á því að verksmiðjan gangi vel. Þetta er þrælapuð í 3 mánuði, svo er vinnslan í svona 2 mánuði og svo er verksmiðjunni lokað. Ólífubændurnir sjálfir hafa í nógu að snúast við að vökva, bera áburði, tína arfa o.fl. sem snýr að ólífuakrinum sjálfum.
Það sem mér finnst svo ótrúlega sniðugt er þetta kerfi að ólífubændurnir sjálfir eiga verksmiðjuna. Það dettur engum í hug að selja vöruna sína eitthvað annað. Sum árin gengur vel og þeir fá vel borgað fyrir sum árin gengur illa og þá verða þeir að styðja við verksmiðjuna sína. Enginn vill missa hana úr þorpinu og þurfa að keyra afurðunum langar vegalengdir.
Ætli staðan hjá íslenskum sauðfjár- og kúabændum væri ekki önnur, svo ég tali nú ekki um sjávarútveginn, ef þeir væru allir svona húsbóndahollir... Hvað hagkvæmni í rekstri veit ég ekki hvernig þetta virkar, en allir hafa eitthvað.
Þegar maður keyrir um bæinn er fullt af grúskítugum gömlum landroverum með kerrur aftaní. Út um allt!

Þegar við komum í verksmiðjuna var einn bóndinn nýkominn með fullann bíl af 30 kg sekkjum fullum af ólífum sem hann var að leggja inn.
Þetta er hreinsað og vigtað í þessu færibandakerfi. Ólífurnar sjálfar eru vigtaðar og bóndinn færi nótu fyrir. Engu að síður er á endanum borgað fyrir magnið af olíu sem næst úr ólífunum.




Eftir að ólífurnar eru hreinsaðar eru þær marðar, settar í sílóið og dælt inn í verksmiðjuna



Í verksmiðjunni eru síðan alls kyns skiljur og síjur sem hreinsa hratið frá olíunni, hita hana svo hún sé meðfærilegri, taka sýni o.fl.




Olían er síðan sett þessa tanka. Engir smá djöf... tankar! og við erum bara í einni línunni.




Gummi var settur í að taka smá sýni. Við fengum svo að eiga tvær flöskur af þessari eðalolíu. Líterinn af svona dökkri góðri olíu getur alveg kostað svona 15 evrur. Hún er það sterk að mann svíður í hálsinn á að reyna að drekka hana.
Þetta er svona eins og þegar við íslendingar bjóðum einhverjum eðalhákarl! Maður verður grænn og blár í framan og allir eru svo stoltir yfir að bjóða manni það besta sem völ er á... Oftar en ekki gerum við það til að sjá viðbrögðin. Þau aftur á moti voru ekkert að grínast með þetta. Hvort við hefðum nokkurn tímann smakkað svona góða og hreina ólífuolíu...




Þarna fer hratið allt í risa tank. Það er síðan notað til að gera annars flokks olíu, steinarnir eru þurrkaðir og notaðir í arin og það sem eftir er af kjötinu fer í dýrafóður. Eina sem þeir nota ekki er afgangsvatnið sem kemur, en þeir hella því bara í næstu á... Ég var ekki alveg að trúa því að það hefði engin áhrif á umhverfið, en þeir sögðust bara láta það fara í smáum skömmtum... Það væri hvort eð er svo lítið vatn í ánni.




Litla stubb fannst ægilega gaman að fara út og skoða ólífuakrana. Dýrið virðist hafa erft bílveikina frá mömmunni svo við vorum báðar orðnar grænar og bláar af því að þræða þessa sveitavegi. Á endanum ældi hún sig alla út :(
Maðurinn með gráa skeggið er Gonzales og konan hans er með grænu skykkjuna. Þau eru nágrannar okkar hérna í blokkinni og þau sem buðu okkur með. Við fórum og hittum þá sem voru að vinna við týnsluna.



Hann er með svona krók sem hann krækir í greinina, setur titring á og flestar ólífurnar detta niður. Sumir setja net undir en aðrir sópa þeim saman á eftir. Það er líka til aðferð þar sem græjan er eins og rúllubaggaklemma framan á moksturstækjum á dráttavél sem tekur um stofninn og hristir allt tréið. Þetta er síðari umferð til að ná því sem ekki féll í fyrra skiptið.



Þeir voru að kaupa sér nýja græju. Svona gaffal með gúmmíteinum sem þeir geta greitt í gegnum greinarnar með. Það er víbríngur á þeim líka og þetta er til að tala allra síðasta



Þetta er svo til að taka saman ólífurnar af jörðinni fyrst þeir settu ekki net. Þetta er svona útblástursgræja sem smalar dótinu saman í einn haug.



Bergrós var svolítið hrædd við allar þessar græjur og dúddana sem voru að vinna þarna. Fékk að hafa snuðið í sárabót.



Þarna er þorpið sem verksmiðjan stendur við og allir bændurnir búa í kringum. Margir þeirra búa í þorpinu en eru með landskika hér og þar í kring.




Þarna er sveitabærinn þeirra, litla sumarhúsið. Ótrúlega flott ekta spænskt hús. Áður var þetta hús fyrir leiguliðana en þetta er partur af stærri búgarði





Bergrós tók dúkkuna og vagninn með um allt!!!





Hann er líffræðingur og er með alls kyns tilraunir við að græða eina gerð af tréi á aðra. Þetta fannst mér alveg ótrúlega merkilegt og get ekki beðið með að prófa það sjálf ;) Hann græðir eina tegund af berjarunna sem gefur sæt ber á rætur af öðrum harðgerðari.




Lárviðarlauf... Við vorum send heim með tvo runna frekar en greinar. Á lárviðarlauf það sem eftir er ævinnar!




Hann er með sinn eigin grænmetisgarð og var þarna að ná í aspas í matinn. Ræktar allt grænmeti þarna. Er búinn að undirbúa fyrir kartöfluniðursetningu... Vorið kemur 22. mars og þá á að setja niður kartöflurnar.





Hérna er svínseyra. Það er víst alveg lúxusmatur grillaður á kolum, smá salt og grilla vel báðu megin. Svo var þetta skorið í bita og borða, með brjóski og öllu. Þetta er ekki sem verst á bragðið, minnir á svið með smá brunabragði. En að tyggja brjóskið er alveg hroðalegt...





Þetta er möndlutré og verður að möndlum í september. Það er alveg dásemdar lykt af þessum möndlutrjám þegar þau blómstra. Fékk vönd með mér heim ;)




Svona á víst að hella þessu víni. Þetta er eitthvað eplavín og það þarf að ná súrefninu úr því. Þetta er víst ástæðan fyrir því að barirnir í héraðinu Austuria, þar sem þetta er ræktað lykta svona illa. Gólfin eru öll úti í þessu.

Þetta var frábær ferð og ég varð ýmsu fróðari um ólífur og ólífuræktun. Varð bara að deila því með ykkur.
Vinnumennirnir á akrinum ætluðu ekki að trúa því að það væri til fólk sem ekki borðaði ólífur. Hvenrnig lifir þetta fólk eiginlega. Ég sagði þeim að það eina sem ég vissi um ólífur áður en ég komin hingað var að þær eru stundum settar á pizzur.
Er búin að læra að borða þær núna og á eflaust eftir að sakna þeirra þegar ég fer heim. Þetta er það besta í salat! Mér finnst svörtu betri en grænu, þær eru þroskaðri og ekki alveg eins rammar. Betra að hafa steinana í en ekki.