Sunday, March 29, 2009

Fann pistil á netinu sem mér fannst helvíti sniðugur...

Það að verða foreldri breytir manni heldur betur. En það að vera foreldri breytist líka með hverju barni sem þú eignast. Hér á eftir koma nokkrar staðhæfingar um hvernig það er þegar maður eignast fyrsta,annað og þriðja barn.

Fötin þín:
Fyrsta barn: Þú byrjar að klæðast óléttufötum um leið og óléttuprufan staðfestir að þú sért ólétt.
Annað barn: Þú reynir að ganga í venjulegum fatnaði eins lengi og þú getur.
Þriðja barn: Óléttufötin eru orðin þín venjulegu föt.

Fæðingarundirbúningur:
Fyrsta barn: Þú æfir öndun reglulega á hverjum degi.
Annað barn: Þú sleppir því að æfa þessa helv.öndun því þú manst vel að hún hjálpaði þér ekkert síðast!
Þriðja barn: Þú biður um mænudeyfingu á 8.mánuði meðgöngu.

Þvottur:
Fyrsta barn: Þú forþværð öll föt af nýburanum, þværð aðeins rétta liti saman,straujar fötin varlega og brýtur þau fallega saman ofan í kommóðu.
Annað barn: Þú tékkar hvort fötin séu ekki hrein og klæðir barnið í allt nema fötin með mestu blettunum.
Þriðja barn: Æi strákar geta alveg verið í bleikum fötum !!!!!!!!

Áhyggjur:
Fyrsta barn: Þú tekur upp barnið um leið og þú sérð að það er alveg að fara að gráta, kúka, pissa, geyspa, hiksta osfrv.
Annað barn: Þú tekur upp barnið þegar vælið í því er alveg að fara að vekja eldra barnið.
Þriðja barn: Þú kennir frumburðinum sem nú er orðin/n þriggja ára að trekkja upp óróann fyrir ofan vögguna hjá nýburanum.

Snuð:
Fyrsta barn: Ef snuddan dettur á gólfið einhversstaðar vefur þú hana inn í servettu, setur hana ofan í tösku og þværð hana og sýður þegar þú kemur heim. Passar að hafa alltaf auka snuddu með þegar þú ferð að heiman.

Annað barn: Ef snuddan dettur á gólfið, skolar þú af henni með djúsinu úr pelanum og setur hana aftur upp í barnið.

Þriðja barn: Þú einfaldlega þurkar það mesta af snuddunni með bolnum þínum og setur hana aftur upp í krakkann.

Bleyjur:
Fyrsta barn: Þú skiptir á barninu á klukkustundarfresti,hvort sem þess þarf eða ekki.

Annað barn: Þú skiptir á barninu á tveggja til þriggja stunda fresti ef þörf þykir.

Þriðja barn: Þú reynir að skipta á barninu áður en aðrir fara að kvarta yfir skítalykt eða þegar þú sérð að bleyjan er orðin svo yfirfull að hún lafir niður að kálfa á barninu.

Daglegt líf:
Fyrsta barn: Þú fer með barnið í ungbarnaleikfimi,ungbarnasund og sögustund á bókasafninu.
Annað barn : Þú lætur barnið í pössun á líkamsræktarstöðinni á meðan þú ferð í fitubrennslutíma.
Þriðja barn: Þú tekur barnið með þér þegar þú ferð að versla inn.

Skemmtun:
Fyrsta barn: Þegar þú ferð í fyrsta skipti út að djamma og skilur barnið eftir hjá barnapíunni, hringir þú heim á hálftíma fresti.
Annað barn: Rétt áður en þú ferð út um dyrnar manstu eftir að láta barnapíuna fá númer þar sem hægt er að ná í þig.
Þriðja barn: Þú skilur eftir þau fyrirmæli til barnapíunnar að hringja ekki í þig nema hún sjái blóð !!

Heima:
Fyrsta barn: Þú eyðir dágóðum tíma á hverju einasta degi bara í það að skoða litla fallega barnið þitt.jafnvel bara þótt það sofi.
Annað barn: Þú eyðir dágóðum tíma á hverjum einasta degi í að fylgjast með að eldra barnið sé ekki klípa, pota eða slá það yngra.
Þriðja barn: Þú eyðir dágóðum tíma á hverjum einasta degi í að fela þig fyrir börnunum!!!!

Þessi pistill var saminn af þriðja-barni...og á meðan ég man "Mamma ég er búin að sjá allar myndirnar af eldri systkinum mínum..en hvar erumyndirnar af mér "?



Ég:
Fötin: Mér hefur alltaf fundist vont að vera í þröngum fötum sem hefta mann og íþróttafötin rúla! Og það besta er að mín eigin föt endast manni fram 6 mánuð.
Þegar gallabuxurnar mínar hætta að passa næ ég smá framlengingu með því að stela gallabuxunum hans Gumma. He's the one to blame!
Óléttuföt kosta augun úr og flest (minnst kosti hérna á Spáni) eru lummó og kellingaleg. Hvað varð um nike óléttufatadeildina???

Fæðingarundirbúningur: Muna eftir mobile-loftræstingarkerfinu! Það var 37 stiga hiti síðast og loftræstingin biluð...
Ég lærði aldrei þessa öndun og þetta hafðist samt, tekur því úr þessu?
Taka með nesti á fæðingardeildina og eyrnatappa á fæðingardeildina.

Þvottur: Jú, jú... það var þvegið og straujað. Man hvað það var skrítið að sjá svona ponku lítil smábarnaföt á snúrunum mínum. Það var varla hægt að strauja þetta, strauboltinn huldi alla flíkina. Komst svo að því að ég hafði óvart farið í fyrirburahilluna. Bergrós komst aldrei í þetta.

Áhyggjur: Krakkinn svaf ekkert fyrstu 2 sólarhringana! Shit... what have I done to my live? Eftir það svaf hún svo bara og áhyggjurnar voru meira að muna eftir að ég ætti barn og að gefa því að éta öðru hvoru.

Snuð: Krakkinn minn átti sko ekki að vera snuddudýr! Þau byrja að tala seint og fá snuddu tennur sem síðar þarf að laga... 2 mánuðum seinna... gleymi alltaf helv. snuðinu! þarf að binda það við krakkann;)

Bleyjur: Þarf að skipta? ,,Gummi, hvað finnst þér"? Ok, ef þér finnst það skiptu þá...

Daglegt líf: ,,Heyrðu félagi, ég veit að þú ert ný í þessum heimi, en ég er í prófum og ætla að sýna þér eitt gríðarlega merkilegt sem heitir verkfræðideild háskólans. Láttu þér líka vel hérna því þetta er þitt annað heimili"

Skemmtun: "Heyrðu félagi, við erum á leiðinni á djammið... og þú kemur með;) 2 ára og það hefur enn ekki reynt á pössun! boy oh boy, ekki átti ég von á þessu.

Heima: Mamma er að læra... það eru komin ný download á YouTube :)

Myndir: Spurning um að festa kaup á nýjum 250 GB disk þar sem hinn er fullur, sem og 300 GB diskurinn, og allar 3 tölvurnar... Vantar einn svona Tera ;)

2 Comments:

Blogger Kristjana said...

Heppilegt fyrir barn númer tvö að þið eigið fólk að um allan heim sem er æst í að sjá nýjar myndir, svo þið foreldrarnir verðið að halda ykkur við efnið!

5:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju Katrín og Gummi, maður fréttir allt í gegnum netið ;) Hvenær er do-day á baby-i no. 2? Annars virðist þetta vera að ganga yfir allan heiminn, Hemmi verður pabbi í nóvember í Noregi, kallinn.
Kveðja,
Ringa

12:41 PM  

Post a Comment

<< Home