Monday, April 14, 2008




Spánverjarnir leyna nú á sér! Konur í meirihluta í ríkisstjórn og kvenkyns varnamálaráðherra.
Ráðherra á spænsku er ministro, karlkynsorð enda á -o og kvenkyns á -a svo þær eru ministra. Ekkert ráðherra - ráðfrú vesen!



Og ein þeirra alveg á steypinum.

Hefur einhvern tímann verið fleiri konur en karlar í ríkisstjórn á Íslandi?




Ráðuneyti Ólafs Thors: 16. maí 1942

Þarna er minnst kosti engin... ;) Þetta myndi ég kalla frekar hómí "ráðuneyti"


En annað sem ég var að spá








Hvað er málið með borðið? Örugglega fínt þegar þeir voru 6+1 en þeim hefur fjölgað í
12+1. Nauðsynlegt að sitja við sama borð... en einhvern veginn er ég viss um að það er bara farið þangað þegar á að taka mynd.

Friday, April 11, 2008




Kaldhæðni, ekki satt. Bara tilviljun að fréttirnar koma svona upp á Vísir.is en það er nú punktur í þessu.
Á meðan milljónir manns eiga ekki mat til að lifa, við erum ekki að tala um heita potta, heimabío eða flatskjái. Meira svona eins og kg af hrísgrjónum, mjólkurdreitil og kannski smáa kjötflís eða fiskbita.
Á sama tíma er annað fólk að kaupa sér kaffibolla fyrir 7 þúsund kall sem NOTA BENE köttur skeit og borga milljónir fyrir mynd af nakinni konu, meira að segja svarthvít! ;).

Það koma bara svona ósjálfráð villuboð í hausnum á mér þegar ég sé þetta. Jafnvel þó að þetta sé nú uppáhaldið mitt hún Carla Bruni

Wednesday, April 09, 2008




Eftir að ákveðið var að hafa ólympíuleikana í Kína hefur Tíbet verið mikið í umræðunni og mótmælin verið hávær. Eðlilega vilja Tíbetar vekja athygli á ástandinu og núna höfum við tækifæri á að sýna í verki hvað við teljum vera mannréttindi.
,,Ólympíuleikar snúast ekki um pólitík..." Ég skil vel að íþróttafólk sem er búið að þjálfabotnlaust í fjölda ára vilji mæta, en hvað hefur Ólafur Ragnar þangað að gera eða aðrir forsetar og pólitíkusar?
Var hann ekki líka að fá einhver friðarverðlaun frá Indlandi? Hafði það kannski ekkert með mannréttindi að gera?









pluginspage="http://www.microsoft.com/Windows/Downloads/Contents/MediaPlayer/"
width="320"
height="286"
src="http://microsites.concisegroup.com/tibet/tibet.asx"
filename="http://microsites.concisegroup.com/tibet/tibet.asx"
autostart="True"
showcontrols="True"
showstatusbar="True"
showdisplay="False"
autorewind="True">




Tíbetar krefjast þess að Kínverjar láti lausan dreng sem Dalai Lama útnefndi sem hinn ellefta Panchen Lama árið 1995. Tíbetar trúa því að Panchen Lama endurfæðist líkt og Dalai Lama og að hann sé næstráðandi. Gedhun Choekyi Nyima var sex ára gamall þegar hann var útnefndur stuttu síðar var honum og fjölskyldu hans rænt. Kínversk stjórnvöld viðurkenndu árið 1996 að þau hefðu fjölskylduna í haldi en vildu ekki gefa upp hvar þau væru. Gedhun var þá yngsti pólitíski fanginn í heiminum. Í stað Gedhun útnefndu kínversk stjórnvöld sinn eigin Panchen Lama. Sá drengur hefur alla tíð síðan búið í Peking og aðeins heimsótt Tíbet þrisvar sinnum.

Hvað þarf marga í þjóðarmorð?

MODE OF DEATH U-TSANG KHAM AMDO TOTAL

Tortured in prison 93,560 64,877 14,784 173,221

Executed 28,267 32,266 96,225 156,758

Killed in Fighting 143,253 240,410 49,042 432,705

Starved to death 131,072 89,916 121,982 342,970

Suicide 3,375 3,952 1,675 9,002

"Struggled" to death 27,951 48,840 15,940 92,731

Total:- 427,478 480,261 299,648 1,207,387



Árið 1951 var Tíbet innlimað Kína. Átti upphaflega að vera sjálfstjórnarhérað og lúta stjórn Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta.

Kínverjar beittu þjóðnýtingarstefnu sinni á landsvæði Tíbeta. Þeir tóku yfir lönd klaustranna og landeigendanna og deildu út til kínverskra bænda.

Kínverjar njóta lágra skatta og ódýrra lána til að hefja rekstur í Tíbet en Tíbetar eiga ekki möguleika á að reka fyrirtæki í eigin landi.


"We must step-by-step implement the birth planning quotas of cities and towns providing the leaders of the birth-planning work with the strength, resources and administrative means"


Fólksfækkunaraðgerðir Kínverja eru takmarkanir þeirra á barneignum. Fóstureyðingar eftir allt að níu mánaða meðgöngu og skipulagðar ófrjósemisaðgerðir.

Tíbetar mega ekki eignast börn nema með leyfi yfirvalda.

Þeir sem eru með erfðasjúkdóma mega ekki eignast börn

Konur sem ala veik börn eiga það á hættu að vera bannað að eignast fleiri börn.

Tíbetar sem leggjast inn á sjúkrahús eiga það á hættu að vera vanaðir í leiðinni.

Sprautur sem framkvæma fósturlát eru gefnar fram að níu mánaða meðgöngu og fæðist fóstrið lifandi er það sprautað með sama eitri svo það deyji og morð á nýfæddum börnum eru nokkuð algeng.

Gangist konur ekki við aðgerðum Kínverja bíða þeirra sektir allt að fimmföldum árslaunum og atvinnuleysi.

Fæðist börn án samþykkis kínverskra stjórnvalda fá þau ekki tilskylin skilríki og er neitað um skólavist.


Þegar kemur að því að styðja árás bandaríkjamanna inn í Írak er Ísland tilbúið að koma með yfirlýsingu.
Kína er stórt og valdamikið. Risi sem er að vakna upp af svefni. Tíbet hefur lítið að segja eins og ástandið er í dag. Erum við rassasleikjur eða hvað?

Björk er það ekki, enda er hún eflaust útlæg frá Kína um aldur og ævi. Kínversk stjórnvöld vilja herða eftirlit með erlendum listamönnum sem koma til landsins svo þetta komi ekki fyrir aftur. Hún er búin að tileinka nokkrum löndum lag sitt Declare independence og Kínverjar höfðu lítinn húmor fyrir því er hún tileinkaði Tíbet lagið.

Wednesday, April 02, 2008

Bahahaha!!!

Hafið þið lesið þessa frétt?

Lenti á rangri Þórshöfn

Dúddinn var á leiðinni til Þórshöfn Í FÆREYJUM en einhver pantaði fyrir hann á netinu og fann flug til Þórshafnar í gegnum Reykjavík. En var ekkert að spá í það að það væri einnig til Þórshöfn á Langanesi.
Maðurinn gat ekki ímyndað sér að innanlandsflug gæti kostað 22. þúsund kall. Honum var víst ekki alveg sama þegar hann sá flugvélina sem átti að flytja hann yfir til Færeyja...
En félaginn gerði bara gott úr þessu. Fékk ferð til Grímseyjar, norður fyrir heimskautsbaug, og var bara sáttur. Við getum alveg gert út á það að stela ferðamönnum frá Færeyjum með svona ,,smá misskilningi".
Mig langar samt að vita hvernig það var að útskýra þetta fyrir honum.


,, So, how do you like Iceland?"
,, uhu... Fine, but I'm in Faroe Island now"
,, no, we belong to Iceland although we live in Langanes"
,, But I'm going to Þórshöfn city, capital of Faroe Island"
,,Yes, we like to call it Þórshöfn city, but we got nothing to do with Faroe Islands... We don't kill whales, we eat KÚFFISK, do you like fish...?
...


En ég var í prófi í gær. 6 klst prófi og það er bara a.m.k. 2 tímum of mikið. Ég algjörlega grillaði í mér toppstykkið. Þess fyrir utan þá byggist þetta próf á þrívíddarlesningu úr loftmyndum, myndum sem teknar eru úr flugvél eða gervihnöttum. Maður situr og rýnir í kíki sem breytir loftmyndunum þannig að maður sér þær í þrívídd og mælir fyrir hæðarlíkani, villum í plani og eitthvað svoleiðis dót. En ljóta helvítið með svona próf að það má enga villu gera og í einum partinum af þrem fékk ég mjög furðulegar niðurstöður. Frekar óraunhæfar niðurstöður og það er enginn tími til að leiðrétta neitt eða leita að einhverjum villum.
Þetta er algjörlega að fara með mig, þetta hvílir á mér eins og mara. Ég hreinlega verð að fá að vita hvort þetta var vitlaust eða ekki áður en ég get einbeitt mér að nokkru öðru. Ég er hrædd um að villan hafi verið jafn einföld og einingarugl eða eitthvað svoleiðis. Það þýðir lítið að henda sér í gólfið og grenja, en svo sannarlega langar mig til þess.
Smá villa, ekki alveg með 100% athygli á réttum stað... og maður lendir á Þórshöfn á Langanesi í staðin fyrir Þórshöfn í Færeyjum...

Life just isn't always fair...


En b.t.w. þá fletti ég ,,thorshofn" upp á google map og fékk bara upp okkar Þórshöfn. Færeyingar ættu nú að reyna að koma minnst kosti höfuðborginni á kortið ;) hehehe