Wednesday, April 02, 2008

Bahahaha!!!

Hafið þið lesið þessa frétt?

Lenti á rangri Þórshöfn

Dúddinn var á leiðinni til Þórshöfn Í FÆREYJUM en einhver pantaði fyrir hann á netinu og fann flug til Þórshafnar í gegnum Reykjavík. En var ekkert að spá í það að það væri einnig til Þórshöfn á Langanesi.
Maðurinn gat ekki ímyndað sér að innanlandsflug gæti kostað 22. þúsund kall. Honum var víst ekki alveg sama þegar hann sá flugvélina sem átti að flytja hann yfir til Færeyja...
En félaginn gerði bara gott úr þessu. Fékk ferð til Grímseyjar, norður fyrir heimskautsbaug, og var bara sáttur. Við getum alveg gert út á það að stela ferðamönnum frá Færeyjum með svona ,,smá misskilningi".
Mig langar samt að vita hvernig það var að útskýra þetta fyrir honum.


,, So, how do you like Iceland?"
,, uhu... Fine, but I'm in Faroe Island now"
,, no, we belong to Iceland although we live in Langanes"
,, But I'm going to Þórshöfn city, capital of Faroe Island"
,,Yes, we like to call it Þórshöfn city, but we got nothing to do with Faroe Islands... We don't kill whales, we eat KÚFFISK, do you like fish...?
...


En ég var í prófi í gær. 6 klst prófi og það er bara a.m.k. 2 tímum of mikið. Ég algjörlega grillaði í mér toppstykkið. Þess fyrir utan þá byggist þetta próf á þrívíddarlesningu úr loftmyndum, myndum sem teknar eru úr flugvél eða gervihnöttum. Maður situr og rýnir í kíki sem breytir loftmyndunum þannig að maður sér þær í þrívídd og mælir fyrir hæðarlíkani, villum í plani og eitthvað svoleiðis dót. En ljóta helvítið með svona próf að það má enga villu gera og í einum partinum af þrem fékk ég mjög furðulegar niðurstöður. Frekar óraunhæfar niðurstöður og það er enginn tími til að leiðrétta neitt eða leita að einhverjum villum.
Þetta er algjörlega að fara með mig, þetta hvílir á mér eins og mara. Ég hreinlega verð að fá að vita hvort þetta var vitlaust eða ekki áður en ég get einbeitt mér að nokkru öðru. Ég er hrædd um að villan hafi verið jafn einföld og einingarugl eða eitthvað svoleiðis. Það þýðir lítið að henda sér í gólfið og grenja, en svo sannarlega langar mig til þess.
Smá villa, ekki alveg með 100% athygli á réttum stað... og maður lendir á Þórshöfn á Langanesi í staðin fyrir Þórshöfn í Færeyjum...

Life just isn't always fair...


En b.t.w. þá fletti ég ,,thorshofn" upp á google map og fékk bara upp okkar Þórshöfn. Færeyingar ættu nú að reyna að koma minnst kosti höfuðborginni á kortið ;) hehehe

0 Comments:

Post a Comment

<< Home