Sunday, September 30, 2007

Ég "sökka" big time í tennis!

Það varð úr að við keyptum okkur tennisspaða og ætlum að prófa að æfa okkur eitthvað fyrst tennisvöllurinn er hérna við hliðina og Bergrós Ásta getur komið með okkur.
Það er líka gaman af því að við erum bæði algjörir lúðar í þessu.
Markmiðið þessa vikuna er að hitta boltann og láta hann lenda einhversstaðar innan girðingarinnar.
Sem betur fer er búið að loka sundlauginni þar sem hún er hinu megin við girðinguna og einn boltinn fór þar ofaní, leiðinlegra ef maður hefði verið að stúta sundlaugargestunum. Annar bolti fór í garðinn við hliðina og einhverjir krakkaormar eru einum tennisbolta ríkari.
Ég var með vaðið fyrir neðan mig og keypti tvo stóra pakka af boltum. Nú þegar hefur fjórðungur þess glatast varanlega.
En nú er að sjá hvort við tökum ekki einhverjum framförum, annað er varla hægt !!!

Núna vill skólinn minn fá staðfestingu frá spænska menntamálaráðuneytinu um það að prófgráðan mín í verkfræðinni heima jafngildi verkfræðiprófgráðu hérna. Þetta er svokallað formsatriði hjá þeim, þar sem allt verður að fara eftir spekkunni og enginn tekur ábyrgð á neinu.
Gallinn er hins vegar að það tekur 6 til 8 mánuði! og ég get lofað ykkur því að af því að það má taka þann tíma þá bíður þetta i bunka þar til eftir 7.9 mánuði og er þá stimplað og sent til baka.
Lára ætlar að redda mér þessum pappírum sem mig vantar heiman frá þar sem ég verð að sækja þá í eigin persónu eða einhver mæti með mitt skriflega umboð.
Þið sem eigið inni hjá mér greiða fyrir að redda mér hingað og þangað vitið að ég er með auka herbergi;)
Drífið ykkur bara áður en spænska menntamálaráðuneytið sér hvað ég brilleraði í Geografical information system hjá Rennen og co! og hreinlega gefur mér næstu prófgráðu... huh!

Tuesday, September 25, 2007

Hehe... það er búð hérna syðra er nefnist Belros... lesið nákvæmlega svona. Skólafélagar mínir eru alveg handvissir um að þetta sé nákvæmlega eins borið fram og Bergrós. Er búin að reyna að ítreka "g" ið en með litlum árangri.
Never the less... þá selur þessi búð nammi og alls kyns gerðir af poppkorni. (Ótrúlegt en satt þá er poppkorn ekki bara poppkorn hér um slóðir) Stubbur minn hefur því fengið viðurnefnið La Palomíta, sem útleggst sem Poppkornið.
Mér finnst þetta nú bara sætt viðurnefni, betra en La Gamba (rækjan).

Við erum samt ágætar systur, eitthvað nýtt prjónablað á leiðinni sem heitir Bergrós og prjónablaðið Ýr hefur nú verið lengi. Spurning hver okkar verður á undan með Lopa;)

Ástu-nafnið er auðveldara nema það er borið fram sem asta... verulega líkt spænska orðinu hasta (þeir bera ekki fram h) sem þýðir ~ þar til... Ásta Viktoria kæmi skemmitlega út... með einu la... og drífa sig svo til Kúbu um jólin! Koma svo!

Prófaði annars tennisvöllinn hérna við hliðina í dag. Þeir ættu að byrgja völlinn með öryggisneti, ekki setja einhvern smávægilegan vegg niðri á jörðinni! Það er spurning um að æfa sig aðeins meira áður en leiðin liggur til Wimbleton. Bara spurning um tíma... eða svona sjö mannsævir (er þetta orð til í fleirtölu?) gætu sloppið.

Monday, September 24, 2007

Einkennilegt nokk! Ætli það sé af því að ég er á spænskri tengingu sem allt flyst sjálkrafa yfir á spænsku, meira að segja bloggið sem og síður sem ég er að leita að á google! Er þetta eitthvað nýtt í vista kerfinu? Lenti ekki í þessu með XP...

Never the less... I'm back! La vida de Espana, que tranquila!

Skólinn byrjaði í dag, rólega eins og allt annað hérna. Gaman að hitta kennarana og skólafélagana aftur. Mér finnt eins og ég hafi aldrei farið, þetta eru eins og tveir ólíkir heimar í sitt hvorum enda sólkerfisins.
Það tekur smá tíma að detta inn í þetta aftur, mætti t.d. á réttum tíma í tíma skv. stundaskrá! (þð mátti reyna) Kennarinn stökk á mig kyssti mig á báðar kinnar og spurði hvort ég hefði ekki haft það gott í sumarfríinu og fékk póst frá öðrum prófesor sem undirritaði: "Un beso"... sem útleggst sem koss... svona eins og maður skrifar heima til náinna vina... kossar og knús!
Við stubbur fórum svo í búðina og örugglega 80% af fólkinu í búðinni óð á einhverjum tímapunkti ofan í vagninn, kleip í kinnarnar á henni og bablaði framan í hana... Que guapa! Held hún hafi komist nokkuð heil frá því, með sárar kinnar kannski.


Ferðalagið gékk vel. Fórum frá Sirrý kl. 11 um morguninn, í flug kl. 15.00, lentum fjórum og hálfum tíma síðar og keyrðum svo beint heim og vorum komin kl. 2 á ísl. tíma eða 4 á staðartíma.
Allt hefur síðan verið ofur rólegt. Við notfærðum okkur bílaleigubílinn. Fórum í þessa tíbísku stórverslun sem er nauðsynlegur í upphafi. Þeir eru samt mun minni hérna þar sem fólk skilur allt eftir. Allt sem heitir leirtau, húsgögn og innanstokksmuni; næstum því grautinn í pottunum. Allt sem allir nota eins og þrifefni, þvottaefni, krydd, pakkamat og niðursuðumat er skilið eftir. Þetta er ótrúlega hentugt fyrir námsmenn a.m.k.

Á sunnudeginum keyrðum við svo til Ubeda, sem er um 50 km frá Jaén, í heimsókn til Rocio, vinkonu minnar í verkfræðinni. Þar fékk ég m.a. þær upplýsingar að ástæðan fyrir því að ég var ekki búin að finna út úr því hvernig ég á að skrá mig í skólann er að það er ekki hægt fyrir eldri nemendur fyrr en dag og til 5. okt.. Þá þarf ég að vera búin að raða saman stundaskránni og ákveða hvaða fög ég ætla í báðar annirnar. Svo borga ég skólagjöld eftir einingafjölda.
Ég sagði við Gumma á laugardaginn að við skyldum ekkert kaupa um og of í matinn, ef þetta gengi ekki upp með skáninguna í skólann og við færum bara heim aftur. Borgar sig ekki að hamstra matinn ;) en það reddast fyrir horn.