Einkennilegt nokk! Ætli það sé af því að ég er á spænskri tengingu sem allt flyst sjálkrafa yfir á spænsku, meira að segja bloggið sem og síður sem ég er að leita að á google! Er þetta eitthvað nýtt í vista kerfinu? Lenti ekki í þessu með XP...
Never the less... I'm back! La vida de Espana, que tranquila!
Skólinn byrjaði í dag, rólega eins og allt annað hérna. Gaman að hitta kennarana og skólafélagana aftur. Mér finnt eins og ég hafi aldrei farið, þetta eru eins og tveir ólíkir heimar í sitt hvorum enda sólkerfisins.
Það tekur smá tíma að detta inn í þetta aftur, mætti t.d. á réttum tíma í tíma skv. stundaskrá! (þð mátti reyna) Kennarinn stökk á mig kyssti mig á báðar kinnar og spurði hvort ég hefði ekki haft það gott í sumarfríinu og fékk póst frá öðrum prófesor sem undirritaði: "Un beso"... sem útleggst sem koss... svona eins og maður skrifar heima til náinna vina... kossar og knús!
Við stubbur fórum svo í búðina og örugglega 80% af fólkinu í búðinni óð á einhverjum tímapunkti ofan í vagninn, kleip í kinnarnar á henni og bablaði framan í hana... Que guapa! Held hún hafi komist nokkuð heil frá því, með sárar kinnar kannski.
Ferðalagið gékk vel. Fórum frá Sirrý kl. 11 um morguninn, í flug kl. 15.00, lentum fjórum og hálfum tíma síðar og keyrðum svo beint heim og vorum komin kl. 2 á ísl. tíma eða 4 á staðartíma.
Allt hefur síðan verið ofur rólegt. Við notfærðum okkur bílaleigubílinn. Fórum í þessa tíbísku stórverslun sem er nauðsynlegur í upphafi. Þeir eru samt mun minni hérna þar sem fólk skilur allt eftir. Allt sem heitir leirtau, húsgögn og innanstokksmuni; næstum því grautinn í pottunum. Allt sem allir nota eins og þrifefni, þvottaefni, krydd, pakkamat og niðursuðumat er skilið eftir. Þetta er ótrúlega hentugt fyrir námsmenn a.m.k.
Á sunnudeginum keyrðum við svo til Ubeda, sem er um 50 km frá Jaén, í heimsókn til Rocio, vinkonu minnar í verkfræðinni. Þar fékk ég m.a. þær upplýsingar að ástæðan fyrir því að ég var ekki búin að finna út úr því hvernig ég á að skrá mig í skólann er að það er ekki hægt fyrir eldri nemendur fyrr en dag og til 5. okt.. Þá þarf ég að vera búin að raða saman stundaskránni og ákveða hvaða fög ég ætla í báðar annirnar. Svo borga ég skólagjöld eftir einingafjölda.
Ég sagði við Gumma á laugardaginn að við skyldum ekkert kaupa um og of í matinn, ef þetta gengi ekki upp með skáninguna í skólann og við færum bara heim aftur. Borgar sig ekki að hamstra matinn ;) en það reddast fyrir horn.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home