Thursday, July 05, 2007

4 dagar í að við komum heim ;)

Tíminn liður ótrúlega hratt, ég verð komin heim fyrr en varir. Á að vísu eitt andskotans próf eftir, í fyrramálið! Og spái svo sem ekki góðu gengi í því, en það borgar sig samt að fara og sjá hvernig þetta fer allt saman. Það er svo sem vitað að góðar líkur eru á því að þetta próf verði endurtekið... svo það þýðir ekkert að stressa sig á því... bara grenja og skrifa svo bók um það!

Fljúgum frá Alicante. Tökum ökuferðina í tveimur pörtum, þetta er of löng ferð fyrir litla stubb. Hef svo sem aldrei ferðast með krakka, en best að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Dettur í hug þegar er talað um fyrstu ökuferðina og svoleiðis. Önnur ökuferðin okkar Stubbs var með spænskum leigubílstjóra. Þeir sem hafa ferðast með spænskum leigubílstjóra vita hvað ég á við! Við erum fær í flestan sjó eftir það ;)

Svo á Stubbsi afmæli í dag... 1 mánaða.
Sniðugt með þessi afmæli. Í ensku er það birthday... heldur upp á daginn sem þú fæddist, í spænsku er það cumpleano... þ.e. líkur árinu. Við á Íslandi köllum þetta afmæli - þ.e. aflestur af mæli væntanlega en... einingin kemur aldrei fram. Við getum því átt mánaðar afmæli - og áfram upp í árs afmæli. Núna er vænlegt að halda upp á afmælið fyrst vikulega, svo mánaðarlega, þar á eftir einu sinni á ári fram að svona 15 ára. Þá eru merkisafmæli eins og 17 ára og bílpróf, 18 ára inn á barinn, 20 ára í ríkið... síðan er það á 5 ára fresti, og eftir þrítugt er það á 10 ára fresti.
En þar sem það er engin eining á þessu hjá okkur, þá er þetta eiginlega fjórða afmælið, ef við gerum ráð fyrir að byrjað hafi verið að telja skv. vikum, ekki dögum. Ef svo er þá væri þetta væntanlega tíunda afmælið, ellefta ef við gerum ekki ráð fyrir að það séu akkurat 4 vikur í mánuðinum.

Never the less...


Svona er staðan á Stubbnum í dag. Nokkuð sátt við lífið bara held ég, tjáir sig lítið um málið að svo stödd máli. Kannski ágætt á meðan hún tjáir sig ekkert um það þar sem tjáningarmátinn er enn binomial... on eða off grenjur;)


Svo sjá náttúrulega allir hvaðan hún hefur þetta viðkvæma vinalega bros:)


Og sumir lifa í þeirri trú að áletrunin á bolnum sé sönn!!!


Leika við krakkann... eða leika sér að krakkanum... well who gives! Hún man ekkert eftir því hvort eð er;)


Loksins er orðið gaman í baði. Balann fengum við frá spænsku bekkjarfélögunum ásamt skiptiborðinu. Fyrsta baðvatnið var helst til kalt, skildum ekkert í því hvað krakkinn argaði. Svo erum við búin að finna út úr því. Það stendur nefninlega á hitamælinum sem Ilmur sendi okkur "Ideal for babies"... þegar við sáum það þá hættu grenjurnar:)
Þetta hefst allt poco a poco ;)