...þetta ritaði stoltur eigandi Kawasaki Vulkan 800 Classic... Tihi ;)
Planið breyttist! Veit ekki enn með skólann en ef ég kemst inn í hann þá sel ég bara hjólið í haust.
Ef þið sjáið sérlega myndarlegan gylltan og krómaðan mótorfák á götunni sem fer sérlega vel innanlæris á gellunni sem situr hann... Þá eru það við félagarnir á ferðinni.
Þetta er nú aðeins stærra hjól en ég hef keyrt hingað til svo ég þarf aðeins að venjast þyngdinni og balance-num. Náttúrulega er hjólið stærra en Gumma hjól, en hann gat ekki lifað með því og seldi sitt. Ég er búin að bjóða honum að vera hnakkamellan mín; maður verður nú að hafa eitthvað hnakkaskraut!
Og núna er bara ekki vegur að hanga inni og læra fyrir próf, mig langar bara að komast út að hjóla ! 3 dagar eftir... 3 dagar eftir... 3 dagar eftir...
Aldrei þessu vant er ekki rigning í Reykjavík og aðstæður eins og best verður á kosið. Langar mest til að gefa skít í prófin, stærðfræðigreiningarprófið fór alveg með þetta! But live goes on... so they say!
Ef ég stúta mér á hjólinu þá er það s.s. stærðfræðikennaranum mínum að kenna því ég var svo miður mín eftir prófið að ég fór beint og keypti mér mótorhjól! Það var ljósið í myrkrinu í stærðfræðigreiningarsvartholinu sem gleypti mig og ætlaði að tortíma mér um aldur og ævi.