Sunday, September 18, 2005

Ég sem hélt alltaf að ég myndi búa í sveit, enda sveitadurgur með meiru.

Sá mig fyrir mér eina 4 reiðhesta, eina belju til heimilisins, 6 kindur (einnig til heimilisins) örfáar hænur og endur sem verpa í garðinum, að ógleymdum svínunum sem ég hef sérstakt dálæti á. And most important... hund. Maður á ekki að eiga hund nema búa í sveit. (Reyndar finnst mér líka að maður ætti ekki að eiga krakka nema að búa í sveit.) Spurning um að endurskoða það, enda langar mig ekkert smá mikið í hund.
Þarna átti að vera friður og ró, sýn til fjalla og möguleikar á gönguferðum án þess að vera ónáðaður. Svo ætlaði ég að kyssa froskinn og ...

Svo vaknaði ég... Buhu !!!
Flutt í borgina, downtown city. Nú ætla ég að gerast Vesturbæingur, halda með KR o.s.frv.. Ég veit ekki hvort maður gerist Vesturbæingur, en ég gæti átt eftir að ala þá upp. Maður þarf víst einhvern tímann að taka ábyrgð á einhverju og ég er alveg búin að sjá það að ég yrði ekki svo slæmur uppalandi. Svo ef mig langar til útlanda þá má alltaf notast við þjónustu hundahótela.
En þetta er alls ekki svo slæmt og ég held að það eigi bara eftir að fara ágætlega um okkur þarna. Þetta er alveg við Ægisíðuna svo það er hægt að labba með sjónum. Þetta er alveg við Háskólann. Ég þarf ekki að labba nema yfir eina götu og tvær blokklengdir þá er ég komin í skólann. (En ég á nú e.t.v. einhvern tímann eftir að útskrifast) Ég er um 10 mínútur að labba niður í miðbæ og flest annað er einnig í göngufæri. Vesturbærinn er bara eins og lítið, gamalt þorp innan bæjarmarka Reykjavíkur.
Engu að síður, þegar öllu er á botninn hvolft. Þá skiptir þetta ótrúlega litlu máli. Mér er nokkurn veginn sama hvar ég kem niður svo fremur sem ég á einhvers staðar heima og karlinn minn er hjá mér. Ég er bara fegin að þetta er komið á hreint. Nú höfum við einhvern miðjupunkt til að miða útfrá þó við hendumst heimshornanna á milli. Það er líka tími til kominn, eftir sjö ára samveru og tveggja ára hjónaband að athuga hvort við getum búið okkur til heimili, láta reyna á það.

Vinir og vandamenn mega endilega koma í heimsókn og þeir sem koma lengra að geta jafnvel fengið að liggja í fleti yfir nótt því aukaherbergi eru fyrir hendi. Vandinn er að hitta á heimilisfólkið heima. Þess vegna er betra að boða komu sína með einhverjum fyrirvara...

Saturday, September 17, 2005

Á næturvakt í Kárahnjúkum...

Vinn 11 daga og svo 4 frí, nema hvað... Ófært vegna veðurs, ekkert flug og ég fékk tvo daga í frí í stað fjögurra. Flutti inn í nýju íbúðina. Gummi var nú búinn að bera stóran part af dótinu upp.
Loksins erum við að sameina allt dótið okkar. Dótið frá Egilsstöðum, úr íbúðinni í Reykjavík og það sem var geymt í bílskúrum úti í bæ. Fáránleg atriði koma í ljós, eins og við eigum 4 pönnukökuspaða, 4 ostaskera, a.m.k. 40 algjörlega ósamstæð glös, diska og hnífapör, 3 brauðristar, 4 kaffivélar...


Hvernig veit maður að maður á of mikið af bókum...

Fyrsta vísbending - maður er farinn að efnisraða bókum upp í hillurnar; spennusögur, ástarsögur, ævisögur, sögulegur skáldskapur o.s.frv.

Önnur vísbending - innan flokka er maður farinn að raða eftir höfundum;

Spennusögur: Stephan King
Mary Higgins Clark
Sidney Sheldon
Patrica Cornwall...

Þriðja vísbending - Annars vegar innlendir höfundar, hins vegar erlendir...

Þarna nýtist það manni að hafa unnið á bókasafni heilan vetur. Spurning um að koma upp tölu og bókstafakerfi yfir þetta.

Annars á maður aldrei of mikið af bókum, fyrr en maður þarf að bera þetta upp á þriðju hæð!


Núna er ég mætt aftur upp í Kárahnjúka og er að fara að taka næturvaktir næstu 11 nætur. Keypti mér auka ullar síðbrók og rúllukragabol og mun hvoru tveggja koma sér vel hérna í næðingnum uppi á fjöllum.
Fyrsta vaktin, klukkan er tæplega 4 að nóttu og ég á enn eftir 3 tíma af vaktinni. Búin að innbirgða 3 lítra af kaffi, súkkulaðibitakex í massavís og hangi með hausinn út um gluggann en ég er samt svvvvooooo þreytt. Sé rúmið mitt í hyllingum!

Friday, September 09, 2005

Komst á almennilegt sveitaball...

Það var ball á Skjöldólfsstöðum síðustu helgi; Geirmundur Valtýsson að
spila. Mig hlakkaði til allann daginn, að fara á ball. Ekki nóg með að
komast á ball heldur þá ætlaði ég að hitta einhvern þar... ekki bara
einhvern heldur hafði ég einn ákveðinn í huga.
Svo kom ég á ballið og beið, er alltaf að horfa í kringum mig, er hann
kominn? Hvar er hann? Ætlar hann kannski ekkert að koma? Buhu...
Svo hélt ég áfram að dansa við fullt af fólki en var samt alltaf að horfa
í kringum mig. Athuga hvort gaurinn væri nokkuð mættur á svæðið. Svo kom
ég auga á hann, akkurat í miðri sveiflu. Þá stóð hann í dyrunum og horfði
glottandi á mig. Allt í einu brosti ég bara eins og hálviti úti á miðju
gólfi og varð pínu feiminn.
Hvað á maður þá að gera? Halda í cool-ið... ,,Nei, hæ. Bara mættur á
ball!" Halda svo bara áfram að dansa við hina og vonast eftir að honum
finnist vel æfða hægri rasssveiflan ómótstæðileg og langi til að
skoða þennan gríðarlega rass aðeins betur. Jafnvel fara með hann heim...
Svo fórum við að dansa, vorum náttúrulega eins og fávitar úti á miðju
gólfi og allir að horfa; en mér var alveg sama. Allt í einu pikkar
vinnufélagi í öxlina: ,,Við erum að fara heim (upp í Kárahnjúka) ætlaru
ekki með?" Auðvitað vildi ég ekkert kveðja draumaprinsinn akkurat þegar ég
hafði fundið hann. Þá kom þessi fallega, rómantíska setning frá litlu
saklausu ástfangnu sveitastúlkunni... ,,Heim!?!, já nei! Lagið mitt er
ekki enn komið og ég á eftir að fara á kallinn! Fer ekkert heim strax..."

Veit ekki af hverju en þetta fór eitthvað fyrir brjóstið á vinnufélögunum
sem vissu ekki betur en ég væri harðgift kona. Þá hefur bara ekki grunað
að þessi gæi gæti hugsanlega verið sá sem ég giftist þarna um árið.